Fréttablaðið - 26.03.2011, Síða 2
26. mars 2011 LAUGARDAGUR2
MENNING Stefnt er að því að allar
Íslendingasögurnar komi út í
nýjum þýðingum á norsku, dönsku
og sænsku árið 2012. Útgáfan var
kynnt á kynningarfundi á Hótel
Loftleiðum í gær.
Um er að ræða umfangsmesta
þýðingarverkefni í sögu íslenskra
bókmennta, jafnvel í heiminum að
mati Jóhanns Sigurðssonar, útgef-
anda hjá Sögu forlagi, sem stendur
að verkefninu.
„Við þekkjum að minnsta kosti
engin dæmi um verkefni þar sem
heil bókmenntagrein er þýdd yfir
á þrjú tungumál í einu.“
Útgáfan fylgir í kjölfar heildar-
útgáfu sagnanna á ensku frá
1997 en sú þýðing liggur einnig
til grundvallar þýskri þýðingu
Íslendasagnanna sem kemur út
í tengslum við bókamessuna í
Frankfurt í haust.
Ákveðið var að ráðast í heildar-
þýðingu Íslendingasagnanna yfir
á Norðurlandamálin árið 2004.
Fyrstu árin fóru í fjármögnun
verksins undir forystu Jóhanns.
Fyrsta styrkinn fékk verkefnið
frá Alþingi 2007 og fóru hjólin þá
að snúast. Gerðir voru samningar
við ríflega 60 manns, sem vinna að
þýðingunum og hafa sérstakir rit-
stjórar verið ráðnir í hverju landi.
Efnahagshrunið setti aftur á
móti strik í reikninginn.
„Við vorum langt komin með
fjármögnun þegar hrunið reið yfir.
Þá misstum við bæði bakhjarla,
sem sáu sér ekki fært að standa við
sitt og hrun krónunnar varð til þess
að samningar við þýðendur og rit-
stjóra hækkuðu um helming,“ segir
Jóhann, en heildarkostnaður verks-
ins er um 200 milljónir króna.
Brugðist var við með því að
leita til stofnana og fyrirtækja á
Norðurlöndum, sem Jóhann segir
að hafi brugðist vel við, auk fyrir-
tækja hér heima sem leggja verk-
efninu lið.
„Fjármögnunin er mjög langt
á veg komin; við erum ekki alveg
komin fyrir vind en sjáum í mark.
Þar skiptir ekki síst máli að þetta
er gert af bullandi hugsjón rit-
stjóranna og fleiri sem að þessu
verkefni standa.“
Nú stendur yfir viðamikill yfir-
lestur á þýðingunum, samræming
og annar frágangur á atriðum á
borð við kveðskap sagnanna og
þekktustu orðtök. Útgáfustjóri
norrænu þýðinganna er Gísli Sig-
urðsson, rannsóknarprófessor
á Árnastofnun, og með honum
í ritnefnd eru fyrrverandi for-
stöðumenn Árnastofnunar, Jónas
Kristjánsson og Vésteinn Ólason,
Örnólfur Thorsson forsetarit-
ari og Viðar Hreinsson, ritstjóri
ensku heildarútgáfunnar.
bergsteinn@frettabladid.is
Við þekkjum að
minnsta kosti engin
dæmi um verkefni þar sem
heil bókmenntagrein er þýdd
yfir á þrjú tungumál í einu.
JÓHANN SIGURÐSSON
ÚTGEFANDI
Gunnar, er þetta nokkuð að
fara fyrir ofan garð og neðan?
„Nei, og er ekki best að sem flestir
rækti garðinn sinn?”
Gunnar Hersveinn er upplýsingafulltrúi
hjá Reykjavíkurborg, sem býður nú upp á
fjölskyldugarða til leigu í stað skólagarða.
DÓMSMÁL Fimm karlmenn hafa
verið dæmdir í Héraðsdómi
Reykjavíkur til fangelsisvistar
vegna skotárásar í Bústaðahverfi
á aðfangadag á síðasta ári. Sjötti
maðurinn var sýknaður.
Sá sem hlaut þyngsta dóminn,
Kristján Haukur Einarsson, var
dæmdur í tveggja og og hálfs árs
fangelsi. Ívar Kolbeinsson fékk
tveggja ára fangelsi. Sá þriðji fékk
eitt ár, sá fjórði fimm mánuði og sá
fimmti fjóra mánuði.
Þrír mannanna, sem allir eru
á þrítugs- og fertugsaldri, voru
jafnframt dæmdir til að greiða
húsráðandanum í Bústaðahverfi
hálfa milljón króna í skaðabætur
og eiginkonu hans 700 þúsund.
Upphaf þessa máls var að tveir
mannanna komu að húsi í Bústaða-
hverfi á aðfangadagsmorgun og
vildu ræða við húsráðanda. Hann
vildi ekki hleypa þeim inn en rak
járnstöng út um bréfalúguna sem
hafnaði á höfði annars aðkomu-
manna. Skömmu síðar sneru menn-
irnir aftur ásamt fleiri mönnum og
höfðu þeir þá haglabyssu meðferð-
is. Tveir þeirra skutu sínu skotinu
hvor í útidyrahurð hússins. Lög-
reglu bar brátt að og handsamaði
hún mennina.
Atlagan var rakin til fíkniefna-
mála. Dómurinn ákvað að hagla-
byssan skyldi gerð upptæk. - jss
Þrír menn dæmdir til að greiða 1,2 milljónir í miskabætur:
Fimm í fangelsi eftir skotárás
SKOTÁRÁS Tveimur skotum var skotið í
útidyrahurðina.
Viðamesta þýðing
íslenskrar ritsögu
Um sextíu manns vinna að nýjum þýðingum á öllum Íslendingasögunum á
dönsku, norsku og sænsku. Saga forlag stendur að þýðingunum, sem eru þær
umfangsmestu í íslenskri bókmenntasögu. Kostnaður er um 200 milljónir króna.
STJÓRNMÁL Tillaga utanríkisráð-
herra um þingsályktun um mótun
öryggisstefnu Íslands í þjóðar-
öryggismál-
um var rædd
á fundi ríkis-
stjórnarinnar í
gær.
Tillagan
verður lögð
fram á þing-
flokksfundum í
næstu viku, en
efnislega vill
utanríkisráðu-
neytið ekki gefa upplýsingar um
tillöguna fyrr en hún hefur verið
kynnt þingflokkunum.
Utanríkisráðherra hefur þó
áður boðað þverpólitíska vinnu
um mótun heildstæðrar stefnu í
varnar- og öryggismálum, sem
byggð verði á nýrri og breiðari
nálgun á öryggishugtakinu eins
og það var útlistað í skýrslu
áhættumatsnefndar til utanríkis-
ráðherra fyrir tæpum tveimur
árum. - gb
Stjórnartillaga til þingflokka:
Þjóðaröryggis-
stefna mótuð
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
ORKUMÁL Ekki hefur komið til tals
að Orkuveita Reykjavíkur selji
Landsvirkjun einhverjar af virkj-
unum sínum, eins og fram kom
í fjölmiðlum í gær. Þetta segir
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.
Bjarni segir að staða Orkuveit-
unnar sé vissulega erfið, og leitað
sé allra leiða til að laga fjárhag-
inn, en sú leið að selja einhverjar
af virkjunum fyrirtækisins hafi
ekki verið skoðuð.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, tekur í sama
streng. Hann segir slík kaup á
virkjunum ekki hafa verið skoðuð
hjá Landsvirkjun, og engar við-
ræður séu í gangi eða séu fyrir-
hugaðar við Orkuveituna. - bj
Leita leiða til að laga fjárhag:
Sala virkjana
ekki áformuð
DANMÖRK Um 31 þúsund pör
gengu í hjónaband í Danmörku í
fyrra, en það er 6 prósenta sam-
dráttur frá fyrra ári og fæstu
giftingarnar frá árinu 1989. Þetta
kemur fram hjá tölfræðistofnun
Danmerkur.
Karlar eru að meðaltali 34,6
ára þegar þeir ganga fyrst í
hjónaband, en konur 32,1 árs.
Það er óbreytt frá fyrra ári og í
fyrsta sinn frá árinu 1966 sem
meðalaldur hækkar ekki milli
ára.
Þá fækkaði hjónaskilnuðum
nokkuð, en í fyrra skildu 14.460
pör að skiptum. Um helmingur
skilnaðarpara fór hvort í sína átt-
ina eftir níu ár eða minna. - þj
Hjónavígslur í Danmörku:
Færri giftingar
en síðustu 20 ár
HJÓNABAND Sífellt færri Danir ganga í
hjónaband.
RISAVERKEFNI Í ÍSLENSKRI BÓKMENNTASÖGU Jón Gunnar Jörgensen, annar ritstjóra
norsku þýðingarinnar, og Jóhann Sigurðsson, útgefandi hjá Sögu forlagi, vinna að
heildarþýðingu Íslendingasagna yfir á Norðurlandamálin. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SÝRLAND, AP Átök brutust út víða í
Sýrlandi í gær milli stuðningshópa
stjórnarinnar og andstæðinga
hennar, sem fjölmenntu þúsund-
um saman út á götur eftir föstu-
dagsbænir.
Herinn jók svo enn á ofbeldið
með því að beita skotvopnum á
mótmælendur í nokkrum borgum.
Í borginni Daraa náði hópur mót-
mælenda byssum af hermönnum
og rak þá út úr borginni.
Óeirðirnar í gær eru þær mestu
sem orðið hafa í landinu svo árum
skiptir. Mótmælendurnir krefjast
þess að Bashar Assad forseti segi
af sér.
Mikil ólga er enn víða í Mið-
Austurlöndum. Í Jórdaníu kom
einnig til átaka milli mótmælenda,
sem krefjast umbóta, og stuðnings-
manna stjórnvalda.
Í Jemen er sívaxandi þrýstingur
á Ali Abdullah Saleh að segja af
sér. Í gær sagðist hann reiðubúinn
til þess, svo fremi sem hann geti
skilið landið eftir í öruggum hönd-
um, eins og hann orðaði það.
Átök brutust einnig út í Barein í
gær og jafnvel í Sádi-Arabíu héldu
nokkur hundruð sjía út á götur að
lýsa yfir stuðningi við trúbræður
sína í Barein. - gb
Fjölmenn mótmæli víða í Mið-Austurlöndum að loknum föstudagsbænum:
Hörð átök brutust út í Sýrlandi
LÖGREGLUMÁL Karlmaður um
fertugt lést þegar hann varð úti
í Reykjavík. Maðurinn fannst
látinn í gærmorgun á Granda,
en þar eru gámahús á vegum
Reykjavíkurborgar.
Friðriki Smári Björgvinsson,
yfirlögregluþjónn á höfuðborgar-
svæðinu, segir bráðabirgðaniður-
stöður krufningar benda til þess
að maðurinn hafi látist af völdum
ofkælingar.
Hann segir að það sé frekar
óalgengt að fólk verði úti í
Reykjavík. - jhh
Varð úti í Reykjavík:
Fannst látinn
úti á Granda
HERMENN Í SÝRLANDI Veifuðu myndum af Bashar Assad forseta. NORDICPHOTOS/AFP
LÍBÍA, AP Kanadíski herforinginn
Charles Bouchard hefur fengið
það hlutverk að stjórna árásum
Atlantshafsbandalagsins á Líbíu.
NATO tekur við yfirstjórn
hernaðaraðgerðanna af Banda-
ríkjunum á allra næstu dögum.
Bandaríkin munu þó líklega
auka enn þátttöku sína í hernað-
inum. - gb
Samkomulag í sjónmáli:
Nató tekur við
stjórn árása
SPURNING DAGSINS
Súrmjólk
á tilboði!
Ávaxta- og karamellu-
súrmjólk á tilboði í mars
0
9
-0
3
5
4
/
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA