Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 72
26. mars 2011 LAUGARDAGUR40
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. jarðsprungur, 6. strit, 8. nögl, 9.
skammstöfun, 11. 999, 12. andúð, 14.
ummælin, 16. fæddi, 17. kvk nafn, 18.
slagbrandur, 20. ónefndur, 21. ær.
LÓÐRÉTT
1. borg í Portúgal, 3. í röð, 4. talinn,
5. borg, 7. drykkjarílát, 10. kirna, 13.
svelg, 15. einn milljarðasti, 16. þrá,
19. utan.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gjár, 6. at, 8. kló, 9. rek,
11. im, 12. óbeit, 14. orðin, 16. ól, 17.
una, 18. slá, 20. nn, 21. kind.
LÓÐRÉTT: 1. faró, 3. jk, 4. álitinn, 5.
róm, 7. tebolli, 10. ker, 13. iðu, 15.
nanó, 16. ósk, 19. án.
Eina
skeið
fyrir
frænda?
Nei!
Ekki með
hönd-
unum!
Hvernig er
þetta hægt?
Við skulum
bara vona að
þú hafir erft
eitthvað frá
móður þinni.
Greini-
lega
ekki...
Mamma, hvernig
myndir þú lýsa mér
sem krakka?
Hávær, illa
lyktandi,
kröfuharður
og sóða-
legur.
Ööööööö,
mjög gott.
Og hvernig myndir
þú lýsa mér í dag?
Fyrir utan
„hávaxnari“?
Mér verður hampað
sem einum hugrakkasta
manni sögunnar
Ég heiti því að allir mínir
þegnar geti átt öruggt og
náðugt líf undir minni stjórn.
Hey! Hvar er skjöldurinn
minn? Er bardagi í dag?
Hvað er þetta oddhvassa
sem beinist að mér?
Ríkharður ljónshjarta Vilhjálmur sigursæli
Hvað er
að?
Mér finnst bara
skrýtið að nota
afsláttarmiða
á svona fínum
veitingastað.
Af hverju? Að spara er ekert
til að skammast sín fyrir.
Eyðsla er áhættu-
söm, sparsemi
er svöl.
Þjónn, komdu
með ódýrasta
vínið þitt.
Og
stærri
dúk á
borðið.
Lárus hin gleymski
islandsstofa.is
Borgartún 35 | 105 Reykjavík
Þriðjudaginn 29. mars, kl. 8.30–10.00 verður
haldinn fundur þar sem kynnt verða tækifæri
á þátttöku í útboðum á vegum Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO). Fundurinn verður haldinn
í Borgartúni 35, 6. hæð.
Farið verður yfir reglur og útboðsferli og gefin hagnýt
ráð um hvernig nálgast megi upplýsingar um einstök
útboð og komast í samband við ábyrgðaraðila.
Þá verður farið sérstaklega í útboð á vegum
yfirherstjórnar NATO og veittar leiðbeiningar um
tilboðsgerð og mat á tilboðum.
Dagskrá:
8.15 – Morgunkaffi
8.30 – Júlíus Hafstein sendiherra, setur fundinn
8.35 – Dr. Javier Carrasco Pena, yfirmaður
útboðsmála í höfuðstöðvum NATO
9.05 – Mr. Danny Hovaere, yfirmaður innkaupa hjá
yfirherstjórn NATO
9.35 – Erna Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu
9.50 – Fyrirspurnir
Eftir fundinn verða fulltrúar NATO til viðtals um
einstök verkefni eða möguleika á samstarfi.
Þeir sem vilja skrá sig á fundinn eða panta viðtalstíma
eru vinsamlegast beðnir að gera það sem fyrst í síma
511 4000.
Nánari upplýsingar veita Erna Björnsdóttir,
erna@islandsstofa.is og Hermann Ottósson,
hermann@islandsstofa.is.
NATO útboð
Framkvæmdir,
vörur
og þjónusta
Fólk hefur ýmsar leiðir til að takast á við erfiðleikana sem fylgja því að
vera til. Sumir lesa sjálfshjálparbækur
á meðan aðrir leggjast á bekk sérfræð-
inga. Ég gef lítið fyrir það, en sæki stund-
um huggun í tónlist. Það getur reynst
skammgóður vermir því tónlistarmenn-
irnir sem ég hlusta á kunna ekki á að tak-
ast á við vandamál hversdagsins án þess
að bresta í söng. Hvað er málið, Matt
Berninger?
FLESTIR þurfa einhvern tíma að
flýja raunveruleikann. Sumir nota
eiturlyf, en ég sest upp í bílinn minn
og keyri í næstu matvöruverslun.
Ekki til að birgja mig upp af hnaus-
þykkum rjómaís, sem hefur á
undraverðan hátt orðið að
vinsælu verkjastillandi
lyfi með góðri hjálp frá
Hollywood. Nei, sálu-
hjálpin felst í að versla
í matinn – ekki borða
hann.
MÉR líður aldrei betur
en þegar ég líð hægt um
ganga matvöruverslunar-
innar með skröltandi inn-
kaupakerru fyrir framan
mig. Það er eins og þá
standi mér allir möguleikar opnir. Tóm
karfa og einfalt verkefni; að fylla hana
alls kyns hlutum í lofttæmdum umbúð-
um sem eru að fara að sjá til þess að ég
haldi lífi næstu daga. Ef ég væri Bubbi og
væri að skrifa þennan pistil segði ég að
Guð væri í matarkörfunni. En ég er ekki
Bubbi. Ég kann ekki einu sinni að spila á
gítar.
AÐ versla í matinn er að mörgu leyti
eins og ólgandi heitt kynlíf, fyrir utan
þá staðreynd að samkvæmt 209. grein
hegningar laga er bannað að særa blygð-
unarkennd manna með lostugu athæfi og
því erfitt að ætla sér að versla nakinn.
Ég geri það allavega ekki aftur. En fyrir
góða verslunarferð, rétt eins og fyrir
12 lotu bardaga í svefnherberginu, þarf
maður að vera búinn að undirbúa sig laus-
lega, en alls ekki of vel. Ekki vill maður
að innkaupaferðin verði of hefðbundin.
TIL að auka ánægjuna er sniðugt að
koma á óvart og raða alls kyns hlutum
í körfuna sem maður hefur oft séð, en
aldrei smakkað (þú mátt líta á þetta ráð
sem gjöf frá mér til þín). Ég vorkenni
þeim sem líta á matvöruverslanir aðeins
sem staði til að kaupa inn. Þær eru svo
miklu meira. Sæluhallir; fullar af losta og
exótík.
Exótískar matvöruverslanir