Sameiningin - 01.04.1925, Qupperneq 13
107
félag. Var þaö rétt aíS hlaupa af stokkunum, en horfur virtust
góðar um framtíS þess.
'Meðan eg dvaldist vestra, andaðist, á spítala í Olympia, Sig-
ríður Sumarliðason, dóttir Sumarliða Sumarliöasonar gullsmiðs.
Var hún ógiftur kvenmaður um fimtugt. Hafði verið heilsu-
biluö þrjú síðustu árin. Var fríðleiks- og myndar kvenmaður
og gædd yfirburða mannkostum. Er hún sjötta barn Sumarliða,
sem dáið hefir síðan hann fluttist vestur að Kyrrahafi. Sumar-
liði er nú hálf-tiræður, og búinn að vera blindur í allmörg ár.
Helga kona hans hefir borið með honum byrðarnar eins og hetja.
Tilhneigingu, hefði eg haft til þess aö minnast ýmsra manna,
sem eg kyntist i þessari ferð, en það mundi að nokkru leyti
verða endurtekning þess, sem eg ritaöi fyrir þremur árum. E'kki
get eg þó stilt mig um að geta þess, að mér veittist sú ánægja, að
sjá Gunnar Ervin Johnson, seytján ára unglinginn, sem er átta
fet á hæð. Jakob Bjarnason, lögregluliðsforingi, var með mér,
og er hann talinn að vera vaxinn úr grasinu, en hann getur
staðið í 'handarkrika Gunnars,
Á heimili Jakobs Bjarnasonar kyntist eg öðrum Islending,
sem á óvanalega sögu. Var það Capt. Kristján Guðmundsson.
sem nú er til heimilis í Wenatchee í Washington-ríki. Hann var
fyrir skipi, ;sem fór með matvöru frá Alaska til Síberíu árið
1920, ef eg man rétt. Skifti hann matvörunni fyrir skinnavöru,
og ætlaði að leggja aftur til hafs. Var hann þá sakaður af stjórn
Bolshevika um að vera sjóræningi, og átti að' aka af honum allan
varninginn. Varð hann nú að ferðast 1500 mílur inn í landið
til að standa fyrir máli sinu, og varð sú ferð rík af æfintýrum.
Að hann fékk haldið lífi og 'komist aftur til Ameríku, er litt
skiljanlegt. tlarðfylgi mannsins og áræði hafa orðið honum að
liði. En ekki ber hann Bolshevikum • söguna vel. í tvö ár var
hann í þessum leiðangri, og hefir. hann frá mörgu að segja.
Hann er að skrifa bó!k um ferðina, og auk þess er hann nú á fyr-
irlestraferð um vesturhluta Bandaríkjanna undir umsjón Chata-
qua félags. Það er von á því, að bók hans komi út á komanda
hausti. Kennarar við háskólann í Washington-ríki hafa kynst
frásögu Capt. Guðmundssonar og álíta hana stórmerkilega. Mun
margan fýsa að eignast bókina og lesa, er hún kemur út.
Meðan eg dvakli í Seattle, skrapp eg snöggvast norður til