Fréttablaðið - 29.04.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.04.2011, Blaðsíða 30
6 • Rapparinn Busta Rhymes er væntanlegur til landsins og kemur fram á tónleikum í Vodafone-höllinni 17. maí. Popp tók saman nokkrar staðreyndir um rappar- ann. Þegar Need for Speed: Shift kom út fyrir tæpum tveimur árum boðaði hann nýja og bjartari tíma fyrir þessa gamalreyndu en hnign- andi leikjaseríu. Shift tókst að rífa seríuna upp úr neonljósaskreyttu, tribal-húðflúruðu, „Fast and Fu- rious“-holræsinu og gera seríuna aftur boðlega mönnum sem spá meira í bílana sjálfa en spoiler- kittið sem þeir ætla að klína á bílana. Þetta var virðingarvert afrek en þó hafa eflaust einhverjir eldri aðdáendur seríunnar orðið skúffaðir yfir þessari breytingu. Nú hefur Need for Speed Shift 2: Unleashed litið dagsins ljós og hann tekur sama pól í hæðina og forverinn. Hér er enginn margslunginn söguþráður til að flækja málin, eða til að gera þau heimskuleg eins og í til dæmis Need for Speed Undercover, frá því að menn byrja að spila í „career mode“ snýst leikurinn bara um að vinna kappakstur og færast ofar í stigatöflunni. Ein- stöku sinnum birtist gangandi auglýsingaskilti, einhver þekktur ökuþór, á skjánum og leiðbeinir manni um einstök atriði leiksins en þar fyrir utan eru menn á eigin vegum. Shift 2: Unleashed skartar yfir 130 bílum sem bjóða upp á nánast allt litrófið í bílageir- anum, hvort sem það eru snöggir asískir sportbílar eða amerískir sterakaggar. Úrval akstursbrauta er líka veglegt, þar sem menn geta ekið um á þekktum brautum svo sem Nürburgring. Til þess að menn geti auðveldlega keppt við félagana hefur Autolog-kerfinu verið skellt inn í leikinn til að sjá til þess að menn séu alltaf á tánum. Í hvert sinn sem leik- maður klárar kappakstur er tíminn vistaður inn í kerfið og borinn saman við tíma félaganna sem og annarra leikmanna. Nái síðan einhver að bæta tíma manns fær maður skilaboð um það og getur þá tekið til við að reyna að endur- heimta metið sitt. Shift 2: Unleashed er afbragðs bílaleikur. Hann fellur í flokk með leikjum á borð við Gran Turismo þar sem raunveruleikinn er ráð- andi afl, ekki skrípalegur akstur, hrikalegir árekstrar eða glysgirni. Þeir sem elskuðu Fast and the Furious-stíl sumra eldri Need for Speed-leikjanna munu líklega ekki fá mikið fyrir sinn snúð en þeir sem vilja bílaleikina sína í alvarlegri kantinum ættu ekki að hika við að skoða þennan. - vij POPPLEIKUR: NFS SHIFT 2 UNLEASHED … OG ENGIN NEONLJÓS FLOTTUR Eins og við er að búast er leikurinn hrikalega flottur og vel gerður. EKKI SÍST Busta Rhymes er 38 ára gamall og á afmæli þremur dögum eftir tónleikana á Íslandi. Raunverulegt nafn hans er Trevor Tahiem Smith, Jr. Hann á 578.609 aðdáendur á Facebook. Í febrúar árið 1996 sendi Busta Rhymes frá sér fyrsta lagið sitt Woo Hah!! Got You All in Check. Lagið náði áttunda sæti bandaríska Billboard-listans og öðru sæti í Bretlandi. Árið 2008 hafnaði lagið í 56. sæti sjónvarpsstöðvarinanr VH1 yfir bestu hipphopplög allra tíma. Busta Rhymes er búinn að senda frá sér átta breiðskífur og sú níunda er í vinnslu. Plöturnar hafa selst í meira en tíu milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Fyrsta plata Busta Rhymes til að ná fyrsta sæti bandaríska Billboard-listans var The Big Bang árið 2006. Á lista yfir kröfur rapparans fyrir tónleika er meðal annars fata af kjúklingi, 24 bitar. Þá vill hann rifflaða smokka og Moet- kampavín. Busta Rhymes hefur leikið í nokkrum kvik- myndum og fór með hlutverk í myndinni Shaft með Samuel L. Jackson í aðalhlut- verki. NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 4/5 5/5 4/5 4/5 HVAÐ VEISTU UM BUSTA RHYMES? Julian Casablancas, söngvari hljómsveitarinnar The Strokes, viðurkennir að hafa tafið upptökur á nýrri plötu. The Strokes sendi nýlega frá sér plötuna Angles og hugðist skella sér aftur í hljóðver sem fyrst, en Casablancas vildi ekki sjá það. Stemningin í hljómsveitinni virðist ekki vera góð þar sem ástæðan fyrir þrjóskunni í Casablancas er sú að Nick Valensi, gítar- leikari hljómsveitarinnar, vildi nota Strokes-lög á sólóplötu sinni. „Hann ætlaði nota lög sem við sömdum saman, en samnings- mál komu í veg fyrir það,“ sagði Casablancas í samtali við breska tímaritið Q. FÚLI MÚLI Julian Casablancas var að refsa hljómsveitarfélaga sínum þegar hann hindraði að Strokes færi í hljóðver. Sumarkort á kr. 23.900.- (gildir til 10. september 2011) Veggsport bolur og brúsi fylgir með. KETILBJÖLLUR KARFA SPINNING LYFTINGAR SKVASS Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | www.veggsport.is SUMARTILBOÐ! TEFUR UPP- TÖKUR Á NÝRRI PLÖTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.