Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Síða 3

Sameiningin - 01.01.1917, Síða 3
Mánaðarrit til stuð'nings JcirJcju og lcristindómi íslendinga: gejiff út af hinu ev. lút. kirlcjufélagi fsl. í Vestrheimi. RITSTJÓRI: BJÖRN B. JÓNSSON. 31. ÁRG. WINNIPEG, JANÚAR 1917. NR. 11 Hvert stefnir ? Við áramót í fyrra var í blaði þessn leitast við áð átta sig og virða fyrir sér teikn tímanna. Hið sama verk liggur fyrir oss nú við þessi áramót. Hver liygg- inn fjársýslumaður gerir upp reikninga sína um ára- mótin og l'eitast þá við, að komast að sannri raun um hag sinn. Hann leggur tölurnar saman nákvæmlega eins og þær eru, án tillits til þess, sem hann vildi að þær væru. Svo að eins getur hann haldið starfi sínu áfram, að hann geri sjálfum sér ljósa grein fyrir hag og horf- um. Það kemur að sönnu fyrir, að ráðsmenn gera eig- eridum sjónhverfingar með tölum og láta f járhaginn birt- ast í glæsilegri mynd, en heimildir leyfa. Það er ávalt. freisting til þess, að blinda jafnvel sjálfan sig, telja sér og öðrum trú um, að alt sé glæsilegra, en í rauninni er. “Svo mæla börn sem vilja,” er sannur málsháttur og á við fleiri en þá, sem eru börn að aldri. Ekkert leiðir fyr til gjaldþrota, en ímvndað ríkidæmi. Ekkert hrynur fyr, en háreistir hrokaveggir, hvort sem ræðir nm at- vinnumál, þjóðfélagsmál eða kirkjumál. Hvort sem oss sjálfum geðjast betur eða ver að stefnunum, vildum vér reyna að átta oss á þeim eins og þær eru á þeim svæðum, sem Sameiningin lætur sig mest varða. Það, sem misskilið kann að vera af oss, leiðrétta góðir menn, en fúkyrði, hvort sem þau koma úr bæ eða. brið, verða jafnt fyrirlitin nú, sem fyrra árið.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.