Fréttablaðið - 06.05.2011, Síða 6
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR6
Ársfundur Lífeyrissjóðs
Tannlæknafélags Íslands
Ársfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands
verður haldinn föstudaginn 20. maí, kl. 16.00 í sal
Tannlæknafélags Íslands, Síðumúla 35.
Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins og
30. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða.
Atkvæðaréttur sjóðfélaga telst eftir eign þeirra og
réttindum við síðustu áramót. Rétthafar eiga rétt til
fundarsetu með málfrelsi og atkvæðarétt.
Ársfundargögn má nálgast á vef sjóðsins,
www.li.is/ls/ltfi, og hjá Fjármálaráðgjöf
Landsbankans, Austurstræti 11.
Virðingarfyllst,
stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands.
STJÓRNLAGARÁÐ Kafli um mannrétt-
indi verður fremstur í stjórnar-
skránni og í honum verður tekið
fyrir möguleikann á herskyldu
hér á landi, verði tillögur stjórn-
lagaráðs að veruleika.
Fyrstu tillögurnar frá nefnd-
um Stjórnlagaráðs um breyting-
ar á stjórnarskránni voru teknar
til umræðu og afgreiðslu á 7. ráðs-
fundi í gær.
Nefnd C, sem fjallar meðal ann-
ars um dómstóla, lagði fram til
afgreiðslu á fundinum tillögu sína
að nýjum kafla um dómstóla. Kafl-
inn er viðameiri og ítarlegri en sá í
gildandi stjórnarskrá.
Nokkrar umræður urðu um
ákvæði í kaflanum þar sem kveðið
er á um að forseti skuli skipa dóm-
ara, eins og nú er. Þótti sumum
óeðlilegt að það væri sérstak-
lega tiltekið, enda ætti ráðið alveg
eftir að ræða kaflann um forseta
Íslands, hlutverk hans og vald.
Því var lagt til að orðin ‚Forseti
Íslands‘ yrðu sett í hornklofa, svo
fólk áttaði sig betur á að tillagan
væri breytingum háð og alls ekki
meitluð í stein. Hornklofa umræðan
dróst nokkuð á langinn og sýndist
sitt hverjum. Sumir töldu að þá
mætti jafnframt nýta til að auð-
kenna þau atriði í tillögum ráðsins
sem sæta tíðindum eða verðskulda
sérstaka eftirtekt og umræðu. Nið-
urstaðan varð að einungis ‚Forseti
Íslands‘ færi í hornklofa að sinni.
Jafnframt lagði nefnd C fram til-
lögu til kynningar um svokallaða
Lögréttu, nefnd sem hefði það hlut-
verk að veita Alþingi ráðgefandi
álit á því hvort frumvörp standist
stjórnarskrá.
Skiptar skoðanir voru um það
hvort tillagan gengi nógu langt og
töldu sumir að niðurstaða nefndar-
innar ætti að vera bindandi og
verksvið hennar víðara; hún ætti
til dæmis einnig að úrskurða um
Karpað um hornklofa
og sérfræðiþekkingu
Fyrstu tillögur að breytingum á stjórnarskránni voru ræddar á fundi stjórnlaga-
ráðs í gær. Lagt er til að herskylda verði með öllu bönnuð og að sérstök nefnd
ákvarði hvort frumvörp standist stjórnarskrá. Forsetinn varð þrætuepli.
FRÁ SETNINGU STJÓRNLAGARÁÐS Fólk var ekki sammála um hvort nauðsynlegt væri að lögspekingar úrskurðuðu um það hvort
lagafrumvörp stæðust stjórnarskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Aðfaraorð:
■ Fyrsta grein stjórnarskrárinnar verði aðfaraorð, eða nokkurs konar inngangur,
sem móti anda hennar og það sem á eftir komi. Ekki hefur verið gerð tillaga að
aðfaraorðum.
Kafli um dómstóla:
■ Kaflinn um dómstóla verði mun viðameiri og ítarlegri en sá fimmti í gildandi
stjórnarskrá.
■ Sá gamli er einungis þrjár greinar en sá í tillögu nefndarinnar er sex kaflar.
■ Í tillögunum er kveðið á um skipulag íslenskra dómstóla, nokkurn veginn eins
og því er nú til hagað.
■ Helsta nýmælið er að forseti Íslands skuli skipa dómara að tillögu hæfisnefndar,
án milligöngu ráðherra.
Kafli um mannréttindi:
■ Kaflinn verði færður fremst í stjórnarskrána, á eftir aðfaraorðum. Hann er nú í
sjöunda og síðasta kafla.
■ Nokkrum atriðum bætt í ákvæðið um jafnan rétt fólks óháð stöðu þess, til
dæmis aldri, arfgerð, búsetu, fötlun, kynhneigð, uppruna og stjórnmálaskoð-
unum.
■ Nýtt ákvæði um að allir skuli njóta verndar gegn ofbeldi, svo sem kynferðis-
ofbeldi.
■ Sérstakur kafli um börn og ákvæði um að þau skuli eiga rétt til samráðs um
eigin málefni í samræmi við aldur sinn og þroska.
■ Ákvæði um að aldrei megi lögleiða herskyldu.
Lögrétta:
■ Sérstakur kafli um nefnd sem hefði það með höndum að veita ráðgefandi álit á
því hvort lagafrumvörp standast stjórnarskrá, að kröfu þingnefnda eða þriðjungs
þingmanna.
■ Nefndin yrði skipuð sérfræðingum í stjórnlögum af forseta, Alþingi, Hæstarétti
og jafnvel almenningi.
Helstu breytingartillögur til þessa
það hvort þingmenn væru löglega
kjörnir eða hvort framkvæmdar-
valdið hefði brotið í bága við
stjórnarskrána.
Mestar umræður urðu um það
hvort eðlilegt væri að kveða á um
það í stjórnarskrá að í nefndinni
gæti aðeins setið fólk með þekk-
ingu á stjórnlögum.
Þannig töldu til dæmis Pawel
Bartoszek, formaður nefndar C,
og Íris Lind Sæmundsdóttir mjög
mikilvægt að lögfrótt fólk veldist
til að úrskurða um svo flókin lög-
fræðileg álitaefni.
Aðrir, til dæmis Þorvaldur
Gylfason, Andrés Magnússon,
Katrín Oddsdóttir og Katrín
Fjeldsted, lýstu andstæðri skoðun.
Þau töldu að almenningur ætti að
kjósa í nefndina, að minnsta kosti
að hluta.
Umræðum um tillögur, aðfara-
orð og mannréttindakafla, sem
sjá má hér til hliðar, var frestað til
dagsins í dag. stigur@frettabladid.is
Auglýsingasími
BANDARÍKIN Bandarískir vísinda-
menn hafa kynnt afar þunna lófa-
tölvu sem þeir kalla pappírstölvu.
Þessari örþunnu og sveigjanlegu
tölvu er líkt við framúrstefnulegan
iPhone-síma, enda getur hún gert
flest sem síminn getur.
„Þetta er framtíðin, svona verð-
ur þetta orðið eftir fimm ár,“ segir
Roel Vertegaal, yfirmaður tölvu-
þróunardeildar Queens-háskóla í
Bandaríkjunum, þar sem tölvan
var þróuð. Snjallsímar í dag verði
úreltir eftir fimm til tíu ár.
„Þessi tölva er eins og lítið gagn-
virkt blað. Maður getur sveigt það
til og notað sem farsíma, sveigt
hornin til að fletta blaðsíðum og
skrifað á það með penna til að
koma upplýsingum inn í tölvuna.“
Stærri útgáfur af tölvunni munu
í framtíðinni leysa pappír á skrif-
stofum af hólmi, segir Vertegaal.
Hægt verður að geyma mörg skjöl
á slíkum tölvum og skrifa inn á þau
með sérstökum pennum. Tölvurn-
ar nota enga orku nema þegar þær
eru í notkun, og þola meðferð sem
myndi skemma aðrar spjaldtölvur.
Pappírstölvan verður frum-
sýnd 10. maí á tækniráðstefnu í
Vancouver í Kanada. - bj
Vísindamenn kynna örþunna og sveigjanlega pappírstölvu í Bandaríkjunum:
Mun gjörbylta tölvutækninni
SMÁGERÐ Nýja pappírslófatölvan á að
geta flest sem iPhone-síminn getur.
Hægt er að hringja úr henni, skoða skjöl
og fleira. MYND/QUEENS-HÁSKÓLI
DANMÖRK Hættulega mikið magn
af PCB-efni sem flokkast sem
krabbameinsvaldandi hefur fund-
ist í lofti á Ríkisspítalanum í
Kaupmannahöfn. Könnun á loft-
gæðum leiddi þetta í ljós.
Forstjóri spítalans segir að þó
að ástandið sé alvarlegt bendi
ekkert til þess að sjúklingar
eða starfsfólk hafi veikst vegna
efnisins. PCB-efni voru notuð í
bindiefni eins og plast, málningu
og steypu á sjöunda og áttunda
áratug síðustu aldar, einnig á
Íslandi. - þeb
Ríkisspítali í Kaupmannahöfn:
Skaðleg efni í
lofti á spítala
Tókst vel til með byggingu tón-
listarhússins Hörpu?
Já 51,6%
Nei 48,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Líst þér vel á nýju kjara-
samningana?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN