Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1925, Page 6

Sameiningin - 01.04.1925, Page 6
100 Sumarmál. Undir sumrinu er a8 miklu leyti komin tímanleg vellíÖan okkar. Þar sem vi'S erum búsettir, íslendingar, er sumar frem- ur stutt, en vetur langur. Efnahagur mannna fer eftir upp- skerunni, bæÖi til sveita og i borgum. Uppskeruna eigum við undir sumrinu. Líklega trúa því flestir, að' GuS ráÖi yfir öllu. Sumar- vonir okkar hvíla á Guði. Við eigum uppskeruna undir Guði. Ef Guð ekki blessar sáSkornið með yl og dögg, þá verður eng- in uppskera. Eg man eftir því, aS sumir gömlu bændurnir voru einkar guðhræddir. Eg vissi til þess, að þeir gerðu bæn sína, áSur en þeir gengu út á akurinn til að sá. Þá var alt smátt og ’fátæk- legt. En mikil blessun Guðs var yfir búum og akurlöndum feðra okkar framan af hér í nýja landinu. Nú eru akurlöndin stór ummáls, og þau eru unnin með dýrum vélum. Miklu er afkastað, og brosað er í kamp þá- minst er á gömlu dagana, þegar bóndinn gekk um akurblettinn sinn og sáði korninu úr lófa sínum. En skyldi nú vera tiltölu- lega meiri blessan yfir búinu, en var í byrjun? Er von aS blessist sáðkorniS, þegar fariS er um sáðlandið í illu skapi og blótað og guðlastað, hve nær sem vélunum hlekk- ist eitthvað á? Ef 'til vill væri það ykkur nú gott, yngri bændunum, að minnast guðhræddra feðra ykkar. Uppskeran ylckar verSur ekki minni fyrir þaS, þó þið, eins og þeir, gefiS ykkur tíma til þess að biðja Guð um blessun hans, á morgnana áður en þið farið út á akur að sá korninu, Sumarið er óslitið kraftaverk. Alt, sem lifnar í jörSinni og vex á jörðinni og verSur að uppskeru, er kraftaverk. Guð er faðir náttúrunnar. Frjómagn moldar, döggfall skýja, yl- geislar sólar — alt eru það bömin hans. Faðir vor, sem er á himnum, er líka faSir allra efna og allra afla náttúrunnar. Ait er á valdi hans, Sé það vilji hans, þá fáum viS ríkulega upp- skeru í haust af því, sem við sáum í vor. “Á Guð hinn góða með gleSi set eg traust; hans lof vil IjóÖa af ljúfum hug og raust.”

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.