Fréttablaðið - 06.05.2011, Síða 8
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR
Sameinaði lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum sínum
til kynningarfunda í Reykjavík og á Akureyri um
upphaf lífeyristöku. Fundunum er ætlað að gefa svör
við helstu spurningum sem vakna um lífeyrismál þegar
starfslok nálgast.
KYNNINGARFUNDIR
FYRIR VÆNTANLEGA
LÍFEYRISÞEGA
Til umfjöllunar verða:
• Ákvæði samþykkta sjóðsins um lífeyristöku.
• Atriði sem mestu ráða um hvenær sjóðfélagar ákveða að
hefja töku lífeyris.
• Tengsl lífeyris frá sjóðnum við lífeyri almannatrygginga.
• Aðrar hagnýtar upplýsingar sem tengjast þessum tímamótum.
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Sími 510 5000
mottaka@lifeyrir.is
lifeyrir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
Fundarstaðir og tími
REYKJAVÍK: 11. maí, kl. 17.00 í Borgartúni 30.
AKUREYRI: 12. maí, kl. 17.00 að Skipagötu 14, 4. hæð.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku eigi síðar en mánudaginn
9. maí, í síma 510 5000 eða með því að senda tölvupóst
á mottaka@lifeyrir.is, með upplýsingum um nafn,
kennitölu og símanúmer.
RÚSSLAND Rússar hafa sett lög
sem banna þarlendum að múta
opinberum starfsmönnum
erlendra ríkja. Sektir verða lagð-
ar jafnt á fyrir-
tæki sem ein-
staklinga sem
uppvísir verða
að því að brjóta
lögin.
Í tilkynningu
Efnahags- og
samvinnu-
stofnunarinnar
(OECD) í gær
fagnar Angel
Gurría, aðalframkvæmdastjóri
stofnunarinnar, því að Dimitri
Medvedev, forseti Rússlands, hafi
fullgilt lögin. Með löggjöfinni
hefur einnig opnast fyrir aðkomu
Rússa að vinnuhópi OECD gegn
mútum. - óká
OECD fagnar nýrri löggjöf:
Rússar banna
mútur erlendis
ANGEL GURRÍA
ALÞINGI Forseti Alþingis bað Mörð
Árnason, þingmann Samfylkingar-
innar, að gæta orða sinna í gær
þegar hann kallaði þingmenn
Sjálfstæðisflokksins grátkonur í
umræðu um frumvarp til breyt-
inga á lögum um landsdóm.
Frumvarpið, sem varð að lögum
í gær, snýst um að dómarar sem
eiga sæti í landsdómi skuli ljúka
meðferð máls þrátt fyrir að kjör-
tímabil þeirra klárist í miðju mál-
inu.
Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt
frumvarpið og sagt það beinast
sérstaklega gegn Geir H. Haarde.
Mörður ávarpaði Einar K. Guð-
finnsson sérstaklega og sagði að
hann væri „hin mesta grátkona af
öllum grátkonum Sjálfstæðis-
flokksins“.
Hann bætti við að Sig-
urður Kári Kristjánsson og
Birgir Ármannsson hefðu
þegar grátið vegna máls-
ins. Þingmennirnir hefðu
komið grátbólgnir í pontu
eftir að hafa áður snyrt
sig í speglinum til að
slá pólitískar keilur
í málinu.
Þingforsetinn Þuríður Backman
sló í bjölluna og bað Mörð að gæta
orða sinna. Mörður svaraði því til
að hann teldi orðin hafa verið
fullkomlega saklaus. - sh
Forseti Alþingis bað Mörð Árnason að gæta orða sinna í umræðu um landsdóm:
Kallaði sjálfstæðismenn „grátkonur“
MÖRÐUR ÁRNASON Virðist
eiga nokkuð auðvelt
með að ganga fram af
samstarfsmönnum
sínum á þingi.
HEILBRIGÐISMÁL Eigendur flugskýla
við Reykjavíkurflugvöll í Vatns-
mýri hafa ekki þurft að greiða
gatnagerðargjöld síðan árið 1989.
Samkvæmt samþykkt frá Borgar-
ráði Reykjavíkur frá 1. ágúst það
ár skulu eigendur hins vegar þess
í stað greiða kostnað við lagfær-
ingar eldri lagna og eftir atvikum
lagningu nýrra holræsa og brunna.
Skólpblandað vatn tók að flæða
upp úr brunni á svæðinu við flug-
völlinn í vikunni. Fráveitulögn
fyrir framan flugskýli 23 nær ekki
að anna fráveituvatni frá aðliggj-
andi lögnum sem gerir það að
verkum að skólp flæðir úr brunni
við flugskýli 21.
Eins og kom fram í Frétta-
blaðinu í gær eru þeir sem eiga
aðild að þeirri lögn sem þarfnast
lagfæringar á svæðinu Fluggarðar
– Lóðarfélag, Flugfélag Íslands og
Skeljungur hf. Rekstraraðilar hafa
vísað ábyrgðinni til Reykjavíkur-
borgar hingað til.
Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri
hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur, segir að síðan 2008 hafi
engar kvartanir borist og því hafi
yfirvöld talið að eigendur hefðu
aðhafst í málinu. Hinn 5. apríl
síðastliðinn kom þó í ljós að svo
var ekki, þar sem kvörtun vegna
skólpsins barst eftirlitinu að nýju.
Það sé hins vegar ljóst að ábyrgð
á viðhaldi og viðgerðum lagna á
svæðinu liggi hjá eigendum, í ljósi
samþykktar borgarráðs frá árinu
1989.
„Við höfum þetta í höndunum og
það hefur ekkert komið fram sem
fellir þessa samþykkt úr gildi,“
segir Rósa.
Ekki náðist í Ágúst Jónsson,
framkvæmdastjóra eignasviðs
Reykjavíkurborgar, í gær.
sunna@frettabladid.is
Hafa ekkert
greitt í 22 ár
Eigendur á svæðinu við flugvöllinn í Vatnsmýri hafa
ekki greitt gatnagerðargjöld síðan árið 1989. Fengu
undanþágu með því að greiða kostnað af lögnum.
SKÓLP VIÐ FLUGVALLARSVÆÐIÐ Eigendur flugskýla við Reykjavíkurflugvöll hafa ekki
þurft að greiða gatnagerðargjöld frá 1989. Í staðinn áttu þeir að greiða fyrir kostnað
við lagfæringu á gömlum lögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNSÝSLA Sjálfstæðismenn í bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna
forgangsröðun meirihlutans í hag-
ræðingaraðgerðum og segja ekki
líklegt að þær muni auka á sátt
meðal starfsmanna og bæjarbúa.
Í bókun á síðasta bæjarstjórnar-
fundi hörmuðu sjálfstæðismenn
uppsagnir og niðurskurð í grunn-
skólum á meðan ekki væri gripið
til hagræðingar á borð við sam-
einingu sviða. Þá gagnrýndu þeir
einnig þá ákvörðun að leigja hús-
næði undir fræðslusvið og félags-
þjónustu, sem yki fjárhagslegar
skuldbindingar bæjarins „á sama
tíma og mikil óvissa ríkir um nið-
urstöðu endurfjármögnunar 4,3
milljarða erlends láns sem var á
gjalddaga í upphafi síðasta mán-
aðar“.
Meirihlutinn svaraði því til að
þær stjórnsýslubreytingar sem
stæðu til hefðu verið unnar af odd-
vitum allra flokka í bæjarstjórn.
Þá hefði stærsta hagræðingin
í starfsmannamálum verið í mið-
lægri stjórnsýslu og umrædd-
ar breytingar í húsnæðismálum
myndu bæði auka hagræði og þjón-
ustu.
Meirihlutinn sagði loks að sjálf-
stæðismenn hefðu „augljóslega
valið sér að gera öll mál tortryggi-
leg, hversu jákvæð sem þau eru“.
- þj
Deilur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar:
Forgangsröðun gagnrýnd