Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 4
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR4
KJARAMÁL Aðilar vinnumarkaðar-
ins undirrituðu í gær kjarasamning
til þriggja ára sem munu tryggja
félagsmönnum Alþýðusambands
Íslands (ASÍ) almennar launahækk-
anir upp á 4,25 prósent um næstu
mánaðamót og 3,5 og 3,25 prósenta
hækkanir á næstu tveimur árum.
Samningarnir eru þó
háðir ýmsum fyrirvörum
um þróun mála.
Fyrir utan fyrrnefndar
hækkanir hækka lægstu
mánaðarlaun fyrir fulla
vinnu upp í 204 þúsund
á samningstímanum og
launþegar í fullu starfi
fá 50 þúsund króna ein-
greiðslu um næstu
mánaða mót.
Við undirskriftina í
gær féllust forvígismenn
ASÍ og Samtaka atvinnu-
lífsins (SA) í faðma enda lauk með
því einhverri hörðustu samninga-
rimmu síðari ára. Samningaferlið
hefur staðið frá síðasta hausti og
var farið að hilla undir víðtækar
verkfallsaðgerðir. Kröfur SA um
að framtíðarskipulag sjávarútvegs-
mála yrði útkljáð voru einn af helstu
ásteytingarsteinunum viðræðnanna,
en í yfirlýsingu stjórnvalda kom
fram að frumvarp um stjórn fisk-
veiðimála yrði kynnt hagsmuna-
aðilum í sjávarútvegi áður en það
yrði lagt fram á þingi.
Sérstök endurskoðunarákvæði
eru í samningunum, en þau lúta
að því að kaupmáttur aukist, verð-
lag haldist stöðugt, gengi krónunn-
ar styrkist og stjórnvöld standi við
fyrirheit um aðgerðir í efnahags-,
atvinnu- og félagsmálum.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
sagði í samtali við Fréttablaðið að
undirskrift samninga væri léttir.
„Það er mikið fagnaðarefni að ná
að ljúka þessu og að mínu mati eru
álitlegir kjarasamningar hér í höfn.
Ekki bara út af launahækkunum,
heldur er hér komið samkomulag
um uppbyggingu næstu þrjú árin.“
Gylfi telur að of mikið
hafi verið gert úr hugsan-
legum áhrifum launa-
hækkana á verðlag og
bendir á að í þeim felist
talsverð innspýting fyrir
hagkerfið.
Vilmundur Jósefsson,
forseti SA, geldur var-
hug við þeim hækkunum
sem eru ekki í samræmi
við stefnu samtakanna.
Kostnaðarauki atvinnu-
rekenda á samningstím-
anum er áætlaður um 12,6
prósent. „Þetta er svolítið glanna-
legt, en ég vona að þetta skili sér þó
að maður beri ákveðinn kvíðboga í
brjósti. Þetta er hins vegar niður-
staðan og við leggjum tvímælalaust
til að samningarnir verði samþykkt-
ir.“
Varðandi sjávarútvegsmálin
segir Vilmundur aðspurður að SA
sé sátt við útspil stjórnvalda. „Við
látum það nægja til að ná samn-
ingum. Við vildum fá að koma að
efnislegri umræðu um málið og
að sjávar útveginum yrðu sköpuð
góð rekstrar skilyrði. Það er hvort
tveggja inni í myndinni hjá ríkis-
stjórninni og við ætlumst til að hún
standi fullkomlega við það.“
Samningarnir verða nú lagð-
ir fyrir aðildarfélög ASÍ og SA og
má sennilega vænta niðurstöðu um
miðjan mánuð. thorgils@frettabladid.is
Nöfn Eysteins Þórðarsonar og Hró-
bjarts Arnfinnssonar vantaði í upp-
talningu yfir þá sem lentu í 2. til 4.
sæti í myndasögukeppni Ókeibæ-kur.
Þeir sömdu verkið Jötunmóð ásamt
Magnúsi Ingvari Ágústssyni.
LEIÐRÉTTING
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
22°
21°
17°
22°
25°
14°
14°
20°
21°
23°
22°
30°
14°
24°
16°
10°Á MORGUN
4-7 m/s en hvassara
með S-ströndinni..
SUNNUDAGUR
Hæg NA-læg átt en
hvassara vestantil.
12
8
10
9
10
7
6
7
9
9 17
7
7
4
7
9
6
11
9
4
10
7
12
12
9
10
6
12
11
13
6 5
VOR Í LOFTI Í dag
og á morgun mun
blása nokkuð við
S-ströndina en
annars verður vind-
ur fremur hægur
um helgina. Í dag
og morgun má bú-
ast við björtu veðri
norðantil en á
sunnudaginn snýst
í NA-átt. Þá léttir
til sunnanlands
en þykknar heldur
upp fyrir norðan og
austan.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
VIÐSKIPTI Heimsmarkaðsverð á
hráolíu féll, þegar mest var, um
8,2 prósent á bandarískum fjár-
málamörkuðum í gær í kjölfar
gengisstyrkingar Bandaríkja-
dals.
Olíuverðið fór undir hundrað
dali á tunnu og hefur það ekki
verið lægra síðan í mars. Hátt
olíuverð hefur dregið mjög úr
eftir spurn eftir eldsneyti vestra,
að sögn Bloomberg-fréttastof-
unnar.
Svipuð þróun var á verði ann-
arrar hrávöru, svo sem silfurs,
sem lækkaði um 8,4 prósent.
Silfur verðið hefur nú lækkað um
tæp þrjátíu prósent frá í apríl. - jab
Hrávöruverð lækkar mikið:
Olían á svipuðu
róli og í mars
DÆLT Á BÍLINN Neytendur hafa hert
takið um budduna eftir því sem verð á
olíu og eldsneyti hefur hækkað.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ALÞINGI Beiðni Björgólfs Thors
Björgólfssonar athafnamanns um
að fá að birta athugasemdir við
skýrslu rannsóknarnefndar Alþing-
is á vefsvæði þingsins hefur verið
hafnað.
„Heimasíða Alþingis er ekki
bloggsíða heldur upplýsingasíða
fyrir þjóðþingið,“ segir Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir, forseti
Alþingis.
Björgólfur Thor hefur birt marg-
víslegar athugasemdir við efni
skýrslunnar á vef sínum. Hann
óskaði eftir því að fá þær athuga-
semdir birtar á vef Alþingis,
þar sem skýrslan er vistuð. Ásta
segir ekki hafa komið til greina
að birta athugasemdir við skýrsl-
una á vef þingsins, eða standa fyrir
umræðum um hana á þeim vett-
vangi. Vefútgáfa skýrslunnar sé
aðalútgáfa skýrslunnar og endanleg
rit rannsóknanefndarinnar.
Nóg sé af öðrum síðum á net-
inu til að ræða efni hennar og gera
athugasemdir.
„Björgólfur hefur þegar birt
athugasemdirnar á sinni vefsíðu,
svo það er búið að birta þær,“ segir
Ásta. „Vegna þessa get ég ekki fall-
ist á þetta erindi hans.“
Björgólfur Thor er sá eini sem
óskað hefur eftir því við Alþingi að
fá að birta athugasemdir við skýrsl-
una á vef þingsins, segir Ásta. - bj
Forseti Alþingis hafnar því að birta athugasemdir Björgólfs Thors á vef Alþingis:
Vefur Alþingis er ekki bloggsíða
ÁSTA RAGNHEIÐUR
JÓHANNESDÓTTIR
BJÖRGÓLFUR THOR
BJÖRGÓLFSSON
NOREGUR Fyrrverandi nemanda í
barnaskóla í Kristiansand í Nor-
egi hafa verið dæmdar skaða-
bætur fyrir áralangt einelti sem
hann mátti þola á skólagöngu.
Bæjaryfirvöld í Kristiansand
þurfa nú að greiða manninum,
sem er þrítugur í dag, rúmar 27
milljónir íslenskra króna. Maður-
inn greindist með áfallastreitu-
röskun eftir andlegt og líkamlegt
ofbeldi sem yfir hann gekk og
var það niðurstaða réttarins að
skólayfirvöld hefðu getað gripið
inn í. - þj
Dómsmál í Noregi:
Fær skaðabætur
vegna eineltis
Fundu 30 kannabisplöntur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði kannabisræktun í húsi í
Hafnarfirði í fyrrakvöld. Við húsleit
fundust um þrjátíu kannabisplöntur
en á sama stað var einnig lagt hald á
ýmsan búnað sem tengist starfsemi
sem þessari. Karl á fimmtugsaldri var
yfirheyrður og játaði hann aðild sína
að málinu.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Samningar til þriggja ára
háðir ýmsum fyrirvörum
Þriggja ára samningar SA og ASÍ voru undirritaðir í gær. Kveða meðal annars á um eingreiðslu, almennar
launahækkanir og 200 þúsund króna lágmarkslaun. Fyrirvarar settir um jákvæða þróun efnahagsmála.
SAMNINGUM FAGNAÐ Í samræmi við hefðir voru vöfflur í boði í húsakynnum
Ríkissáttasemjara þegar kjarasamningar voru í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
■ Almenn launahækkun:
2011 4,25%
2012 3,50%
2013 3,25%
■ Lágmarkslaun:
2011 182.000
2012 193.000
2013 204.000
■ Aukagreiðslur:
Eingreiðsla 1. júní 50.000
Álag á orlofsuppbót 2011 10.000
Álag á desemberuppbót 2011 15.000
■ Jöfnun lífeyrisréttinda Fyrir árslok
2012 verði komin niðurstaða um
samræmt og sjálfbært lífeyriskerfi alls
launafólks á vinnumarkaði.
Helstu atriði kjarasamninga
Eftirfarandi fyrirvarar verða metnir í upphafi árs 2012 og 2013. Standist þeir ekki
munu aðilar funda um aðgerðir en náist ekki samkomulag munu samningarnir
falla úr gildi.
1. Kaupmáttur launa aukist samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands.
2. Verðlag haldist stöðugt á samningstímanum og að verðbólga verði innan við
2,5% í desember 2012.
3. Að gengi krónunnar styrkist marktækt frá gildistöku samningsins til loka árs
2011 og að gengisvísitala íslensku krónunnar verði innan við gildið190 í
desember 2012.
4. Að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit í efnahags-, atvinnu-, og félagsmálum.
Fyrirvarar í kjarasamningum
... að mínu
mati eru álit-
legir kjara-
samningar hér
í höfn.
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
FORMAÐUR ASÍ
GENGIÐ 05.05.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,1827
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
111,20 111,74
183,48 184,38
164,75 165,67
22,09 22,22
20,767 20,889
18,165 18,271
1,3952 1,4034
180,27 181,35
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is