Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1917, Page 16

Sameiningin - 01.01.1917, Page 16
334 ur aldrei til lengdar hópum manna saman, með því að bjóða þeim á hvíldardögum sömu veraldarmálin, sem þeir eru búnir að þreyta «álir sínar á alla vikuna. G.G. ------O----- Hefir Campbell breyzt? Eftir séra Rúnólf Marteinsson. Fyrir nokkru síðan barst sú fregn út um hinn kristna heim, að hinn mikli postuli nýju guðfræðinnar, R. J. Camp- bell, prestur í City Temple í London, væri búinn að segja af sér prestskap í þeim söfnuði, segja skilið við þá kirkju- deild, er hann um margra ára skeið hafði tilheyrt, og geng- inn inn í ríkiskirkjuna ensku. Flestir skildu víst fregnina á þann veg, að hér væri um skoðanabreyting að ræða, en fregnin var óljós og engin skýring virtist koma frá honum sjálfum. Voru því tilgátur ýmsar. peir, sem hölluðust að gamalli guðfræði, töldu þessa breyting Campbells sigur mikinn þeim í vil, en ekki var til þess að hugsa, að allir liti svo á. Nú þarf enginn að vera lengur í misskilningi hvað þetta atriði snertir, því bók er komin út eftir Campbell, og í henni segir hann alla trúarsögu sína. Bókin heitir: “A spiritual pigrimage” (Andleg pílagrímsför), og er mark- verð, ekki sízt fyrir það, að hún segir hispurslaust og blátt áfram vaxtarsögu einnar sálar í trúarefnum, hans sjálfs. Hún hefir á sér öll einkenni einlægni, er bróðurleg í garð allra flokka krstninnar og er gjörsamlega laus við allan deilublæ. Hún er hans “Apologia pro vita sua”. Hvemig er þá sagan? Hann var sonur fríkrirkjuprests á Englandi; en sökum veikinda, þegar hann var ungabarn, var hann sendur til móðurafa síns á írlandi, og hjá honum ólst hann að miklu leyti upp. pað fólk heyrði til írsku Presbýteríana-kirkj- unni og var frábært alvörufólk, og fékk hann hjá því djúpa lotningu fyrir kirkjunni. Á þessu tímabili gat hann lítið farið í skóla, sökum áframhaldanda lasleika, en las feiknin öll og naut tilsagnar hjá góðum kennurum. Drengurinn var bæði bókhneigður og trúhneigður. Um það leyti, er hann var þrettán ára, lét faðir hans hann koma heim til sín, og þar var hann svo þangað til hann fór til háskólans í Oxford. Honum gekk fremur seint að venjast hinu nýja heimili sínu, og hinn kirkjulegi

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.