Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.05.2011, Blaðsíða 22
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR22 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is 60 ára afmæli Kæru ættingjar og vinir Þótt ótrúlegt megi virðast er ég að verða 60 ára þann 7. maí nk. Af því tilefni verð ég með opið hús í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju frá klukkan 10.30 til 13.30. Það myndi gleðja mig ef þið gætuð átt með mér ánæg julega stund í tilefni þessa merkis áfanga. Kær kveðja Jóhanna Freyja Björnsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gísli Benóný Kristjánsson fyrrverandi skrifstofustjóri Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 1. maí. Hann verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 9. maí kl. 15.00. Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir Unnsteinn Þórður Gíslason Magnús Gíslason Kristján Gíslason Guðrún Benedikta Elíasdóttir Gísli Örn Gíslason Birna Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn 100 ára afmæli Í tilefni hundrað ára afmælis Þórdísar G. Ottesen tekur hún á móti gestum í dag milli klukkan 16 og 18 í Salnum, Kópavogi. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Aron Jónsson húsasmíðameistari og fyrrv. bygginga- fulltrúi, Frostafold 4, 112 Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 4. maí. Sigurrós Kr. Sigurðardóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, Þorsteinn Björnsson Neðstabergi 10, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 2. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 9. maí kl. 13.00. Kristrún Bragadóttir Björn Davíð Þorsteinsson Katrín Ingunn Björnsdóttir Elskuleg eiginkona, móðir, amma og langamma, Sunna Karlsdóttir frá Vestmannaeyjum, sem andaðist að heimili sínu Æsufelli 4 í Reykjavík, þriðjudaginn 26. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. maí kl. 13.00. Andri Valur Hrólfsson Ívar Andrason Sigrún Guðnadóttir Ólafur Darri Andrason Kristjana Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabarn Móðir okkar og tengdamóðir, Ingibjörg J. Gíslason Elliheimilinu Grund, áður Laufásvegi 64a, verður jarðsungin í Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 9. maí kl. 15. Þóra Sandholt Ragnheiður Gíslason Þórarinn Jónasson Bergljót B. Gíslason Ása Gíslason Ólafur R. Magnússon barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Jónsdóttir „Imma á Hernum“ til heimilis að Norðurgötu 38, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík mánudaginn 9. maí kl. 13.00. Rannveig Óskarsdóttir Einar Björnsson Hákon Óskarsson Heiður Agnes Björnsdóttir Daníel Óskarsson Anne Gurine Óskarsson Mirjam Óskarsdóttir Torhild Ajer barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra ættingja og vina sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, afa, langafa og bróður, Guðmundar Björns Sveinssonar Esther Ósk Karlsdóttir börn, barnabörn, langafabörn og systkini. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Stefánsdóttir Hringbraut 65, Keflavík, lést laugardaginn 30. apríl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. maí, kl. 13.00. Guðríður Ó. Vestmann Bragi Jóhannsson Alma Vestmann Ægir Sigurðsson Stefán Vestmann Sara Saengduan Sinpru ömmu- og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát móður minnar og ömmu, Ásu Beck Magnús Haukur Jökulsson Þórunn Elín Magnúsdóttir Oddfríður R. Jónsdóttir stóma- hjúkrunarfræðingur var heiðruð sér- staklega á aðalfundi LHS í gær fyrir vel unnin störf, en Oddfríður er eini starfandi stómahjúkrunarfræðingur- inn á Landspítalanum. Hún hefur starfað sem slík í átján ár en 26 ár eru síðan hún útskrifaðist sem hjúkrunar- fræðingur. „Ég vann á deild þar sem stóma- þegar lágu og þeir fengu sömu þjón- ustu og aðrir sjúklingar. Mér fannst hins vegar nauðsynlegt að einhver einn sinnti þeirra þörfum sérstak- lega og þegar mér bauðst að fara í þetta nám dreif ég mig í það,“ segir Oddfríður. Stómasjúklingar fá poka framan á maga sem tekur við þvagi og hægðum. Oddfríður segir starfið geta verið erfitt. Það sé þó einnig gef- andi en hluti starfs hennar felst í að sinna heimavitjunum til stómaþega. „Það verða nánari tengsl. Ég fylgi sömu manneskjunni frá því hún er skorin og þar til hún er orðin sjálf- stæð og það geta verið tveir til þrír mánuðir. Stómaþegar eru á öllum aldri, allt frá nýfæddum börnum og upp í gamalmenni og ég fræði bæði þá og fjölskyldur þeirra. Ég hitti sjúk- linga bæði fyrir og eftir aðgerðina á spítalanum og fer svo heim til þeirra og kenni þeim handtökin við að skipta um stómahjálpartækin.“ Oddfríður sinnir stómaþegum á Landspítalanum við Hringbraut, á Landakoti, Grensás og Borgarspítal- anum og sér einnig um fræðslu starfs- fólks annarra deilda spítalans þar sem stómasjúklingar liggja. Auk þess heldur hún úti göngudeild fyrir þá sem hafa fengið stóma fyrir einhverjum árum og þurfa að koma inn vegna ein- hverra vandamála.” heida@frettabladid.is ODDFRÍÐUR R. JÓNSDÓTTIR: HEIÐRUÐ FYRIR VEL UNNIN STÖRF Starfið bæði erfitt og gefandi NÁNARI TENGSL MYNDAST Oddfríður R. Jónsdóttir stómahjúkrunarfræðingur sinnir heima- vitjunum til stómaþega og var heiðruð á aðalfundi LSH fyrir vel unnin störf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINAR SIGURBJÖRNSSON prófessor er 67 ára í dag. „Í lífinu erum við umlukt miskunn Guðs.“67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.