Fréttablaðið - 06.05.2011, Síða 29
er líka að reyna að toga hann hingað
til Íslands þannig að vonandi breytist
þetta ástand fljótlega.“
Blaðamaður laumast til þess að
spyrja Annie hvað hún nú taki nú
eiginlega í bekk en fær það svar að
hún stundi ekki slíkar æfingar. „Bekk-
pressur eru ekki beint hluti af Cross-
Fit og mér finnst það frekar leiðinleg-
ar æfingar. Ég stunda ólympískar lyft-
ingar og þar tek ég 90 kíló í „clean and
jerk“ og 70 kíló í snörun.“
AUGLÝSIR REEBOK
Annie Mist gerði nýverið samning við
íþróttavöruframleiðandann Reebok
og leggur þeim meðal annars lið við
hönnun á fatnaði sem er sérsniðinn
að þörfum þeirra sem stunda Cross-
Fit. Auk þess situr hún fyrir í aug-
lýsingum fyrirtækisins og þekur ein
slík meðal annars þakið á flugvell-
inum í Los Angeles. „Samningurinn
felur meðal annars í sér að ég aðstoði
þau við vöruþróun og auglýsi vörurn-
ar. Mér skilst að það sé stór auglýs-
ing með mér á þaki flugvallarins í
Los Angeles, sem er svolítið skrítin
tilhugsun.“
Annie telst eitt af undrabörnum
CrossFit-íþróttarinnar en þrátt fyrir
það lætur hún athyglina ekki ná til
sín heldur er hógværðin uppmál-
uð. „Ég er bæði búin að æfa íþrótt-
ina mjög stutt og er einnig með
þeim yngstu og hef þess vegna vakið
nokkra athygli. En það eru margar
mjög efnilegar konur að keppa í þessu
og maður veit aldrei hverjum maður
mætir eða hvernig keppnin verður.
Þó ég sé stanslaust að bæta mig þá
eru hinir keppendurnir líka að því ...
sem er pirrandi,“ segir hún og skell-
ir upp úr.
STEFNIR Á SIGUR
Faðir Annie er ættaður frá Vík í Mýr-
dal og þar ól hún manninn fyrstu sex
ár ævinnar. Hún man lítið frá þeim
tíma annað en að lífið hafi verið gott
og að því hafi fylgt mikið frelsi að
búa í svo litlu þorpi. Annie á tvo eldri
bræður og segir tilveruna þægilega
þegar maður er bæði yngsta barn-
ið og eina stúlkan að auki. „Ég segi
ekki að ég hafi verið dekruð en maður
fékk mikla athygli og það var passað
upp á mann. Ég þurfti samt líka að
hafa fyrir mínu verandi litla systir en
svona oftast var þetta frekar þægileg
tilvera,“ segir hún brosandi.
Samhliða stífri íþróttaiðkun stund-
ar hún einnig nám í lífefnafræði við
Háskóla Íslands og stefnir á læknis-
fræðinám í framtíðinni. Hún er einnig
meðeigandi að CrossFit BC sem hlýtur
að teljast nokkuð merkilegt þar sem
hún er ekki nema 21 árs gömul. Og
Annie stefnir hærra í nánustu fram-
tíð því hún hefur einsett sér að sigra á
næstu Heimsleikum. „Eins og alltaf,“
segir hún að lokum brosandi.
YRIR
ULAÐI
✽
m
yn
da
al
bú
m
ið
Þarna er ég ásamt bræð
rum
mínum, Kolla og Svani,
og pabba
í göngutúr í Vík í Mýrdal
.
Mitt fyrsta Kvennahlaup með
mömmu. Ég er um fimm ára
gömul þarna.
Þarna er ég sex ára í Noregi
ásamt bræðrum mínum.
Ég á CrossFit-æfingu.
Töff sólgleraugu fyrir sumarið
Marc by Marc Jacobs
Verð 23.600
Dolce&Gabbana
og Madonna
Hér á ferðinni er hönnun á D&G sólgleraugnalínu sem
sjálf söngkonan Madonna er aðili að í samvinnu við
Domenico Dolce og Stefano Gabbana.
Sjá má fleiri MDG sólgleraugu á www.opticalstudio.is
Oakley, módel TEN, litur á umgjörð Black
Ink. Linsan er Polarized svokölluð OO
Red Iridium.
Oakley halda því fram, og vitna í óháða
rannsókn, að þetta séu skörpustu og bestu
Polarized gler sem til eru í dag.
Meiri upplýsingar um Oakley á vef Optical
Studio, www.opticalstudio.is
OPTICAL STUDIO
www.opticalstudio.is
AUGAÐ
Gleraugnaverslun
Kringlunni
S. 568-9111
www.augad.is
Carrera
Verð 32.700
Gucci
Verð 48.200
Ray Ban
Verð 19.900
Sjónlínan
Gleraugnaverslun
Strandgötu Hafnarfirði
www.sjonlinan.is
Kaenon Polarized
Georgia Blue Lagoon
golfgleraugu fyrir konur.
Verð 34.900 kr.
Kaenon Polarized Kore
veiðigleraugu fyrir karlmenn.
Sjóngler úr SR-91
Verð 33.900 kr.
Kynning