Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1917, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.01.1917, Qupperneq 14
332 hefir ekki tekist að finna nokkra fullnægjandi grein gjörða fyrir því tiltæki hans, að varpa útbyrðis þessum boðskap sínum, sem reynst hafði, eins og hann játar sjálfur, vonar- stjarna og leiðarljós þúsundum manna, þeim er trúin var áður orðin alt að því frágangssök. Að hann hefði breytt til um áherzlur, komið öðrum orðum að sumum atriðum, og einkum hreinsað burt ófyrirleitinn fljótfærnissora hér og hvar—það hefðum vér getað skilið, og sagt velkomið. En hví þetta fráhvarf og þessi afneitun? Og ef ekki varð hjá því komist, hví þá ekkert hughreystandi eða leiðbeinandi hjálparorð til mannfjöldans mikla, sem Campbell áður, með mikilli tilfinningar-ákefð hreif með sér út á ókunnuga vonar-stigu, að eins til að skiljast svo við hann þar með stjórnlausu óðagoti, sem illa situr á merkum kennimanni?” Hvernig hugarbreyting Campbells getur vakið þessi ummæli og þvílík í herbúðum fornvina hans, ef hann er enn á vegum nýguðfræðinga—það er ekki gott að skilja. Hitt er ekki nema eðlilegt, að skoðanir mannsins geti verið nokkuð á reiki enn, þótt hann sé orðinn sannfærður um inn- antómleik þess boðskapar, sem hann flutti áður. -----O------ David Lloyd-George, hinn nafntogaði stjórnmálamaður Breta, sem nú er orðinn forsætisráðherra þar, er trúmaður mikill, að sögn. Hann er fríkirkjumaður (Dissenter), ættaður frá Wales. Skólamentun fékk hann ekki aðra en þá, að hann stundaði nám um tíma við kirkjuskóla einn lít- inn þar í Wales, en varð brátt að hætta sökum féskorts, því hann er af fátæku fólki kominn. pó náði hann lagaprófi einhvern veginn og varð málafærslumaður. Hann varð fyrst nafnkunnur fyrir það, hvernig hann varði málstað trúbræðra sinna fyrir dómstólunum gegn ráðríki þjóðkirkj- unnar ensku, sem í ýmsu vildi þröngva kosti fríkirkjumanna í Wales. Varð Lloyd-George svo vinsæll af þeim málum, að landar hans kusu hann á þing, og þar barðist hann fyrir trúfrelsi þeirra af áhuga svo miklum og trúarsannfæring, að þingheimi þótti nóg um, og brosti jafnvel að honum á stundum. En nú er brezka þingið fyrir löngu hætt að brosa að manni þessum eða guðrækninni hans. Menn bera virð- ing fyrir hvorutveggja. pað kemur oft fyrir, að þegar ein- hver stjórnmálamaðurinn þarfnast upplýsingar viðvíkjandi ritningunni, þá spyr hann Lloyd-George. Hann er vel heima í biblíunni, eins og ráða má af þessu, og hefir miklar mætur á henni. Hann segir, að hver maður, sem mikið lesi

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.