Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 13
331 menn, og ættu þeir, sem bezta afkomu hafa, að finna til þess, að nú hvílir á þeim sérstök skylda. Hver prestur og leikmaður ætti að finna til þess, að sé honum það mögulega unt, ætti hann að leggja til allra starfsmála vorra eins ríflega og ástæður frekast leyfa, og að sjálf- sögðu æt'ti enginn að vilja binda öðrum þær byrðar, er hann sjálfur ekki vill bera. Bezta áminningin til ann- ara um að gefa, er að gefa sjálfur. Starfsmálin, er á fé þurfa að halda nu, eru: Jóns Bjarnasonar skóli, Betel, heiðingjatrúboð og heimatrú- boð. Jóns Bjarnasonar skóli hefir nú eignast nýtt heim- ili. Við hefir líka verið bætt fyrsta bekk í College í við- bót við það, sem áður var. Ætti hann því betur að geta fullnægt tilgangi sínum en áður. Það, sem skólinn hefir til síns ágætis fram yfir skóla ríkisins, er að hann er kristilegur skóli og leggur stund á íslenzkunám. Að kristilegir skólar séu nauðsynlegir, er betur og betur að skiljast þeim, er kristindómi unna. Að íslenzkunám hafi hið mesta menningargildi, er ekki álitamál fyrir þeim, er nokkurt skyn bera á slíka hluti. Því miður eru ástæður þannig, að ekki allir Islendingar liér og ekki heldur alt kirkjufólkið getur haft bein not af skólanum, en þrátt fyrir það ætti svo gott fyrirtæki að njóta al mennra vinsælda, og almenns stuðnings. Þá er því borgið. Betel hefir verið svo vinsæl stofnun, að verðleik- um, að frá byrjun hefir það verið stutt af ráði og dáð af fólki voru. Það er svo nauðsynlegt og fagurt kær- leiksverk, sem þar er verið að vinna, að það mælir með sér við alla göfuga menn. Byrjun hefir verið gerð til minningarsjóðs fyrir þá stofnun, og er ætlast til, að vöxtum af þeim sjóði, er hann væri myndaður, sé varið upp í reksturskostnað stofnunarinnar. Eg tel víst, að margir muni minnast Betel á þessu ái’i, einmitt með það í huga, að árferðið verði ekki stofnuninni til hnekk- is. — Og margir ættu að verða til þess aðminnast bæði Betel og Jóns Bjarnasonar skóla í erfðaskrám sínum. Heiðingjatrúboðsmálið hefir á þessu ári vakið sér-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.