Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 60
8 fjölskyldan
Fjölskylduvæn vefsíða Það er
gefandi og gaman að fræðast um
undur alheimsins. Af betri
íslenskum vefsíðum er fjalla um
fræðslutengt efni fyrir alla
fjölskylduna er vefur námsgagna-
stofnunar, nams.is. Á vefnum eru
sérstakar síður ætlaðar nemend-
um á yngsta og miðstigi grunn-
skólans og svo nemendum í elstu
bekkjum grunnskólans. Má þar
nefna sérstök svæði með leikjum
og fróðleik um lönd heimsins,
neðansjávarheima og tungumál.
Vorundirbúningur Vor er í lofti
og hjól, hjólaskautar, hjólabretti
og fleira skemmtilegt sem kannski
hefur ekki litið dagsljósið í marga
mánuði verður brátt dregið út úr
geymslum. Því er ekki úr vegi að
skerpa á öryggisatriðum og fara í
göngutúr með barninu um hverfið
og hjóla með því stuttar vega-
lengdir. Sunnudagsbíltúrinn gæti
því frekar verið sunnudags-
hjólreiðatúr, jafnvel á morgun ef
veður leyfir.
Gömlu tímarnir Það er erfitt að
ímynda sér, sem fullorðin
manneskja, að börnin manns hafi
hvorki heyrt lög eins og Gleði-
bankann eða Abba-slagara. Það er
fátt skemmtilegra en halda á vit
fortíðarinnar og halda smá
kynningartónleika á tónlist „fyrri
tíma“ fyrir yngstu kynslóðina og
jafnvel unglingana á heimilinu
Kannski uppskerðu aðhlátur, en
flestum þykir forvitnilegt að vita
við hvaða lög mamma og pabbi
döns-
uðu á
Tungl-
inu
fyrir
tutt-
ugu
árum.
GAGN&GAMAN
EX
PO
·
w
w
w
.e
xp
o
.is
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT.
ÞÚ KEMST ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Bókaðu núna á www.flugrutan.is
Alltaf laus sæti.
Skannaðu
strikamerkið
með snjallsímanum
þínum
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
101 Reykjavík 580 5400
main@re.is www.re.is O