Fréttablaðið - 26.03.2011, Qupperneq 16
16 26. mars 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
S
téttarfélög opinberra starfsmanna annars vegar og Alþýðu-
sambandið hins vegar eru komin í hár saman vegna minn-
isblaðs, þar sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins útlista hug-
myndir sínar um sameiginlegt lífeyriskerfi landsmanna.
Í minnisblaðinu er reifuð sú grundvallarhugmynd að líf-
eyriskerfi opinberra starfsmanna verði sjálfbært, þ.e. að iðgjöldin
standi undir lífeyrisgreiðslum eins og í lífeyrissjóðum almenna
vinnumarkaðarins, í stað þess að bakábyrgð launagreiðandans,
skattgreiðenda, þurfi að koma til.
Það þýði m.a. að réttur opinberra
starfsmanna til töku lífeyris
verði miðaður við 67 ár eins og á
almenna markaðnum, hætt verði
að miða eftirlaun þeirra við laun
eftirmanna, ríkisábyrgð á líf-
eyrisréttindum verði afnumin og
ávinnsla réttinda tengd aldri.
ASÍ vill síðan að lífeyrisréttindi í landinu verði „jöfnuð upp á við“,
þ.e. að lífeyrisréttur á almenna markaðnum verði færður að því sem
gerist hjá opinberum starfsmönnum. Atvinnurekendur vilja fyrst sjá
að kerfi opinberra starfsmanna geti staðið undir sér sjálft.
Forsvarsmenn þriggja stærstu samtaka opinberra starfsmanna
skrifuðu harðorða grein í Fréttablaðið í fyrradag og sögðu m.a.
„alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í
kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir
bættum réttindum launafólks“.
Þetta er athyglisverð staðhæfing. ASÍ tekur sér einmitt stöðu með
launafólki í þessu máli, því að allir launamenn eru skattgreiðendur.
Hjá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna hefur nú safnazt upp 500
milljarða króna halli, þ.e. munur á því sem sjóðirnir munu þurfa að
greiða í lífeyri og því sem þeir munu eiga til að standa undir greiðsl-
unum. Bilið verða skattgreiðendur að brúa.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, svaraði í Fréttablaðinu í gær og
minnti á að forysta sambandsins hefði fallizt á þá kröfu opinberra
starfsmanna að ekki yrði hróflað við þegar áunnum réttindum. Hins
vegar myndi reikningurinn vaxa þjóðinni yfir höfuð ef haldið yrði
áfram á sömu braut, öll réttindi sem opinberir starfsmenn gætu
áunnið sér í framtíðinni teldust þegar áunnin réttindi og skulda-
söfnun opinberu lífeyrissjóðanna héldi áfram. Gylfi segir réttilega
að forsvarsmenn opinberra starfsmanna verði að svara því hvernig
eigi að greiða þennan reikning og um leið að verja samfélagslega
þjónustu og þar með störf opinberra starfsmanna.
Foringjar opinberra starfsmanna segja í grein sinni að betri líf-
eyrisréttindi þeirra hafi löngum verið notuð til að réttlæta lægri laun
en á almenna vinnumarkaðnum. Launafólk hljóti að gera kröfu um
sömu lífeyrisréttindi og sömu launakjör. Það er réttmæt krafa, og
raunar er bráðnauðsynlegt að borga opinberum starfsmönnum sam-
keppnishæf laun til að fá hæft fólk til starfa við almannaþjónustu.
Um leið og kjörin yrðu jöfnuð, yrði hins vegar að afnema sérstaka
vinnumarkaðslöggjöf fyrir opinbera starfsmenn, þar sem er meðal
annars miklu meiri uppsagnarvernd og miklu minni sveigjanleiki en
á almenna markaðnum. Sú tvískipting vinnumarkaðarins sem hér
hefur þróazt er til mikillar óþurftar.
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Eftir að tveir þingmenn höfðu sagt sig úr þing-flokki VG í byrjun vik-unnar staðhæfðu tals-
menn ríkisstjórnarinnar að hún
væri sterkari fyrir vikið. Stjórn-
arandstaðan fullyrti á hinn bóginn
að hún væri veikari. Sennilega á
þó hvorug fullyrðingin beint við.
Vandi þessarar ríkisstjórnar
hefur aldrei verið hausafjöldi til
að verjast vantrausti. Þrátt fyrir
atburði þessarar viku bendir ekk-
ert til að ríkisstjórnin rati í slík-
an vanda fyrr en í kosningum.
Klípa stjórnarinnar hefur alltaf
verið málefnaleg. Málefnagjáin
milli flokkanna
er einfaldlega
óbrúanleg. Þess
vegna hefur
stjórnin verið
óstarfhæf.
Dæmi eru að
stjórnir hafi
setið lengi eftir
að þær voru
málefnalega
dauðar. Ríkis-
stjórnin lítur greinilega svo á
að það sé ekki vandamál. Þorri
þjóðar innar upplifir ástandið hins
vegar eins og hverja aðra stjórn-
málakreppu. Því fylgja rétt mætar
áhyggjur um þjóðarbúskapinn.
Einföld rýning í stefnuskrá
VG leiðir í ljós að flokkurinn er á
pappírunum svo langt til vinstri að
málamiðlanir eru hverjum forystu-
manni ofviða. Sumir þeirra eru
hins vegar í hjarta sínu nær því að
vera vinstri kratar en forstokkaðir
sósíalistar og geta því samviskunn-
ar vegna gert málamiðlanir. Þó að
málamiðlanirnar í þeim anda séu
samþykktar á flokksfundum liggur
grundvallarstefnan alltaf á bakvið
og veldur smám saman pólitískri
spennu sem á endanum brýst út
með einhverjum hætti. Það gerð-
ist í vikunni.
Sterkari, veikari eða dauð?
Eðli máls samkvæmt varð VG að gefa meira eftir í málefnum við stjórnarmyndunina.
Þar féllst VG á efnahagsáætl-
un sem Sjálfstæðis flokkurinn
hafði unnið með AGS og hafði að
geyma mestu íhaldsúrræði í sögu
íslenskra stjórnmála. Fyrir fram-
tíðina er afleiðingin sú að í mörg
ár eftir að VG hverfur úr ríkis-
stjórn mun gagnrýni úr þeirri átt
á aðhald í ríkisfjármálum hljóma
eins og klingjandi málmur og
hvellandi bjalla.
Aðferð forystumanna VG til að
draga úr málefnaspennunni gagn-
vart vinstri vængnum hefur verið
sú að að hindra eða tefja fram-
gang margra þeirra mála sem
þeir höfðu samið um. Aðferða-
fræði stjórnsýslunnar býður upp
á fjölmargar leiðir í þeim efnum.
Þannig hefur Samfylkingin
orðið að kyngja raunverulegu
stoppi í þróun orkufreks iðnaðar.
Hún hefur þurft að sætta sig við
skattheimtuleiðir með neikvæð-
um áhrifum á atvinnulífið. Hún
hefur þurft að sætta sig við tafa-
leiki í viðræðum um ESB-aðild-
ina. Hún þarf að sætta sig við að
ríkisstjórnin hefur ekki stefnu í
peningamálum sem er sá ás sem
efnahagsendurreisnin snýst um.
Ástæðurnar fyrir því að ekki
er unnt að koma á sátt um nýja
útfærslu á stjórnkerfi fiskveiða
er hins vegar að finna innan Sam-
fylkingarinnar. Þar er á ferðinni
„óróleg deild“ sem nýtur vernd-
ar forsætisráðherra. Að því leyti
er forsætisráðherrann sjálfur nú
meiri Þrándur í Götu málefnalegs
árangurs í stjórnarsamstarfinu og
á vinnumarkaðnum en þingmenn-
irnir tveir sem fóru úr þingflokki
VG.
Þessi málefnaspenna hefur
veikt stjórnina svo að hún getur
ekki sótt og varið Icesave-málið
sem hún er þó sammála um. For-
ystumenn launafólks og atvinnu-
lífs líta á kreppu ríkisstjórnarinn-
ar sem hindrun í kjarasamningum
fremur en efnahagskreppuna. Það
lýsir vel dýpt vandans.
Ný „óróleg deild“
Eðlilega líta menn fyrst til Framsóknarflokks-ins þegar spurt er hvort unnt sé að leysa stjórn-
málakreppuna. Forysta hans
hefur hins vegar fylgt sömu línu
og VG-þingmennirnir tveir sem
fóru og Hreyfingin að sjávar-
útvegsstefnunni undanskilinni.
Þannig útvíkkuð stjórn myndi því
ekki hafa önnur áhrif en fjölga í
gömlu „órólegu deildinni“ á ný.
Þá er eftir sá möguleiki að
mynda raunverulega nýja ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokksins með
báðum eða öðrum hvorum stjórn-
arflokkanna. Fyrst málefnabilið
milli VG og Samfylkingarinnar
er of breitt eins og í ljós hefur
komið á það öllu fremur við gagn-
vart Sjálfstæðisflokknum.
Tvennt þarf að breytast eigi að
vera mögulegt að mynda stjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylk-
ingar. „Órólega deild“ forsætis-
ráðherra í sjávarútvegsmálum
yrði að opna fyrir sáttaleiðina og
Sjálfstæðisflokkurinn að vera til-
búinn að ljúka aðildarviðræðum
og meta svo endanlega afstöðu til
ESB ef samningar takast. Engin
merki eru í þessa veru.
Kosningar leysa ekki sjálf-
krafa þessa málefnakreppu. En
þær geta breytt valdahlutföllum.
Fylgi sænskra jafnaðarmanna
hrundi í síðustu kosningum fyrst
og fremst vegna kosningabanda-
lags við systurflokk VG þar í
landi. Það bandalag reyndist
eitrað peð.
Kannanir benda til að svipað
gæti gerst hér. Ekki er þó víst að
það dugi til að mynda málefna-
lega starfhæfa stjórn. Þeir sem
fyrst koma með lausn á málefna-
kreppunni munu fyrst endur-
heimta glatað traust.
Fyrstur kemur, fyrstur fær
ÞORSTEINN
PÁLSSON
Af hverju lætur ASÍ svona við ríkisstarfsmenn?
Staðið með
skattgreiðendum
ÁFRAM er hreyfi ng einstaklinga sem telja hagsmunum Íslands best borgið með
því að Icesave-lög Alþingis (lög nr. 13/2011) haldi gildi sínu. Auglýsingar og
annað starf hreyfi ngarinnar eru greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi
sjálfboðaliða. ÁFRAM - Laugavegi 3 - 101 Reykjavík - afram@afram.is
Semjum frið
Heiða Kristín Helga
dóttir
Framkvæmdastjóri
Besta fl okksins
www.afram.is
„
“
Já er leiðin áfram!