Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1917, Page 12

Sameiningin - 01.01.1917, Page 12
330 hyltust kenningar guðfræðinnar nýju frá Þýzkalandi og gerðust aðal-talsmenn hennar á íslandi. Eitt af því, sem Kirkjublað séra Þórhalls gerði að sérstöku áhugamáli sínu, var skilnaður ríkis og ldrkju. Og aldrei mun Þ. B. liafa breytt skoðan sinni á því máli. Yiðurkennir hann það í blaðagrein síðastl. haust, í tilefni af ummælum séra Sigurðar í Vigur, að skilnaðurinn sé eins og á stendur eina. úrlausnin. Það var ekki við því að búast, að hann beitti sér fyrir því máli, eftir er hann tók við biskupsdómi, enda komst hann svo að orði í bréfi ekki alls fyrir iöngu, að það sæti ekki á þjóðkirkju bisk- upi, að gangast fyrir afnámi þjóðkirkjunnar. Árið 1898 hætti Kirkjublaðið að koma út, en 1905 byrjaði Þórhallur biskup að gefa xít “Nýtt Kirkjublað”, og hélt því úti til dauðadags. Mintist hann oft á það, að blaðið borgaði sig ekki, en sagðist samt gefa það út að “gamni sínu”. Umfangsmesta ritstarf Þ. B. er óefað verk það, er hann vann við biblíuþýðingarnar. Hann á líklega mest- an þátt í því að koma þýðingum þeim í framkvæmd. Síð- an útgáfu nýju þýðingarinnar var lokið, vann hann á- fram að þýðingu apokryfisku bókanna, og var því verki víst ekki lokið, er hann féll frá. Árin 1894—99 og 1902—1909 sat Þ.B. á alþingi og var þingmaður Borgfirðinga. Forseti neðri deildar var haun ý897—99. 1 stjórnmálum kom fram hagsýni lians og frjálslyndi, sem í öðrum greinum. Lét hann sér eink- um umhugað um landbúnaðinn. Var hann 8 ár formaður Búnaðarfélags Islands. Viðbrugðið er dugnaði biskups og Iiagsýni við ræktun landsvæðis í kring um bíistað lians í Laufási í Revkjavík. Töluðu margir, sem til íslauds ferðuðust, um fyrirmyndarbú biskupsins í Laufási. Þórhallur biskup var kvæntur VaTgerði Jónsdóttur frá Bjarnarstöðum í Bárðardal, fósturdóttur Tryggva Gunnarssonar. Ivonu sína misti hann 28. Jan. 1913. Tvo syni og tvær dætur eignuðust þau hjón. Séra Tryggvi Þórhallsson er prestur á Hesti í Borgarfirði, en yngri bróðirinn, Björn, andaðist síðastliðið sumar; hafði verið bústjóri hjá föður sínum. Eldri systirin, Svafa, er gift Halldóri Vilhjálmssyni, skólastjóra á TTvaimeyri; liin, Dóra, var heima hjá föður sínum. Með Þórhalli. biskupi er fallinn frá einhver hinn fjöl-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.