Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 43
LAUGARDAGUR 5. mars 2011
Mjúkar og frauðkenndar, fullar
af sultu og rjóma og skreyttar
eftir kúnstarinnar reglum. Boll-
urnar hjá Café Konditori Copen-
hagen eru ómótstæðilegar að sjá.
„Við bjóðum upp á nokkrar gerð-
ir af dönskum bollum eins og þær
gerast bestar,“ segir Jónatan Egg-
ertsson, bakarameistari á staðn-
um, sem hefur ásamt öðru starfs-
fólki verið á hvolfi við að undirbúa
bolludaginn.
En hvers konar bollur vilja
Íslendingar helst? „Gerbollur voru
um langt skeið vinsælar en nú hafa
vatnsdeigsbollurnar tekið við, lík-
legast því flestir fengu þær heima
sem börn,“ segir Jónatan og bætir
við að landsmenn séu að auki dug-
legir að prófa alls konar nýjungar.
„Íslenskir bakarar eru óhræddir
við að leika sér með hráefnin gagn-
stætt þeim dönsku og viðskiptavin-
unum líkar það vel,“ útskýrir hann
en getur þess að þó seljist hefð-
bundnar bollur alltaf langbest.
„Vinsælastar hjá okkur eru vatns-
deigsbollur, svokallaðar drauma-
bollur, með rjóma, berjum og
öðrum ávöxtum að dönskum sið,“
segir Jónatan, sem heldur sjálfur
mest upp á þá sort og er svo vænn
að gefa uppskrift, að annarri, sem
lesendur geta spreytt sig á.
roald@frettabladid.is
Frederik og Mary
rjómabollur, 20 stk.
60 g sykur
60 g egg
3,5 g þurrger
3 g salt
625 g hveiti
250 ml vatn
3 g kardimommudropar
3 g appelsínudropar
Hnoðið saman. Vigtið
í 50 g, sláið upp í kúlu
og látið standa undir
rökum klút í um 50
mín. Bakið við 190
gráður í um 7-10 mín.
Þeytið 500 g af rjóma,
bætið við 40 g af van-
illusykri eða 10 g af
vanilludropum.
Gott er að setja
hindber og
makkarónur í
botninn á bollunni,
undir rjómann.
Frauðkennt hnossgæti
Jónatan Eggertsson, bakarameistari hjá Café Konditori Copenhagen, býst við að vera á haus um helgina
enda bolludagurinn að nálgast. Þá fyllist allt af viðskiptavinum sem vilja klassískar danskar bollur.
Jónatan er ásamt öðru starfsfólki Café Konditori Copenhagen önnum kafinn við að undirbúa bolludaginn. Í bakaríinu er hægt að
velja um nokkrar gerðir af bollum en vinsælastar eru vatnsdeigsbollur á danska vísu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BOLLUR AÐ HÆTTI CAFÉ KONDITORI COPENHAGEN
Trans-Atlantic sérhæfir sig i ferðum til Eistrasaltslanda
Tallinn Eistlandi
Verð einungis 44. 900 kr.
(flug með skatti)
Verð 78.800 kr. á mann i 2ja manna herbergi.
Innifalið flug, skattar, hótel, fararstjóri, rúta til og frá flugvelli.
Eistland og Lettland
Verð 148.900 kr. á mann i 2ja manna herbergi.
Innifalið; Fararstjóri, flug og skattar, hótel, allar skoðunarferðir