Fréttablaðið - 06.05.2011, Qupperneq 10
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR
Þrjár sígildar barnabækur sem
eru ómissandi fyrir lestrarhesta
2.999
TILBOÐ
Áður kr.
3.499
2.299
TILBOÐ
Áður kr.
2.699
2.599
TILBOÐ
Áður kr.
2.999
TILBOÐIN GILDA FRÁ 6. MAÍ TIL OG MEÐ 18. MAÍ 2011
Ó S K A B Æ K U R Í B Ó K A S A F N B A R N A N N A
e s t a b l i s h e d 1 9 3 4
Andersen & Lauth Herraverslun
Laugavegi 7
Lokadagar
Lagersölu
Lagersölu lýkur á morgun
laugardaginn 7. maí
70%-
EFNAHAGSMÁL Sendinefnd Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (AGS) segir við
búið að fimmta endurskoðun efna-
hagsáætlunar Íslands verði tekin
fyrir í stjórn sjóðsins í byrjun júní.
Vikulangri heimsókn sendi-
nefndarinnar lauk í gær með blaða-
mannafundi þar sem farið var
yfir helstu niðurstöður funda sem
haldnir voru með fulltrúum stjórn-
valda, þingmönnum, fræðimönnum
og fulltrúum viðskipta- og atvinnu-
lífs, vegna fimmtu endurskoðunar
efnahagsáætlunar Íslands. Þá kom
þar fram að stjórnvöld á Norður-
löndum hafi staðfest að þau bjóði
enn tvíhliða lán til stuðnings áætl-
un Íslands.
Julie Kozack, yfirmaður sendi-
nefndar AGS, upplýsti á fundinum
að íslensk stjórnvöld og starfslið
sjóðsins hefðu náð samkomulagi
um fimmtu endurskoðunina, sem
nú biði staðfestingar framkvæmda-
stjórnar og stjórnar AGS. Hún
sagði kominn fram vísi að hægum
efnahagsbata, búist væri við 2,25
prósenta hagvexti á þessu ári sem
síðan aukast í 3,0 prósent á næstu
misserum. Mat sjóðsins á efnahags-
horfum landsins væri að mestu
óbreytt frá fyrri spám.
Sjóðurinn telur engu að síður að
endurskipulagning skulda heim-
ila og fyrirtækja gangi enn of
hægt fyrir sig, þótt þar hafi orðið
nokkur framför. „Endurskipulagn-
ing skulda er ennþá nauðsynlegur
þáttur varanlegs efnahagsbata og
myndi einnig aðstoða við að taka á
vanda hás hlutfalls lána í vanskil-
um í bankakerfinu.
Julie sagði margvíslegan árang-
ur hafa náðst og hrósaði áætlun
stjórnvalda um afnám gjaldeyris-
hafta. Hún væri árangurstengd
og hæfilega varkár. Þá drægi úr
opinberum skuldum og viðskipta-
halla, en óvissa um áhrif Icesave
þar á hefði aukist með því að deil-
unni hafi verið vísað til dómstóla.
„Engu að síður er búist við að eign-
ir þrotabús Landsbankans standi
undir verulegum hluta innstæðna
Icesave, sem dregur úr fjárhags-
legri áhættu ríkisins,“ sagði hún.
Þá sagði Julie mat sendinefndar-
innar að hér kæmi til með að draga
hægt úr atvinnuleysi, en nokkur
ár, líkast til fjögur, yrðu þar til
atvinnuleysi teldist lítið á ný.
Hvað gang efnahagsáætlunarinn-
ar í heild varðar sagði Julie ástæðu
til að fagna góðum árangri. Krepp-
an á Íslandi hefði verið ein sú allra
mesta sem sést hefði í heiminum.
Þá hefðu ytri aðstæður í efnahags-
lífi heimsins verið erfiðar og það
unnið á móti hraðari efnahagsbata.
Þá væru vandfundin lönd í heimin-
um til samanburðar, því óvíða hefði
fjármálakerfi landa hrunið alveg.
olikr@frettabladid.is
BLAÐAMANNAFUNDUR Í SEÐLABANKANUM Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar
AGS, svarar spurningum blaðamanna í gær. Með henni er Franek Rozwadowski,
sendifulltrúi AGS með aðsetur á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Góður bati eftir eina
mestu kreppu heims
Sjórnvöld og sendinefnd AGS hafa náð saman um fimmtu endurskoðun efnahags-
áætlunar Íslands. Fer fyrir stjórn AGS í júní. Mikill árangur hefur náðst frá hruni.