Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 18

Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 18
26. mars 2011 LAUGARDAGUR18 H vernig hafa þess- ir dagar verið frá því að þið Lilja til- kynntuð úrsögn- ina? „Þeir hafa auð- vitað verið erfiðir og það er léttir að þetta skuli vera búið. Ég hef fengið mikil viðbrögð og langflest jákvæð fyrir utan þessi frá stjórnum félag- anna í kjördæminu. Bláókunnugt fólk af öllu landinu hefur haft sam- band.“ Það var talað um svik við fólkið og flokkinn, hvað finnst þér um þá umræðu? „Mér finnst hún röng, ég hef ekki farið gegn þessari ríkisstjórn í neinu máli nema að ég sat hjá í fjárlögun- um. Ég hef hins vegar verið mjög gagnrýninn innan flokksins og það sem ég er að gefast upp á voru van- efndir í stóru málunum. Þetta á sér mjög langan aðdrag- anda og eiginlega strax frá því að bráðabirgðaríkisstjórnin var mynd- uð í febrúar 2009. Þar var ég afskipt- ur í öllum viðræðum og ekki hafður með í ráðum um nokkur mál.“ Um hvaða vanefndir ertu að tala? „Stóra málið mitt í kosningunum 2009 var ESB-umsóknin og Icesave. Ég hef þurft að kyngja því og það gat ég ekki lengur. Ég gaf þau loforð að ég myndi berjast heils hugar gegn ESB og ég held að ég hafi fengið gríðarlegt fylgi út á það og talsvert út fyrir raðir hefðbundinna Vinstri grænna. Í stjórnarmyndunarviðræðun- um í maí kom strax fram að sækja ætti um aðild og þá þegar bókaði ég skrifleg mótmæli í þingflokknum og undir hana tóku fjórir aðrir þing- menn. Í stjórnarsamstarfsyfirlýs- inguna kom þessi klásúla um að ég og við mættum haga okkar málflutn- ingi í málinu eins og okkur sýndist, bæði innan þings og utan. Strax eftir stjórnarmyndunina kom fjármála- ráðherra fram með Icesave-samning eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Ég hafði rætt það mál við Steingrím um vorið og hann sagði að við skyld- um fresta því. Icesave er skilgetið afkvæmi ESB-umsóknar. ESB hefði aldrei tekið á móti umsókn ef við hefðum ekki gefið út yfirlýsingar um að ábyrgjast Icesave.“ Samið á ný ef dómsmál tapast Hvað hefur farið öðruvísi í ESB-ferl- inu en þú óskaðir? „Umsóknin hefur snúist upp í aðlögunarviðræður og í rýnivinn- unni hefur krafan í þingsályktuninni um að tryggja grundvallarhagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum og fleiru verið útvötnuð. Það voru mér djúp vonbrigði að sjá þetta gerast því Steingrímur hafði sagt í maí og júní 2009 að Ísland myndi eins fljótt og auðið yrði flagga sínum grundvallar- hagsmunum, okkar stóru málum og kröfum. Það er ekki gert með hætti sem þykir nægjanlegur. Síðan er aðlögun í fullum gangi og til marks um það er að aldrei hafa verið lagðar fyrir þingið fleiri tilskipanir ESB en í vetur á öllum sviðum. Þær streyma inn.“ Hvernig líst þér á stöðuna varð- andi Icesave? „Það var gríðarlegur ágreining- ur um það mál í flokknum og Stein- grímur hélt því fram sumarið 2009 að ef við samþykktum ekki þá færi allt í kalda kol í efnahagsmálum og öðru. Það hefur ekki gerst, það hefur ekkert versnað. Það getur verið að lánafyrirgreiðsla hafi tafist eitthvað en annað ekki. Auðvitað átti strax að tengja alla flokka inn í málið til að ná árangri og þessi samningur sem nú er á borðinu er til muna betri en sá fyrri og ég samþykkti hann á þinginu. Ég er þó þeirrar skoðunar að þó hann verði felldur í kosningunum þá verði það ekki slík katastrófa fyrir Íslend- inga sem sumir segja, það gerist þá ekki annað en að hann fer fyrir EFTA-dómstólinn og þar fáum við úrlausn. Ef hún verður gegn okkur þá hef ég enga trú á öðru en að við setjumst að sama samningaborði á Vanefndir VG í stóru málunum Atli Gíslason sagði sig á mánudag úr þingflokki VG. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson rekur Atli aðdraganda þess aftur til 2009 þegar VG fór í ríkisstjórn. Ekki hafi verið tekið tillit til hans sjónarmiða og tilraunir til málamiðlana reynst árangurslausar. Í STOFUNNI HEIMA Atli flutti nýlega í Gerðin í Reykjavík og býr nú steinsnar frá æskustöðvunum. Út um gluggann blasir Esjan við en Atli sækir kraft í Reykjavíkurfjallið og þrífst síður þar sem hann sér það ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Atli stýrði þingmannanefnd- inni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Auk ítarlegrar þingsályktun- ar um skýrsluna er lands- dómsmálið þaðan komið. „Landsdómshliðin fór út í pólitísk hrossakaup, það voru undirmál í gangi, eitt- hvað sem ég hef aldrei náð utan um. Ég vann málið mjög faglega, eingöngu lögfræðilega, og spurði mig oft hvort ég væri í pólitískri vegferð en gat alltaf svarað því neitandi. Við fengum fimm virta fræðimenn til að leggja mat á þetta og það var ráðgjöf þeirra allra nema eins sem hafði vomur að það sem fram væri komið og við áttum að starfa eftir væri nægilegt og líklegt til sakfellis. Þessi niðurstaða var faglega lögfræðilega rökstudd. Það var mikill styr um þetta og samfylkingarfulltrúarnir og sjálfstæðismennirnir í nefndinni áttu mjög erfitt með að ákveða sig. Að endingu varð úr að meiri- hluti nefndarmanna ákvað málshöfðun gegn fjórum ráðherrum. Ég hélt að þetta yrði allt fellt en svo fór að Geir einn var ákærður og miðað við viðbrögð sjálfstæðismanna í salnum fékk ég sterkt á tilfinninguna að þeir hefðu verið sviknir. Ég var raunar þeirrar skoðunar að það ættu annaðhvort að vera allir eða enginn. Að taka Geir einan var óeðlilegt, það var þvert á það sem okkar sérfræðingar komust að. Er þá ekki óeðlilegt að fara ekki fram gegn Geir? „Það eru lagalegar for- sendur fyrir hvoru tveggja. Þetta var ekki heild heldur áttu fjórir einstaklingar í hlut en ég hef hugsað um það eftir á hvort maður hefði getað náð annarri niðurstöðu. Að sam- þykkja vítur á þinginu með þingsályktun var ein leiðin. Ég hugsaði hana. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar voru þessir fjórir ráðherrar taldir hafa sýnt af sér vanrækslu. Í okkar nefnd vorum við í meginatriðum sammála flestu í skýrslunni en sjálfstæðismenn vildu ekki leggja dóm á þessar vanrækslusyndir og það varð til þess að sú leið lokaðist eiginlega.“ VÍTUR Á FYRRVERANDI RÁÐHERRA KOMU TIL ÁLITA grundvelli þessa samnings sem ligg- ur fyrir. Sem lögfræðingur er ég þeirrar skoðunar að það séu heldur meiri líkur á að við töpum slíku máli en vinnum. Það byggi ég fyrst og fremst á jafnræðisreglunni sem er mjög sterk í evrópskum rétti. Í þessu tilviki að jafnræði beri að ríkja meðal viðskiptamanna Lands- bankans í London og í Austurstræti. Ég var lengi að komast að þeirri niðurstöðu að styðja þetta en gerði það á heildstæðu mati. Þetta er með verri ákvörðunum sem ég hef kom- ist í, einn daginn var ég á móti og þann næsta með og svona sveifluð- ust mjög margir. En reyndin er sú að miðað við þær tölur sem eru nefnd- ar er þetta ekki stóra vandamálið okkar í fjárhæðum talið.“ Farið gegn stefnunni Farðu betur yfir þessar vanefndir sem þú talaðir um. „Ef ég held áfram með ESB þá var samþykkt á flokksráðsfundi að sækja ekki um IPA-styrki sem eru klárir aðlögunarstyrkir. Það er hins vegar gert þvert á það. Með þeim er verið að kaupa velvild inni í fræða- samfélaginu og víðar, það er mas- sívur áróður í gangi. Annað stórt mál sem olli mér miklum vonbrigðum er Magma- málið. Í því flutti ég tillögu í sam- ræmi við stefnuskrá Vinstri grænna og í samræmi við samstarfsyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um að ríkið gengi inn í samninga um kaup Magma á HS orku. Málið fór svo í aðrar hæðir þegar við Guðfríð- ur Lilja sögðum í júlí 2010 hingað og ekki lengra. Úr varð að fram fóru miklar viðræður milli mín og Guðfríðar Lilju við Steingrím og Jóhönnu Sigurðardóttur. Það var leyst með þeim hætti að það hefur ekkert komið út úr því. Satt að segja vorum við í dauða- færum trekk í trekk að leysa þennan hlut til okkar en þau voru öll misnot- uð. Á sama tíma var lagður ellefu og hálfur milljarður í Sjóvá almennar og samið við Saga Capital, VBS og fleiri. Síðan sátum við hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Við felldum það ekki, við sátum hjá. Ég hafði verið í fríi í þinginu í tvo mánuði sem var í samræmi við stefnu VG að hleypa varaþingmönnum að og þegar ég kom til baka lagði ég fram mjög ítarlegar tillögur um breytta forgangsröðun og um tekjuöfl- un upp á tæpa þrjá milljarða. Það var á grundvelli frumvarps sem hefur legið í ríkisstjórninni frá því í nóvember í fyrra um aukningu á kvóta og leigu á veiðiheimildum. Þessum tillögum var öllum hafnað. Tvisvar fór ég á fund Steingríms til að ítreka þetta, ég vildi allt til vinna til að skapa frið og reyndi ítrekað að ná málamiðlun. Ég gekk mjög langt, fór niður fyrir það sem ég taldi lág- markskröfur, en allt kom fyrir ekki. Hins vegar gerðist það að milli annarrar og þriðju umræðu komu fram tillögur frá fjármálaráðherra og stjórnarþingmönnum á lands- byggðinni um auknar fjárveitingar hingað og þangað sem ég tel vera illa forgangsraðað. Meðal annars 350 milljónir til lífeyrisþega. Þegar maður er í blóðugum niðurskurði þá verður maður að forgangsraða býsna blóðugt og ég mat það svo að það væri dýrmætara að leggja fram fé sem gæti komið í veg fyrir atvinnuleysi. Það er mesta bölið sem við búum við. Ég vil líka nefna AGS. Haustið 2008 lagðist flokkurinn mjög gegn samkomulaginu við AGS. Við töldum alltof, alltof bratt farið. Síðan fórum í ríkisstjórn og tókum við samkomu- laginu en gerðum ekki tilraun til að breyta því heldur framlengdum það. Þetta er enn eitt grundvallarmálið sem flokkurinn barðist gegn.“ Þreifst ekki lengur „Þetta safnaðist allt saman með þeirri slæmu stjórnmálamenningu sem hér líðst, foringjaræði og öðru slíku og ég var hættur að þrífast, bæði persónulega og pólitískt. Ég sagði mig úr þingflokknum vegna formsins, stjórnmálamenningar- innar og þessara fráhvarfa frá grundvallarmálum VG. Ég treysti mér ekki til að vera lögafgreiðslu- maður, ég vil hafa eitthvað til mál- anna að leggja. Ég vil að við tölum saman, ég vil ekki foringjaræði, ég vil koma stjórnmálamenningunni úr því að vera vanþroskuð.“ Mér heyrist þú líka hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með Stein- grím J. Sigfússon. „Ég hef bæði orðið fyrir miklum vonbrigðum með flokkinn og hann sem formann.“ Þú segir þig málamiðlanamann, hefðir þú ekki átt að gefa meira eftir af þínum kröfum og lúta meirihluta- vilja? „Hvað gat ég gefið meira eftir þegar ég fékk ekkert? Dæmið um fjárlögin er kýrskýrt. Ég fundaði með Steingrími og var kominn niður í ekki neitt í málamiðlunum en fékk ekkert. Í Magmamálinu fékk ég ekkert, í ESB ekkert. Þar er ég bara að biðja um að það sé flaggað í sam- ræmi við þingsályktunartillöguna. Ég er málamiðlanamaður en ég get ekki endalaust miðlað málum í núll. Og af því að ég tala um stjórn- málamenninguna þá voru við- brögðin eftir hjásetuna mjög hat- römm innan míns flokks. Starfandi þingflokksformaður lýsti yfir að við værum ódrenglynd og vara- formaður fjárlaganefndar að við værum að lítilsvirða fjárlaganefnd. Þetta eru stór orð fyrir það að hafa skoðanir. Síðan sagði forsætisráð- herra að við yrðum að gera upp við okkur hvort við styddum ríkis- stjórnina eða ekki. En vel að merkja; ég hef verið í stjórnarandstöðu í ESB-málinu frá upphafi, ég hef leyfi til þess í sam- starfsyfirlýsingunni. Þegar þetta er mitt stóra mál og ég búinn að bóka mig frá því heiðarlega hvað er ég þá að svíkja? Ég tel mig hafa komið fullkomlega heiðarlega fram og staðið við mínar hugsjónir og mína réttlætiskennd.“ Framhaldið ræðst í haust Þú sagðist á mánudag hafa velt fyrir þér að hætta í pólitík. Ertu enn að velta því fyrir þér? „Það er enn inni í myndinni að ég hætti en ekki á þeirri kröfu sem nú er uppi. Það vita þeir sem standa mér næst og trúnaðarmenn í kjör- dæminu að árið 2007 gaf ég mér fjögur ár, ég ætlaði að prófa þetta og gera svo upp hug minn. Mig óraði ekki fyrir að hér yrði hrun og kosn- ingar 2009 og allt færi í upplausn í þessu þjóðfélagi. Fyrir kosningarn- ar 2009 var ég mjög hugsi um hvort ég ætti að gefa kost á mér aftur því ég þrífst illa í þessari vanþroskuðu stjórnmálamenningu. Kannski er það vegna þess að ég vann í tæp 30 ár í lögmennsku og lögmenn reyna málamiðlanir og sætta mörg mál. Leikreglurnar í lögmennskunni eru mjög skýrar og góðar. Ég vildi óska þess að það væri þannig á þingi.“ Getur farið svo að þú hverfir af þingi innan fárra vikna? „Nei, ekki innan fárra vikna, ég endurskoða hug minn í haust. Ég ætla að sjá hverju fram vindur í pólitíkinni, það er mikil gerjun í þjóðfélaginu, við sáum það best á Besta flokknum í Reykjavík, fólk er leitandi. ESB-málið er þess eðlis að það er heit kartafla í öllum flokk- um nema Samfylkingunni, það er ágreiningur alls staðar annars stað- ar. Það eru Evrópusinnar í öllum flokkum og mjög sterkir í mínum flokki. Ég hugsa minn gang og sé til hvað gerist næstu mánuði. Það má vera að ég taki þátt í störfum nýrr- ar hreyfingar gegn ESB þó ég ætli ekki að hafa frumkvæði að stofnun slíkrar hreyfingar.“ Vonbrigðin mikil með margt Þú hefur fylgst lengi með pólitíkinni, verið pólitískur alla tíð. Eru stjórn- málin öðru vísi en þú taldir? „Nei, stjórnmálamenningin hefur verið svona um áratugaskeið en ég hélt ég að ég væri að fara í leiðang- ur miðað við stefnuskrá VG til að breyta þessu. Árið 2003 var leitað til mín um að koma í framboð í Reykjavík og ég ákvað að slá til. Ég náði ekki kjöri en var varaþingmaður og ákvað svo að dengja mér aftur í slaginn 2007. Ég hafði verið svolítið í pólitík í lög- mennskunni, hafði verið í umhverf- ismálunum og kynferðisbrotamál- um og taldi að með því að fara á þing gæti ég náð meiri árangri en með því að vera í málaferlum. Þetta voru málin mín og svo kom ESB. Þú taldir þig geta hafa haft áhrif á þessa mikilvægu málaflokka, var það rétt eða rangt mat? „Já og nei, ég hef ekki haft það erindi sem ég vonaðist til að hafa en þetta hefur samt ekki verið árangurs laust. En vonbrigðin eru mikil með margt.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.