Fréttablaðið - 26.03.2011, Qupperneq 86
26. mars 2011 LAUGARDAGUR54
PERSÓNAN
Ása Ninna
Pétursdóttir
Starf:
Verslunar-
eigandi
Aldur: 30 ára
Búseta:
Reykjavík
Fjölskylda:
Foreldar eru
Péur Þor-
móðsson og
Sigurbjörg Grétarsdóttir. Maki er
Guðmundur Hallgrímsson og saman
eigum við Patrek Thor og Kormák
Krumma.
Stjörnumerki: Ljón
Ása Ninna tók við rekstri GK Reykjavíkur
síðasta haust.
„Við erum byrjuð að leggja drög að klæða-
burði sönghópsins i Düsseldorf og það verður
ekkert svart að þessu sinni. Bara litir og
gleði,“ segir prjóna- og fatahönnuðurinn Guð-
rún Ragna Sigurjónsdóttir en hún hefur yfir-
umsjón með klæðaburði Eurovision-faranna í
Vinum Sjonna. Undirbúningur fyrir för hóps-
ins til Þýskalands er á fullu þessa dagana.
Guðrún Ragna hefur einbeitt sér að
prjónahönnun síðan hún útskrifaðist úr
Listaháskólanum árið 2003 en þetta er í
fyrsta sinn sem hún tekur að sér verkefni
á borð við þetta. „Þórunn Erna Clausen,
eiginkona Sigurjóns heitins Brink, er
æskuvinkona mín og ég er mjög þakklát
fyrir að hafa verið beðin um að taka þátt í
þessu ævintýri með þeim.“
Guðrún Ragna segir að ekki verði mikil
breyting á útliti strákanna eins og þeir
voru í forkeppninni en áhersla verði lögð
á skapa ákveðna tengingu við myndbandið
„Það verður svipuð stemning og í mynd-
bandinu. Lopapeysur og fínni klæðnaður.“
Guðrún segir mjög skemmtilegt að vinna
með strákunum sex og að það sé mjög
góður andi í hópnum. „Markmiðið með
þessu verkefni er að öllum líði vel enda
allir í ákveðnu sorgarferli og hópurinn
mjög náinn,“
Guðrún Ragna viðurkennir jafnframt að
hún sé laumu Eurovision-aðdáandi „Það
verður gaman að fá að upplifa stemminguna
þarna úti og kannski kemur maður heim
alveg smitaður af Eurovision-veikinni.“ - áp
Vorgleði í klæðaburði Eurovision-faranna
STÍLISTI EUROVISION-FARANNA Prjónahönnuðurinn Guð-
rún Ragna Sigurjónsdóttir ætlar að klæða sönghópinn,
Vini Sjonna, í frísklega liti í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Það tók mig tvo mánuði að búa
mig undir að gera þetta tattú, samt
var ég nötrandi og titrandi í stóln-
um rétt áður en ég byrjaði og hugs-
aði að ég gæti bara krotað eitthvað
annað yfir ef þetta yrði ljótt,“ segir
Atli Freyr Arnarson en hann gerð-
ist svo kræfur að láta húðflúra stóra
mynd af poppdívunni Lady Gaga á
upphandlegg sinn til að lýsa aðdáun
sinni á amerísku söngkonunni. Húð-
flúrið hefur vakið mikla athygli og
meira að segja náð augum sjálfrar
Lady Gaga, sem lagði blessun sína
yfir það. „Vinur minn hitti hana
baksviðs á tískusýningu í Mílanó
og sýndi henni mynd af tattúinu. Ég
fékk svo að vita að henni þótti það
æðislegt. Það var alveg geðveikt,“
segir Atli en húðflúrið er ekki full-
gert og ætlar hann að setjast aftur
í stólinn í maí til að klára listaverk-
ið og bæta við bæði litum og bak-
grunni. Hugmyndina fékk hann
þegar hann sat heima og velti fyrir
sér hvaða mynd hann ætti að fá sér
næst enda vill hann að húðflúrin
hafi persónulega merkingu fyrir
sig. Ekki er nema ár síðan Atli kol-
féll fyrir Lady Gaga en hann leggur
það ekki í vana sinn að vera einlæg-
ur aðdáandi tónlistarmanna.
„Fyrst þegar hún kom fram á
sjónar sviðið fannst mér hún ekkert
merkileg og bara svona blaðra sem
mundi fljótt springa. Eftir að Fame-
monster, önnur plata söngkonunnar,
kom út fékk ég hana gjörsamlega
á heilann,“ segir Atli en hann vill
meina að Lady Gaga sé stór partur
af lífi hans í dag „Það er mjög fynd-
ið að segja það en hún er orðin eins
konar áhrifavaldur í mínu lífi og ég
er alveg dolfallinn yfir henni. Text-
arnir og lögin eru góð og svo er hún
ein af flottustu tískufyrirmyndum
í heiminum dag,“ segir Atli, sem í
dag vinnur á vegum Eskimó skrif-
stofunnar og æfir dans. Hann er
orðinn vel sjóaður í að fá sér húð-
flúr en hann er með sextán víðs
vegar um líkamann og alls ekki
hættur. „Tattúin eru minningar um
ólík tímabil í mínu lífi. En þetta er
alltaf jafn ógeðslega vont. Kannski
er ég að verða háður blendnu til-
finningunum sem fylgja því að setj-
ast í stólinn, eins konar kvíðablend-
in tilhlökkun.“ alfrun@frettabladid.is
ATLI FREYR ARNARSON: LADY GAGA VAR HRIFIN
HÚÐFLÚRAÐI ÁHRIFAVALD-
INN Á UPPHANDLEGGINN
Miðasala á sumarferðum Herjólfs
hófst í byrjun vikunnnar og hefur
sölulínan verið rauðglóandi síðan.
Íslendingar sem ætla sér að fara á
Þjóðhátíð næsta sumar eru greini-
lega með vaðið fyrir neðan sig en
uppselt er að verða í allar ferðir
skipsins í kringum þessa mestu
ferðahelgi ársins, fjóra mánuði
fram í tímann. Þegar er búið að
selja upp í allar ferðir skipsins til
Eyja dagana 28. og 29. júlí, sem og
frá Eyjum mánudaginn 1. ágúst.
„Þetta er í fyrsta sinn sem við
hjá Landeyjahöfn erum að sjá um
þetta og eru miðarnir að renna út
á methraða. Það er mikið að ger-
ast í Eyjum í sumar en Þjóð hátíðin
er langvinsælust og greinilegt að
fólk ætlar að tryggja sér miða
tímanlega,“ segir Elísabet Rut
Sigmarsdóttir, sölufulltrúi hjá
Landeyjahöfn. Miði aðra leiðina
fyrir einn kostar 1000 krónur
og gert er ráð fyrir að Herjólfur
sigli frá Landeyjahöfn í sumar.
„Ef fólk ætlar sér að ferðast með
Herjólfi á Þjóðhátíð í Eyjum mæli
ég með því það hafi hraðann á.“
Ásgeir Örn Þorsteinsson, mark-
aðs- og sölustjóri hjá flugélaginu
Erni, sem sér um allt áætlunar-
flug til Eyja segist einnig vera
byrjaður að finna fyrir mik-
illi eftirspurn á flugi til Eyja á
Þjóðhátíð. „Það er mikill áhugi
og við hefjum sölu í hin svoköll-
uðu þjóðhátíðarflug um helgina.
Við stefnum á að vera með eins
konar loftbrú milli lands og Eyja
þessa helstu daga og látum fram-
boð mæta eftirspurn.“ - áp
Miðar í Herjólf rjúka út
ALLT AÐ SELJAST UPP Þeir sem voru
búnir að hugsa sér að ferðast til Vest-
mannaeyja með Herjólfi yfir Þjóðhátíð
verða að hafa harðar hendur því mið-
arnir rjúka út.
Í ÖLLU SÍNU VELDI Atli Freyr Arnarson ákvað að flúra andlitsmynd af poppstjörnunni
Lady Gaga á handlegginn til að lýsa aðdáun sinni á dívunni frægu. Að sögn Atla
hefur söngkonan sjálf fengið að sjá mynd af flúrinu og líkaði vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Lau 26.3. Kl. 19:00 Fim 31.3. Kl. 19:00 Síð.sýn
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Sun 27.3. Kl. 13:30
Sun 27.3. Kl. 15:00
Sun 3.4. Kl. 13:30
un 3.4. Kl. 15:00
Sun 10.4. Kl. 13:30
Sun 10.4. Kl. 15:00
Sun 17.4. Kl. 13:30
Sun 17.4. Kl. 15:00
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Sun 27.3. Kl. 14:00
Sun 27.3. Kl. 17:00
Sun 3.4. Kl. 14:00
Sun 3.4. Kl. 17:00
Sun 10.4. Kl. 14:00
Sun 10.4. Kl. 17:00
Sun 17.4. Kl. 14:00
Sun 17.4. Kl. 17:00
Sun 1.5. Kl. 14:00
Sun 1.5. Kl. 17:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Fös 1.4. Kl. 20:00 8. sýn
Lau 2.4. Kl. 20:00
Mið 13.4. Kl. 20:00
Fim 14.4. Kl. 20:00
Mið 27.4. Kl. 20:00
Lau 30.4. Kl. 20:00
Mið 4.5. Kl. 20:00
Fim 5.5. Kl. 20:00
Brák (Kúlan)
Ö
Ö
Sun 27.3. Kl. 20:00
Mið 30.3. Kl. 20:00
Lau 2.4. Kl. 20:00
Lau 9.4. Kl. 20:00
Sun 10.4. Kl. 20:00
Lau 16.4. Kl. 20:00
Sun 17.4. Kl. 20:00
Hedda Gabler (Kassinn)
Ö
U Ö
Ö
Lau 26.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 8.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00
U
Ö
Ö
U
U
U
Ö
Ö
U
Ö
U
Ö
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Mið 6.4. Kl. 20:00
Fim 7.4. Kl. 20:00
Fös 8.4. Kl. 20:00
Lau 9.4. Kl. 20:00
Fös 15.4. Kl. 20:00
Lau 16.4. Kl. 20:00
Fim 28.4. Kl. 20:00
Fös 29.4. Kl. 20:00
Fös 6.5. Kl. 20:00
Ö Ö
Ö Ö
Ö Ö
U Ö Ö
Ö Ö
U
Ö
U
Ö
Costa del Sol
6. maí í 9 nætur
Verð kr. 119.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 9 nætur með öllu inniföldu á Hotel
Griego Mar ***.
Frá kr. 119.900 með „öllu inniföldu“
Heimsferðir bjóða frábæra 9 nátta ferð til Costa del Sol í vor. Í boði er frábært
sértilboð, með „öllu inniföldu“ á Griego Mar hótelinu sem var mjög vinsælt
meðal farþega Heimsferða í fyrra. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í
boði á þessum kjörum.
Gríptu þetta frábæra tækifæri
og njóttu lífsins í vor á Costa
del Sol á ótrúlegum kjörum.