Fréttablaðið - 29.04.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 29.04.2011, Blaðsíða 33
29. apríl föstudagur 7 ✽ m yn da al bú m iðKLIST KUM félagasamtaka flugumferðarstjóra flugumferðarstjórum á Íslandi æðstu viðurkenningu fyrir framúr- skarandi fagmennsku á meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð í fyrra. Á meðan á þessu stóð voru allir flugumferðarstjórar á vakt og var Sigurður auðvitað þar á meðal. „Ég fór til Parísar með kærustu minni akkúrat á þessum tíma og heyrði af því að það væri allt vitlaust í vinnunni heima. Maður stalst til að hringja heim og fylgjast með gangi mála þrátt fyrir að hafa verið í fríi og eiga ekki að hugsa um vinn- una. Ég náði samt að vera með síð- ustu þrjá dagana og það var rosa- lega gaman að upplifa þessa miklu umferð sem fór í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið.“ FÖÐURHLUTVERKIÐ LÆRDÓMSRÍKT Sigurður á þriggja ára gamla dótt- ur með sambýliskonu sinni, Her- dísi Önnu Ingimarsdóttur. Hann segir föðurhlutverkið stórkostlegt enda sé dóttirin algjör demantur. „Það að vera pabbi er náttúrulega alveg ný upplifun og maður er alltaf að læra og upplifa eitthvað nýtt. En þetta er stórskemmtilegt og gefur lífinu aukið gildi,“ segir hann stoltur. Inntur eftir því hvort dóttirin sé mikil pabbastelpa segir hann dagamun þar á. „Hún er pabba stelpa þegar það hent- ar henni, hún lætur okkur alveg vita af því hvort maður er í upp- áhaldi þann daginn,“ segir hann og brosir. HARÐUR UNITED-MAÐUR Sigurður fór með hlutverk blaða- manns í sjónvarpsþáttunum Pressu sem luku nýverið göngu sinni á Stöð 2. Persónan var sú al- varlegasta sem hann hefur leikið hingað til og þótti honum gaman að takast á við verkefnið. Að- spurður kveðst hann lítið hafa undirbúið sig fyrir hlutverkið og segir persónurnar yfirleitt þró- ast smátt og smátt á meðan á æfingum standi. „Yfirleitt les ég handritið í gegn og þá fær maður strax nokkuð skýra mynd af pers- ónunni. Ég var svo heppinn að bæði við gerð Fangavaktarinnar og Pressu fékk maður leyfi til að vera með í að skapa persónuna. Eins og með Ingva í Fangavaktinni þá gerði ég hann að eitilhörðum Manchester United aðdáanda sem tekur í vörina.“ Blaðamaður spyr Sigurð hvort hann eigi það sam- eiginlegt með Ingva? „Já, ég tek í vörina og er gallharður United- maður. Þó ekki jafn leiðinlegur og Ingvi,“ segir hann og hlær. Þegar Sigurður er að lokum spurður hvort fleiri hlutverk séu á döfinni svarar hann því neitandi. „Nei, það er ekkert planað í það minnsta. Enda verður nóg að gera í sumar þar sem búist er við mikl- um ferðamannastraumi til lands- ins, það er alltaf meiri flugumferð á sumrin. Ég á því eftir að standa vaktina þar í allt sumar.“ Veiðin er í miklu upp-áhaldi hjá mér. Þarna er ég ásamt Rúnari Frey í Patreki 1,5. Þarna erum við ásamt mömmu- og pabbastelpunni. Ingvi úr Fangavaktinni alltaf jafn hress.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.