Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1931, Síða 31

Sameiningin - 01.12.1931, Síða 31
381 troöa sér um tær. Munu nú fagrar ræÖur um frið, eða sífeldur harmagrátur yfir heimsku og syndugleik hernaðarstefnunnar geta varnað ófriði til lengdar, þar sem svona standa sakir? Það er hæpið. Skuldbindingar um friðsemi, settar frarn með almennum orðatiltækjum—eins og Ivelloggs-samningarnir— mega sín ekki mikils heldur, þegar skórinn kreppir verulega að einhversstaðar. Það þarf að finna viðunanlega vegi til að ráða fram úr vandamál- um þeim, sem vcilda styrjöldum; annars verður aldrei örugt um friðinn. Hvað vilja þjóðirnar gjöra, til dæmis vi'S þetta vandamál um mismunandi þéttbýli, og útsóknarnauðsyn þeirra þjóða, sem erú verst komnar í þeim efnum? Um iðnaðarþörf og hráefnatekju? Og ýms önnur mál, náskyld þessum ? Á þar alt að vera einskorðað við ástæður þjóðanna, eins og þær eru nú? Eða á það að viðgang- ast, að hver þjóð skari þar eld að sinni köku, sem hún fær því helzt viö komið með bolmagni eða slægvizku? Eða eiga heims- veldin að semja með sér um einhvers konar niðurjöfnun á þessum hlutum, eða eitthvað í þá átt? Friðarmálið er í raun réttri komið undir heppilegri úrlausn á slikum spurningum. Fáist hún ekki, þá mun vera til lítils að tala með f jálgleik um alheimsfrið, því miður. GANDI-II A ENGLANDI Segja má eitthvað svipað um annað hugsjónamál vinsælt og viðfrægt, sem mikið ber á um þessar mundir. Það er sjálfstæðis- mál Indlands. Fjölmennur flokkur þar í landi, skipaSur liðsmönn- um úr mentaðasta hluta þjóðarinnar, og leiddur af heimsfrægum hugsjónamanni, heimtar nú hærra sjálfstjórnarstig til handa ætt- jörð sinni, heldur en Bretastjórn hefir hingað til séð sér fært að veita. Og frjálshuguðum mönnum um heim allan hættir til að veita kröfu þessari fult fylgi sitt, og kasta þungum steini á Breta fyrir tregðuna. Það er að segja, þetta er dómurinn, eðlilega, þangaö til menn virða fvrir sér ástandið á Indlandi, eins og það er í raun og veru. Sá þjóðarbragur var mörgum kunnur fyr, en hann hefir ein- hvernveginn orðið ljósari öllum þorra lesendi manna um heim allan við það, að sjálfstæðisleiðtoginn Gandhi, sem Hindúar gáfu nafnið Mahatma (mikil sál), kom til Englands í haust til að flytja frelsismál Indlands við MacDonald stjórnina. Ramsay Mac- Donald, fyrrum leiðtogi verkamannaflokksins, er enginn kúgunar- vinur, allir vissu það. Mátti þvi hyggja gott til þessa fundar með

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.