Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.04.1925, Blaðsíða 14
108 Blaine. Var einn sólarhring í ferÖinni. Sérstaklega langaÖi mig til að hitta séra Halldór Johnson, sem þar er þjónandi prest- ur, og aðra kunningja. Séra Halldór er búinn aö vera prestur í Blaine hálft annað ár. Hann þjónar einnig á Pt. Roberts. Mun hann njóta almennra vinsælda í prestakalli sínu, og vera að gera þar mjög gott starf. Hefir fólkÖ þar reynst honum mjög vel í sorgarreynslu þeirri, er hann varð fyrir, þá er kona hans lézt. — Tíminn var altof naumur í Blaine, og varð eg aS sleppa því a<5 fara út á Pt. Roberts og til Vancouver. K. K. 0. ------o----- Kirkjurækinn efunarmaður. ÞaÖ er ekki nema sjálfsagöur hlutur, aS kristnir menn sé áhugasamir um málefni kiúkjunnar og leggi rækt við helg- ar tíÖir. Þó fara þessir hlutir misjafnlega hjá mörgum, sem bera kristiS nafn, vitanlega. Ætti ;því játendur trúarinnar aÖ geta gjört sér góða hugvekju úr oröum og breytni trúleysingja, sem telur sér bœði gagnlegt og skyldugt, eigi aö eins að liðsinna kirkjunni með fégjöfum, heldur og aö taka drjúgan þátt í kirkjustarfinu og sækja guðsþjónustur á hverri helgi Blaðið Worlds’ Work flutti ritgjörð frá slíkum manni ný- lega Greinarhöfundurinn játar það hispurslaust, að hann sé efasemdamaður, sem fáu trúi, og ekki geti skrifað nafn sitt undir neina kirkjujátningu. Hann hefir verzlunarstörf að at- vinnu, feröast mikið og hefir margt fyrir stafni; auk þess há- mentaöur og bókamaður mikill. Þó lætur hann ekkert af þessu koma sér til að afrækja messusókn eða safnaðarstörf. Mað- urinn er i sérstökum skilningi betri kirkjumaður, en margir þeir, er óhikað játa kristna trú. Ekki lætur hann nafns síns getið, en ritstjóri blaðsins staðfestir lýsinguna meö eigin orðum Hvernig gjörir nú maður þessi grein fyrir afstöðu sinni við 'kirkju og kristindóm? Fyrst og fremst er hann alinn upp á kristnu heimili, undir ströngum, kalvínskum trúaraga. Hefir því rótgróna tilhneigingu til að sækja guðsþjónustur, og hygg- ur hann, að það stafi meðfram frá gömlum barns-vana, eða geti jafnvel veriö nokkurs konar arfgeng eðlisávísun, þar sem forfeður hans voru kirkjumenn miklir öldum saman. - Snemma segist hann hafa gjörzt vantrúaður á kalvínska guðfræði, en finnur þó hins vegar, að andrúmsloftið kristilega. sem hann ólst upp í, hafi verið mjög svo heilsusamlegt og gefið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.