Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1917, Síða 30

Sameiningin - 01.01.1917, Síða 30
348 gæti fariö. Um það bera orS hans vott hér í bréfi þessu (4. kap.) : “Vér, sem lifum og erum eftir viS komu Drottins—”. Vitanlega v'ar hvorki Páli né hinum postulunum opinberaS neitt um daginn né stundina fsjá Matt. 24, 36. 42; Post. 1, 7). I öðru Þessaloníkubréfinu víkur Páll að þessu efni, um tímann (2. kapj, og segir söfnuSinum berlega, aö ekki skuli þeir búast viö degi Drottins þá þegar, þvi aö-vissir hlutir eigi enn eftir a8 koma frám fyrst. Ekkert segir hann þó um þaÍS, hve langt verði að bí8a endurkomiunnar. Spurning.—'“Er nokkur góS og gild heimild fyrir því, aö Páll hafi sjálfur búist viö slíkum degi í bókstaflegum skilningi?” Svar.—Orö postulans: “Dagur Drottins kemur eins og þjófur á nóttu” (1. Þess. 5, 2). “Vér biöjum yöur,-----aö þér séuö ekki fljótir á yöur að láta hræða yður eða trufla,-----eins og dagur Drottins væri þegar fyrir höndum” (2. Þess. 2, 1. 2). “Honum flög- leysingj anumj mun Drottinn Jesús tortíma með anda munns síns og að engu gjöra við opinberun komu sinnar” (2. Þess. 2, 8). “Eg full- treysti því, að hann, sem byrjaði í yður góða verkið, muni fullkomna það alt til dags Jesú Krists” JFil. 1, 6), “—hans, sem og mun gjöra yður staðfasta alt til enda, óásakanlega á degi Drottins vors Jesú Krists” (1. Kor. 1, 8). Mörg fleiri orð má finna hjá Páli um þetta efni, og öll á einn veg; hann bjóst sterklega við deginum. Ummæli hans um það efni ber að skilja bókstaflega, og eftir venjulegri merk- |ng orðanna, nema sterkar ástæður knýi menn til að leggja í þau annan skilning. Eftir þeirri meginreglu er öllum mönnum skylt að fara með þetta mál mælt eða ritað, innblásið eða óinnblásið. Spurning.—“Erurn vér ekki allir sammála um það, að guðsson komi aldrei annarsstaðar að en frá himnum, í hvaða helzt skilningi, sem hann kemur?” Svar.—Óefað. Spurning.—“Þá vil eg nema staðar við 16. vers í 4. kap.: ‘Því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir, sem dánir eru í Kristi,*J munu fyrst upp rísa.’ Er ekki Drottinn og Jesús eitt og hið sama?” Svar.—Frelsarinn er viða nfendur Drottinn í nýja testamentinu, og svo er hér. Spurning.—“Er ekki höfuðengilsraust einmitt hin volduga og guðdómlega raust Jesú Krsts?” Svar.—Höfuðengils raust er höfuðengils raust, vinur minn, og ekkert annað—nema skýrar sannanir finnist fyrir óeiginlegri merk- ing þeirra orða hér. Eðlileg og venjuleg merking orðanna hefir *) “í trú á Krist,” stendur hér I nýju þýðingunni, en þar er aö ðþörfu vikiö hurt frá. oröum griska textans. Af einhverjum dular- fullum ástæöum fer sú þýöing víöast hvar í kring um oröin: “í Kristi,” sem koma svo oft fyrir hjá Páli, —G. G.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.