Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2011, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 06.05.2011, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 6. maí 2011 19 Ég hef einhvern tímann heyrt þá kröfu að lágmarkslaun ættu alla vega að vera jafnhá meðal- launum. Þetta markmið hljómar auðvitað vel í sjálfu sér, ég meina, hver á skilið að hafa laun undir meðallaunum? Örugglega ekki láglaunafólkið. Það er hins vegar kaldur og nötur legur eiginleiki meðallauna að sumir verða að liggja undir þeim og aðrir yfir þeim, því ann- ars væru þau ekki meðallaun. Og þó. Raunar er fræðilega séð, hægt að búa til launakerfi þar sem lágmarkslaun eru jafnhá meðal- launum. Til þess þurfa laun allra einfaldlega að vera jafnhá. Í raun er varla hægt að setja fram draumamarkmið jafnaðar- stefnu með skýrari hætti en þeim að vilja að meðallaun verði jafnhá lægstu launum. Í þessa átt virðast stjórnarflokkarnir trítla. Innanríkisráðherra lagði til dæmis til nýlega að „við“ myndum bindast fastmælum um að hæstu laun yrðu aldrei meir en þreföld lægstu laun. Skref á leið. Áður en við höldum lengra skulum við átta okkur hve langt við erum frá því viðmiði sem ráð- herrann leggur til. Skv. Hag- stofu Íslands eru lágtekjumörk í kringum 157 þúsund á mánuði. Sé sú tala þrefölduð fást um það bil 470 þúsund. Skv. Hagstofu Íslands eru yfir 90% Íslendinga með ráð- stöfunartekjur undir þeirri tölu. Langflestir Íslendingar liggja því þegar innan þeirra marka sem innanríkis ráðherra leggur til og sjálfur get ég sofið rótt þótt örfáir liggi þar fyrir ofan. Sú hugmynd að við sem „sam- félag“ myndum ákveða að engin hefði há laun hljómar kannski mildar en valdboð eða ofurskattar, en hvað þýðir hún? Samfélög geta ekki ákveðið hluti, þing og ríkisstjórnir og ein- staklingar geta það. Er vilji til þess meðal þeirra sem hafa 450 þúsund í ráðstöfunartekjur á mánuði til að lækka þessar tekjur sínar? Til hvers? Til að bregðast við einhverri samfélagslegri reiði? Eitthvað efast ég um að menn sýni það frum- kvæði. Né heldur hvet ég þá til þess. Það að menn snúist hálfhring í afstöðu til hárra launa í kjölfar gjaldþrots heils geira atvinnulífs, þar sem laun þóttu oft há, er skiljan- legt. En áhyggjur okkar eiga mun fremur að snúa að þeim sem liggja í fátæktargildru og lenda í brattri brekku ofurjaðar- skatta og tekjujöfnunar um leið og þeir reyna að klifra þaðan út. Sé nefnilega tekið tillit til venju- legra og sérstakra húsaleigubóta, atvinnuleysisbóta, barnabóta og allra tekjuskatta er hin raunveru- lega skattheimta á lág- og milli- tekjufólk gríðarleg. Ráðstöfunar- tekjur þess sem er með 450 þúsund á mánuði í laun ná ekki að vera 100 þúsund krónum hærri en þess sem er á atvinnuleysisbótum. Það gengur ekki. Út úr hálfblindri ríkidæmis- dýrkun dettum við í algjöra spegl- un hennar. Nú er sem það geti ekki með nokkru móti verið að einn einasti hálaunamaður sé virði þeirra pen- inga sem hann fær greitt. Samt væri auðvelt fyrir hvern sem er að líta til nágrannalanda og sjá hvort laun lækna, sjómanna og forstjóra meðalstórra fyrirtækja séu hærri eða lægri hér. Ég kalla eftir að þeim samanburði verði beitt. Ekk- ert ríki er lengur eyland, jafnvel þótt það kunni að liggja á eyju. Sé það hugmynd að auka hóf- lega skatta á þá sem mestar tekjur hafa í því skyni að minnka skatt- byrði lág- og millitekju- fólks og fækka tekju- tengingargildrum þá er það hugmynd sem er umræðu verð. En ætli stjórnvöld sér að stunda einhverja viðbragða- skattheimtu þá endum við með skattalegan bútasaum sem fælir frá þá sem menn vilja mjólka og refsar þeim sem menn vilja hjálpa. Ég get fallist á að skattkerfi eigi að hjálpa hinum fátækari, en ég get ekki fallist á að það að refsa hinum ríku sé markmið í sjálfu sér. Fjölmargt ríkt fólk býr á Norður löndum, þar sem skattar eru háir. Það er ásættanlegt að búa í ofurskattaríki ef skattkerfið er sæmilega stöðugt, en tekur ekki breytingum í kjölfar frétta af laun- um einstakra manna. Um skatta verða menn seint sammála. Ég vil að skattkerfið sé hvetjandi, aðrir vilja frekar að það sé „réttlátt“ og tekjujafnandi. Tökum þá umræðu. En tökum reiðina út úr jöfnunni. Reiðiskattar Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Ég vil að skattkerfið sé hvetjandi, aðrir vilja frekar að það sé „réttlátt“. Ríkisstjórn sem á hátíðar dögum eða þegar mikið liggur við kennir sig við jafnaðarmennsku og félagshyggju en lætur sig ekki varða að brotin séu mannréttindi á almenningi í landinu ætti að skammast sín. Ríkisstjórnin hefur enn ekki brugðist við áliti Mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna frá 12. desember 2007. Ríkistjórnin virðist ekki hafa kjark eða getu til að takast á við sérhagsmunaaðila sem virðast kom- ast upp með að stjórna öllu því sem þeir vilja stjórna. Nú um stundir virðast sérhagsmunasamtök LÍÚ fá að ráða því hvort áfram verði leyfð mannréttindabrot hér á landi með vitund og vilja stjórnvalda. Það er kominn tími til að stoppa af LÍÚ- klíkuna innan SA sem hefur hing- að til haft alltof mikil völd. Fólkið í landinu kaus ekki forystu SA og LÍÚ til að stjórna landinu, það kaus flokka sem lofuðu að standa vörð um velferðina og uppræta spill- ingu í íslensku samfélagi. Það kaus flokka sem lofuðu að breyta núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi. Það ríkir neyðarástand í þjóð- félaginu sem núverandi kvótakerfi átti stóran þátt í að skapa. Kerf- ið er einnig að koma í veg fyrir það að menn sem stunda vinnu í tengslum við sjávarútveg geti lifað mannsæmandi lífi. Kerfið kemur í veg fyrir atvinnuuppbyggingu í greininni sem full þörf er á í því atvinnuleysi sem nú er. Það kemur einnig í veg fyrir auknar þjóðar- tekjur sem við þurfum svo sannar- lega á að halda til að geta haldið uppi ásættanlegri velferðarþjón- ustu. Forsenda uppbyggingar hér á landi er að gerðar verði breyting- ar á núverandi kvótakerfi. Ekkert virðist vera að gerast í því og ætti almenningur í landinu að spyrja sig af hverju ríkisstjórn Samfylking- ar og Vinstri grænna hafi enn ekki staðið við loforð sitt í stjórnarsátt- mála að hefja fyrningu aflaheim- ilda í september 2009. Hvaða hags- muni er ríkisstjórnin að verja, eru það sérhagsmunir fárra á kostnað velferðar heildarinnar? Það vekur einnig furðu að frum- varp Jóns Bjarnasonar um aukinn kvóta sem leigja átti út frá ríkinu hafi verið stoppað af ríkisstjórninni í haust. Frumvarpið gerði ráð fyrir að bæta við kvóta sem yrði leigður út frá ríkinu. Maður spyr sig hvort frumvarpið hafi stoppað í ríkis- stjórn vegna þess að Steingrímur sem er og hefur verið kvótasinni og Samfylkingar-ráðherrarnir hafi ekki þorað að styggja LÍÚ-klíkuna. Það er full ástæða til að auka við kvótann og nota aukninguna til að brjóta upp kvótakerfið. Ástandið á fiskislóðum hringinn í kringum landið er með ólíkindum og þar er allt fullt af þroski. Hafró hefur mælt meiri þorsk í togararallinu í ár en undanfarin ár þrátt fyrir að litlu leyti sé togað á grunnslóð og ekkert sé togað inn á fjörðum eða út að 10 mílum frá landi, víðast hvar. Það eru margir möguleikar sem þjóðin á til að komast upp úr krepp- unni og eitt af því er að auka kvót- ann. Það kostar ekkert því nú þegar er til skipafloti og fólk með þekk- ingu og vilja til að nýta auðlindir þjóðarinnar með skynsamlegum hætti, landi og þjóð til góðs. Veiðum meiri þorsk Sjávarútvegur Grétar Mar Jónsson skipstjóri og fyrrverandi alþingismaður

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.