Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 68

Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 68
26. mars 2011 LAUGARDAGUR36 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Nýtt gallerí á Ísafirði hefur formlega starfsemi sína á morgun klukkan 14.01. Galleríið heitir Fjör 10 þrep og er til húsa í Listakaup- stað, Norðurtangahúsinu, á þriðju hæð. Opnunarsýning gallerís Fjör 10 þrep nefn- ist Ein stök hús. Þar sýna listamennirnir Marsibil G. Kristjánsdóttir og Jóhannes Frank Jóhannesson verk sín byggð á eyðibýlum á Vest- fjörðum. Jóhannes sýnir ljósmyndir en Marsibil teikningar en hvert eyðibýli er tekið frá nákvæmlega sama sjónarhorni. Eyðibýli eru fjölmörg á Vestfjörðum eins og um land allt en á sýn- ingunni Ein stök hús má sjá eyðibýli úr Ísafjarðardjúpi, Dýrafirði og Arnarfirði. Við opnunina verður boðið upp á veitingar að hætti efnisins; rúgbrauð með kæfu og svart kaffi. Eftir það verður sýn- ingin opin á fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 15 til 17 og á laugardögum frá klukkan 13 til 15. - fsb Nýtt gallerí opnað á Ísafirði Kammerkór Hafnar- fjarðar og Tríó Agnars Más halda tónleika í Hásöl- um, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, á sunnudaginn klukk- an 17. Yfirskrift tón- leikanna er Arfur þjóðar. Þar verða flutt þjóðlög og fim- mundarsöngvar í ýmsum útsetningum með skemmtilegum árangri, enda ekki oft sem klassískur kór og djasstríó taka hönd- um saman á tónleikum. Kammerkór Hafnar- fjarðar, undir stjórn Helga Bragasonar, mun hefja leikinn á nokkrum þjóðlegum lögum í hefðbundum útsetn- ingum. Þá mun tríó- ið flytja nokkur lög en þess má geta að Agnar Már Magn- ússon gaf út disk- inn Láð árið 2007 þar sem hann lagði áherslu á þjóðleg stef. Í lokin munu kórinn og hljómsveitin syngja og leika saman nokkur þjóðlög í útsetningu Agnars Más. Má þar nefna lög á borð við Grafskrift, Blástjarnan, Nú vil ég enn í nafni þín og Ein- setumaður einu sinni. Þjóðlög á djöss- uðum nótum Hljómsveitirnar Brother Grass og Illgresi leiða saman hesta sína í brjáluð- um bluegrass-bræðingi á Café Haíti í kvöld og byrja tónleikarnir kl 21. Báðar hljómsveitirnar segjast koma tiltölulega vel undan vetri og að spilagleðin sé gífurleg. Munu þær flytja efni bæði saman og hvor í sínu lagi þannig að lofað er Suð- urríkjaeyrnakonfekti fram eftir kvöldi. Væntanlegum tónleika- gestum er bent á að mæta tímanlega til að ná sætum því seinast var fullt út úr dyrum. Það kostar 1.500 krónur inn, enginn posi á staðnum. Bluegrass á Haíti Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför okkar ástkæra Sigurbjörns Þorgrímssonar (Bjössa Biogen) Sérstakar þakkir til vina Bjössa sem stóðu að minningartónleikum honum til heiðurs. Jenný Sigurbjörnsdóttir Þorgrímur Baldursson Atli Már Þorgrímsson Kristín Björk Einarsdóttir Hekla Atladóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vinarhug vegna fráfalls okkar ástkæra Jóns Ásgeirssonar og heiðruðu minningu hans. Steinunn Helga Jónsdóttir Hallgrímur Gunnarsson Rebekka Dagbjört Jónsdóttir Björgvin Halldórsson Ásgeir Jónsson Hrafnhildur H. Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín Jóhanna Berta Friðbjarnardóttir frá Hellissandi, Sléttuvegi 11, Reykjavík, lést á Hrafnistu Reykjavík miðvikudaginn 16. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. mars kl. 13. Aðalsteinn Guðmundsson Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Sr. Ingimars Ingimarssonar fyrrverandi prófasts. Ingimar Ingimarsson Hólmfríður Svavarsdóttir Þorkell Ingimarsson Gunnþóra Önundardóttir Björn Ingimarsson Sigrún Óskarsdóttir Sigurgísli Ingimarsson Kristín Guðjónsdóttir Hrafnhildur Sigurgísladóttir Bjarni Óskarsson börn og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma Karla Hildur Karlsdóttir Hrísalundi 4g, Akureyri, lést laugardaginn 19. mars. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Brynjar Gunnhallsson Þórhildur E. Halldórsdóttir Arngrímur Þór Gunnhallsson Ása Sigurlaug Harðardóttir Gunnhallur Gunnhallsson Hildur Mary Thorarensen Magnús Jón Bragason Karl Jónas Thorarensen Mary Jean Guino Malana og ömmubörn Af hug og hjarta í kærleika þakkar fjölskylda öll innilega fyrir hlýhug, samúð og nærgætni sem okkur var sýnd í veikindum og við andlát vinar okkar, ástkærrar eiginkonu, móður, dóttur, systur, mágkonu og frænku, Nínu Karenar Jónsdóttur Háagerði 67, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Ljóssins, starfsfólks Trygginga- stofnunar og Landspítala, ber sérstaklega að nefna fremsta meðal jafningja Elísabetu Örnu Helgadóttur lækni og Björk Unnarsdóttur hjúkrunarfræðing. Karl Gunnarsson Anna Lilja og Unnur Karen Karlsdætur Nína Soffía Hannesdóttir og Jón Gunnarsson Gunnar Jónsson Stefanía Ösp Guðmundsdóttir Sigríður B. Árnadóttir „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Baldvins Einars Skúlasonar. Sérstakar þakkir sendum við til heimahjúkrunar Karitasar og deildar 11-E Landspítala. Unnur Tessnow Helgi Magnús Baldvinsson Bára Mjöll Ágústsdóttir Hafdís Erla Baldvinsdóttir Einar Ragnarsson Hulda Björg Baldvinsdóttir Jóhannes Kristjánsson afa- og langafabörn. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Kjartansdóttir Hvassaleiti 18, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 23. mars á LSH Fossvogi. Hreinn V. Ágústsson Dóra Jónsdóttir Björn Á. Ágústsson Þuríður Magnúsdóttir Einar Ágústsson Unnur H. Pétursdóttir Kjartan Ágústsson Þóra S. Ingimundardóttir barnabörn og barnabarnabörn HÁSALIR Kammerkór Hafnarfjarðar og Tríó Agnars Más flytja þekkt þjóðlög í ýmsum búningi. EINSTÖK HÚS Marsibil Kristjáns- dóttir er annar listamannanna sem eiga verk á sýningunni Ein stök hús. AGNAR MÁR MAGNÚSSON BRÆÐINGUR Blágresið blómgast á Café Haíti í kvöld klukkan 21. Íslandsmótið í bogfimi fer fram í dag og á morgun í Íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. 31 kepp- andi hefur skráð sig til leiks og hefst mótið klukkan 11 báða dagana. Fyrri keppnisdaginn skýt- ur hver keppandi 60 örvum. Á morgun verður svo útsláttar keppni. Keppendur eru paraðir saman og hver skýtur 12 örvum í hverri lotu uns úrslit eru fengin. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með þess- ari spennandi og óvenju- legu keppni en aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar er að finna á www.bogfimi.net. Keppt í bogfimi Íslandsmótið í bogfimi fer fram un helgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.