Fréttablaðið - 06.05.2011, Page 38

Fréttablaðið - 06.05.2011, Page 38
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR26 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Segðu mér Zlatan, með dömurnar í þessum myrkraheimi þínum, eru einhverjar fallegar blóðsugur þarna úti? Ég get sko sagt þér það. Engar konur glóa jafnmikið af dulúð og leyndardómi og þær stúlkur sem ég er með. Veit hvað þú meinar. Heill vertu Zlatan! Litli grísinn hjá myrkrahöfð- ingjanum Zyrne verður skírður í kvöld. Eigum við ekki að fara saman? Alveg pottþétt! Flott! Skálaðu fyrir mér. Er þetta þín hugmynd um nafnspjald? Ég er að vonast til að þetta muni bægja frá atvinnu- möguleikum. Forfallakennarinn minn segist vera grænn kennari af því að honum er umhugað um umhverfi sitt. Mjög athyglisvert! Í dag athugaði hann hversu mörg okkar væru með nestið okkar í umhverfis- vænum umbúðum og gaf hverjum og einum einkunn. Mjög athyglisvert! Þú fékkst 4,9. Hvurs lags!!! Mjög athyglisvert! LÁRÉTT 2. voð, 6. óreiða, 8. skordýr, 9. tíma- bils, 11. hreyfing, 12. málmhúðun, 14. teygjudýr, 16. tvíhljóði, 17. dýrahljóð, 18. suss, 20. snæddi, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. morð, 3. hvort, 4. planta, 5. sakka, 7. niðurstaða, 10. er, 13. vefnaðar- vara, 15. arða, 16. í viðbót, 19. gyltu. LAUSN LÁRÉTT: 2. segl, 6. rú, 8. fló, 9. árs, 11. ið, 12. plett, 14. amaba, 16. au, 17. urr, 18. uss, 20. át, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. dráp, 3. ef, 4. glitbrá, 5. lóð, 7. úrlausn, 10. sem, 13. tau, 15. arta, 16. auk, 19. sú. Maja átti lítið lamb og lék sér oft við það. Ef farið var í ferðalag þau fylgdust jafnan að Páll Ólafs son Engir sérsta kir hæfileik ar 542 2626 (Skildu eft ir skilaboð eða eitthva ð) Ég var alveg að verða tólf ára þegar ég fór í minn fyrsta megrunarkúr. Það var Scarsdale-kúrinn, sem gaf loforðið „sjö kíló á fjórtán dögum án sultar eða þrenginga“. Utan á bókinni var mynd af konu á göngu í garði sem henti epli í ruslafötu sem stóð við hliðina á bekk þar sem risastór maður sat og borðaði hamborgara. Mjög hvetjandi. „EPLI- jógúrt-jógúrt-epli“ var næstur á dag- skrá, fimm daga kúr þar sem epli og jógúrt skiptust á að gleðja og seðja þó að hvort- tveggja dvínaði eftir því sem leið á vikuna og kílóin sem fóru kæmu aftur innan skamms. SÚPUKÚRINN samanstóð af grænmetissúpu sem mátti borða ótakmarkað, því hún „étur mann á móti“, sem þýðir að það fara fleiri hitaeiningar í að brenna grænmetinu en koma úr súpunni. Mest lítið annað var hins vegar á boðstólum og súpan góða varð ansi þreytandi til lengdar. SÍTRÓNUSAFAKÚRINN: torkennilegt töfra- lyf í brúsa sem blandað var út í heitt vatn og svo mátti drekka þetta allan daginn. Átti að hreinsa líkamann sundur og saman og gera út af við allar óheil- brigðar langanir. Ég fékk bara í magann. GRAPE-SLIM kúrinn: töflur unnar úr greipaldini sem Joan Collins mælti ákaft með. Töflurnar áttu að draga úr matarlyst, ef ekki bara hindra hana alveg, og grenna neytandann í kjölfarið. Ógeðslega vondar og kölluðu á eitthvað sætt til að ná bragðinu úr munninum. SOUTH Beach kúrinn: tvær vikur á mjög ströngu kolvetnalausu fæði en síðan mátti smám saman bæta góðum og grófum kol- vetnum við. Gekk ágætlega til jóla. DR. Gillian: reyndi að fara eftir ráðlegg- ingum hennar en komst að því að það tæki allan daginn og svo var ég ekki alveg til í þær persónulegu rannsóknir á úrgangi sem hún mælir svo eindregið með. HERBALIFE: tveir hressilegir hristingar á dag og svo kvöldmatur gekk ljómandi vel í fjóra mánuði. Græna brennsluteið virkaði reyndar eins og ég ímynda mér að amfetamín myndi virka á mig og þegar ég var hætt að sofa og hélt að kettirnir væru geimverur var sá draumur búinn. ZONE: danski, mjólk og bananar, hætta- klukkan-átta, kolvetnakúrinn, kolvetna- lausi kúrinn, New York kúrinn, Hollywood- kúrinn, Cambridge-kúrinn, Atkins-kúrinn, LR kúrinn, 13 daga kúrinn, kúrkúrinn... Í DAG er megrunarlausi dagurinn sem fagnar heilbrigði, ekki hitaeiningum. Lifið og njótið! Kúrinn Frumsýnt 7. maí 2.sýning 8.maí kl. 20 3.sýning 15.maí kl. 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Miðasölusími.: 551 1200 eða á leikhusid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.