Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1923, Side 27

Sameiningin - 01.11.1923, Side 27
345 '“passívvr’ dygSunum. Og þetta væri ef til vill ein ástæöan til 'þess, aö karlmennirnir gæfu kirkjunni minni gaum. Vér eigum «ngan sálm af munni Jesú, en margt orSið hefir hann talaö, sem skáldin gætu öfundaö hann af. Líkingar hans og dæmisögur mundu halda velli í heimsbókmentunum, þótt ekki væri gætt trúarinni- haldsins. Þegar vér skygnumst inn í huga skáldsins, þá reynum vér aS lesa það út úr kvæðum hans hvaö skáldinu hefir í daglegu lífi þótt vænst um. Vér þykjumst geta séö þaö af því hvaðan skáldiS tekur líkingar sínar oftast. JHjá Matthíasi er það t.d. sól- in og dagurinn). — Á sama hátt ættum vér og aS geta séS þaS af líkingum Jesú, hvaS honum hefir í daglegu lífi þótt vænst um. En hvaS kemur þá í Ijós? ÞaS virSist augljóst, aS þaS atriSi dag- legs lífs, sem Jesús ihefir haft mestar mætur á, er vinnan! ÞaS er sem vér heyrum vinnuhljóSið í flestum dæmisögum og líkingum Jesú. ÞaS er ekki fátæklegt sviS, sem oss opnast í dæmisögunum. Alt frá roSabrigSum himinsins niSur aS eiginleikum saltsins í jörSu niSri. Frá minsta frækorninu til þess æSsta og dýpsta sem gerist i mannlegri sál, er hún staSnæmist fyrir augliti Guðs síns. En af þessu stóra sviSi, velur hann sér einskonar uppáhaldsstaS, þar sem hann kemur oftast. Og þaS er starfsamt iSjandi mannlífiS, þar sem unniS er aS föstu marki meS umhyggjusemi. Hugsum oss aS vér vissum ekkert um þjóSlíf GySinga annaS en þaS, sem dæmisög- urnar segja oss. Vér mundum af þeim einum geta aflaS oss mikils fróSleiks. En sérstaklega mundum vér fá nákvæma vitneskju um atvinnulíf og dagleg störf þjóSarinnar, liS fyrir liS og þaS jafnvel í hinum smæstu atriSum. Hann hefir t. d. auga fyrir því, aS plógfariS verSur alstaSar aS vera jafn-djúpt og þráSbeint. Plóg- maSurinn verSur alt af aS hafa augun á þessu tvennu. Þetta notar hann svo i líkinguna um aS “enginn, sem leggur hönd sína á plóg- ínn og lítur aftur, er hæfur til guSsríkis” (%úk. 9, 62). Kristur gleymir engri hliS mannlífsins, gleSi þess, sorg eSa neyS. En oftast talar hann í líkingum sínum um hiS iSjusama starfslíf. Og þetta, aS Kristur hefir lýst ihinu guSlega meS því aS draga líkingar frá vinnunni, er þaS ekki bending ;um, aS kirkjan á vorum tímum eigi þarna óyrkt svæSi á akri sínum, þar sem starfslífiS er næstum því komiS í andstöSu viS kirkjuna og hiS guSlega? — Þarf ekki kirkjan aS kenna mönnunum þetta áfram, aS finna Guð í vinnunni, en ekki aS eins peningana í vinnunni? Veit sú þjóS íivaS vinnan er, sem skoSar hana aS eins sem verzlunarvöru r í apokrýfiskri viSbót viS textann i Lúk. 6, 4, þar sem sagt er frá för Jesú um sáSlöndin, er sagt frá því, aS Jesús hittir þar mann á akrinum viS vinnu sína og segir viS hann: “Ef þú veizt þaS, maSur, í sannleika, hvaS þú ert aS gera, þá ertu blessaSur. En ef þú veizt þaS ekki, þá ertu bölvaSur og brotlegur viS lögmáliS.”

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.