Sameiningin - 01.01.1925, Page 10
4
steig í hásætiö. Efnishyggjan settist að völdum. Úrlausu alls
átti aö vera i efninu. EfniÖ var sjálfs sín Gu'Ö, sjálfs sín skap-
ari, sjálfs sín eilífa líf. Svo konr afturkippurinn. Og nú, er
vsindaleg þekking hefir stigið fram risasporum nýjum, svo aÖ
aldrei hafa þvílík verið, þá fer hugsandi mönnum svipað eins
og öldungaráðinu í Róm forðum, er það sendi eftir Cinneinnat-
usi, er þá hafðist við uppi í sveit og fór plógjárni um sáðlönd
sín, bað hann hverfa aftur til Róm hiÖ bráðasta og taka við
stjórnartaumunum, því öldungaráðið væri ráðþrota. A sama
hátt leita nú sendiboðar skýrustu hugsana á fund andans og
biðja hann taka aftur stjórnvölinn í liönd, því efnishyggjan sé upp-
gefin. Er leitað var betur i efninu, og rannsa'kaö var lögmál
orkunnar, sáust hvarvetna spor alviturs, almáttugs anda. Er
menn komu að háfjöllum tilverunnar og spurðu: “Hver vann
hér svo að með orku ?” koni svar, sem eigi varð á rnóti mælt:
"Drottins hönd þeirn vörnum veldur.” Og hugur mannsins dró
skó af fótum og söng: “Fyrir þinni hægri hönd—”.
Ef til vill léti jrað undarlega í eyrum sumra manna, ef sagt
væri, að hliðstæð saga þeirri, er nú var lýst á sviði vísindalegr-
ar framþróunar, gerðist einnig innan kirkjunnar. Fjarstæða
væri það samt ekki. Að vísu leyti má segja, að trúar-hugsanir
kristinna manna leiti nú út úr efninu til andans. Þá er efnis-
hyggjan sat að stóli í umdæmi vísindalegra efna, sat og að stóli
í kirkjunni einskonar efnishyggja. Kirkjan b.eitti allri orku til
þess að rannsa'ka og verja efnið. En svo er hér nefnt það alt,
senr tilheyrir umbúðum þeim, sem sannindi trúarinnar hafast
við í: bókin helga sjálf, kirkjusagan, erfikenningar og játn-
ingar kirkjuflokkanna. Af miklum lærdómi keptust lærifeður
kirkjunnar við að rannsaka þessi efni á alla vegu. Upp úr því
varð trúin í rauninni hálf-efnisfræðileg. Menn spunnu úr efn-
inu vísindalega greinargjörð fyrir kennisetningum og skoðun-
um, en hvort sem úr því varð “rétttrúnaður” eða “villitrú”, þá
var sú “trú” í rauninni nreira eða minna skynsemistrú—•
rationalisme.
Það verður ekki með rökum hrakið, að það eru straum-
hvörf um þessar mundir hvarvetna i kirkjunni. Nú leita menn
úrlausnar fremur í anda en í efni trúarinnar. Þaö varöar ekki
jafn-miklu máli sem áður, hver trúarjátningin það er, hver
kirkjudeildin það er, hvers manns útskýring það er, sem farið
er eftir. En menn sækjast ótrúlega mikið eftir því, sem er andi
og líf. Það má vera, að menn láti sig ek'ki varða jafn-mikið og