Fréttablaðið - 06.05.2011, Side 52
6. maí 2011 FÖSTUDAGUR40
FM 88,5 XA-Radíó
FM 90,1 Rás 2
FM 90,9 Gullbylgjan
FM 91,9 Kaninn
FM 93,5 Rás 1
FM 95,7FM957
FM 96,3 FM Suðurland
FM 96,7 Létt Bylgjan
FM 97,7 X-ið
FM 98,9 Bylgjan
FM 99,4 Útvarp Saga
FM 102,2 Útvarp Latibær
FM 102,9 Lindin
FM 105,5 Útvarp Boðun
ÚTVARP FM
SKJÁREINN
OMEGA
Dagskrá allan sólarhringinn.
STÖÐ 2
18.15 Föstudagsþátturinn Með Hildu
Jönu Gísladóttur.
Dagskrá N4 – Sjónvarp Norðurlands
er endurtekið allan sólarhringinn og
um helgar.
20.00 Hrafnaþing Jón Kristinn stýrir
heimastjórninni.
21.00 Kolgeitin Þið og við elskum Bogo-
mil.
21.30 Eldhús meistaranna Hvað á að
kokka um helgina?
Dagskrá ÍNN er endurtekin um helgar
og allan sólarhringinn.
06.10 Full of It
08.00 Sisterhood of the Traveling
Pants 2
10.00 What a Girl Wants
14.00 Sisterhood of the Traveling
Pants 2
16.00 What a Girl Wants
20.00 Full of It
22.00 Picture This
00.00 Fur
02.00 How She Move
04.00 Picture This
06.00 Legally Blonde
06.00 ESPN America
08.10 Wells Fargo Championship (1:4)
11.10 Golfing World
12.00 Golfing World
12.50 PGA Tour - Highlights (16:45)
13.45 Wells Fargo Championship (1:4)
16.50 Champions Tour - Highlights
17.45 Inside the PGA Tour (18:42)
18.10 Golfing World
19.00 Wells Fargo Championship (2:4)
22.00 Golfing World
22.50 PGA Tour - Highlights
23.45 ESPN America
15.45 Sunnudagsmessan Sunnudags-
messan með þeim Guðmundi Benediktssyni
og Hjörvari Hafliðasyni er þáttur sem enginn
má láta framhjá sér fara. Leikirnir krufðir til
mergjar af fagmönnum og lífleg og fagleg
umræða um enska boltann.
17.00 Sunderland - Fulham
18.45 Blackburn - Bolton Útsending frá
leik Blackburn Rovers og Bolton Wanderers í
ensku úrvalsdeildinni.
20.30 Ensku mörkin Sýnt frá síðustu
leikjum í neðri deildum enska boltans. Glæsi-
leg mörk og mögnuð tilþrif.
21.00 Premier League Preview Hitað
upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeild-
inni. Viðtöl við leikmenn og þjálfara og stuðn-
ingsmenn teknir tali.
21.30 Premier League World
22.00 PL Classic Matches: PL Classic
Matches (100 Match
22.30 Premier League Preview Hitað
upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeild-
inni. Viðtöl við leikmenn og þjálfara og stuðn-
ingsmenn teknir tali.
23.00 Chelsea - Man. Utd
16.50 Kallakaffi (9:12)
17.20 Vormenn Íslands (2:7) (e)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Otrabörnin (20:26)
18.22 Pálína (14:28)
18.30 Hanna Montana
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.35 Kastljós
20.10 Hollywood-hundur í hrakning-
um (Beverly Hills Chihuahua) Ofdekraður
smáhundur frá Hollywood villist í fríi í Mexíkó
og þarf hjálp til þess að komast heim. Leik-
stjóri er Raja Gosnell og meðal leikenda er
Piper Perabo. Bandarísk fjölskyldumynd frá
2008.
21.45 Vera (Vera) Bresk sakamálamynd
byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru
Stanhope rannsóknarlögreglumann á Norð-
ymbralandi. Meðal leikenda eru Brenda Blet-
hyn og David Leon.
23.20 Skíni ljós (Shine a Light) Mynd
eftir Martin Scorsese um hljómsveitina Roll-
ing Stones. Ferill sveitarinnar er rakinn og
sýndar upptökur frá tónleikum. (e)
01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
07.00 Barnatími Stöðvar 2
08.15 Oprah
08.55 Í fínu formi
09.10 Bold and the Beautiful
09.30 The Doctors
10.15 60 mínútur
11.00 Life on Mars (1:17)
11.50 Logi í beinni
12.35 Nágrannar
13.00 Frasier (19:24)
13.25 What Happens in Vegas...
15.05 Auddi og Sveppi
15.30 Barnatími Stöðvar 2
17.05 Bold and the Beautiful
17.30 Nágrannar
17.55 The Simpsons (16:22)
18.23 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.47 Íþróttir
18.54 Ísland í dag
19.11 Veður
19.20 Auddi og Sveppi
19.50 American Idol (32:39) Úrslita-
slagurinn heldur áfram í American Idol og
aðeins fimm bestu söngvararnir eru eftir.
Keppendur þurfa því að leggja enn harð-
ar af sér til þess að vinna hylli og atkvæði al-
mennings.
20.55 American Idol (33:39) Nú kemur í
ljós hvaða fjórir keppendur halda áfram í Am-
erican Idol og eiga áfram von um að verða
næsta söngstjarna Bandaríkjanna.
21.40 Something‘s Gotta Give Róm-
antísk gamanmynd. Harry er stórbokki í tón-
listarbransanum og með auga fyrir fallegum,
ungum konum. Hann er kominn af léttasta
skeiði en lætur það ekki stoppa sig. Nýjasta
kærastan er minnst helmingi yngri en hann
og því er það heldur neyðarlegt þegar Harry
fær hjartaáfall á heimili foreldra stúlkunnar.
Móðir hennar kemur gamla kvennabósanum
til aðstoðar í veikindunum og þá fer Harry að
sýna á sér áður óþekkta hlið.
23.45 Hellboy II: The Golden Army
Spennandi mynd um ofurhetjuna Hellboy
með Ron Perlman og Selmu Blair í aðalhlut-
verkum.
01.45 The Incredible Hulk
03.35 What Happens in Vegas...
05.10 The Simpsons (16:22)
05.35 Fréttir og Ísland í dag
19.25 The Doctors
20.10 Amazing Race (1:12) Fjórtánda
þáttaröðin af kapphlaupinu mikla þar sem
keppendur þeysast yfir heiminn þveran og
endilangan með það að markmiði að koma
fyrstir í mark og fá að launum eina milljón
dala.
21.00 Fréttir Stöðvar 2
21.25 Ísland í dag
21.55 Steindinn okkar (5:8) Steindi Jr.
er mættur aftur í nýrri og drepfyndinni seríu
og fær fjölmarga þjóðþekkta Íslendinga til liðs
við sig, jafnt þá sem þegar hafa getið sér gott
orð í gríninu og hina sem þekktir eru fyrir
eitthvað allt annað.
22.25 NCIS (13:24) Spennuþáttaröð sem
er í röð þeirra allra vinsælustu í Bandaríkj-
unum og fjallar um sérsveit lögreglumanna
sem starfar í Washington og rannsakar glæpi
tengda hernum.
23.10 Fringe (12:22) Þriðja þáttaröðin
um Oliviu Dunham, sérfræðing FBI í málum
sem grunur leikur á að eigi sér yfirnáttúru-
legar skýringar.
23.55 Generation Kill (2:7)
01.05 Amazing Race (1:12)
01.50 The Doctors
02.30 Auddi og Sveppi
03.00 Fréttir Stöðvar 2
03.50 Tónlistarmyndbönd frá Nova TV
06.00 Pepsi MAX tónlist
08.00 Dr. Phil (e)
08.45 Pepsi MAX tónlist
16.30 Girlfriends (10:22) (e)
16.50 Dr. Phil
17.35 One Tree Hill (6:22) (e)
18.20 How To Look Good Naked (e)
19.10 America‘s Funniest Home Videos
19.35 Will & Grace (5:25)
20.00 Rules of Engagement (13:13)
Bandarísk gamansería um skrautlegan vina-
hóp. Það er komið að lokaþættinum að sinni.
20.25 The Biggest Loser (2:26) Banda-
rísk raunveruleikasería um baráttu ólíkra ein-
staklinga við mittismálið í heimi skyndibita
og ruslfæðis.
21.15 HA? LOKAÞÁTTUR (15:15) Ís-
lenskur skemmtiþáttur með spurninga-
ívafi. Gestir þáttarins í þessum lokaþætti eru
hamborgara æturnar og gleðigjafarnir Simmi
og Jói.
22.05 The Bachelor (2:11) Raunveru-
leikaþáttur þar sem rómantíkin ræður ríkjum.
23.35 Makalaus (10:10) (e)
00.05 30 Rock (22:22) (e)
00.30 Law & Order: Los Angeles (7:22) (e)
01.15 Whose Line Is It Anyway? (e)
01.40 Girlfriends (9:22) (e)
02.00 Saturday Night Live (18:22) (e)
02.55 Will & Grace (5:25) (e)
03.15 Penn & Teller (1:10) (e)
03.45 Penn & Teller (2:10) (e)
04.15 Pepsi MAX tónlist
07.00 UEFA Europa League 2010/2011
17.25 UEFA Europa League 2010/2011
19.10 Evrópudeildarmörkin Sýnt frá
öllum leikjunum í Evrópudeildinni í knatt-
spyrnu. Öll helstu tilþrifin og umdeildu atvik-
in á einum stað.
20.00 Fréttaþáttur Meistaradeildar
Evrópu Skyggnst á bakvið tjöldin hjá liðun-
um sem leika í Meistaradeild Evrópu. Hitað
upp fyrir komandi leiki og um leið hinir ýmsu
leikir krufðir til mergjar.
20.30 La Liga Report Leikir helgarinnar
í spænska boltanum krufðir til mergjar og
hitað upp fyrir leikina á Spáni.
21.00 F1: Föstudagur Hitað upp fyrir
komandi keppni í Formúlu 1 kappakstrinum.
Gunnlaugur Rögnvaldsson skoðar undirbún-
ing liðanna fyrir kappaksturinn.
22.00 European Poker Tour 6 Sýnt frá
European Poker Tour þar sem mætast allir
bestu spilarar heims.
00.00 NBA 2010/2011 - Playoff
Games
> Jack Nicholson
„Ég veit að ég get leikið. Það eru ekki
mikið fleiri störf sem ég get unnið við.“
Jack Nicholson leikur Harry, sem er
stórbokki í tónlistarbransanum
og með auga fyrir fallegum,
ungum konum, en í kjölfar
hjartaáfalls fer Harry að sjá
á sér áður óþekkta hlið í
rómantísku gamanmyndinni
Something‘s Gotta Give sem er
á Stöð 2 kl. 21.40 í kvöld.
Einu sinni gekk ég með rokkstjörnudraum í maganum,
mig langaði til að vera heimsfrægur í slitnum galla-
buxnum, hlýrabol, með sítt hár og sólgleraugu.
Eins og alla stráka dreymir einhvern tímann
um. En svo tekur auðvitað raunveruleikinn
við, maður gleymir þessum tálsýnum og
tekst á við lífið eins og það er. Rokkstjörnu-
starfið er aðeins fyrir hina útvöldu, þá sem
hafa þrek og þor til að harka og harka þar til
stóra tækifærið gefst. Sem er yfirleitt ákaflega til-
viljanakennt andartak byggt á þeirri einföldu kenn-
ingu að vera á réttum stað á réttum tíma.
Kanadísku rokkararnir Anvil voru aldrei á réttum
tíma á réttum stað. Þeir höfðu hæfileikana en féllu milli
báts og bryggju í glysrokksgeiranum á níunda áratugnum.
Gleymdir flestum nema örfáum aðdáendum í Ontario-fylki
í Kanada fylgist kvikmyndagerðarmaðurinn Sacha Gervasi með
því þegar Steve „Lips“ Kudlow og Robb Reiner reyna í síðast
sinn að meika það í heimildarmyndinni Anvil! The Story of
Anvil sem sýnd var á RÚV á miðvikudagskvöldið.
Foreldrar sem vilja ekki að börnin þeirra láti reyna á
rokkstjörnudrauminn ættu að sýna þeim þessa mynd;
hún er svo ótrúleg innsýn í heim tveggja miðaldra karla
sem lifa eftir reglum rokksins. Foreldrar sem sjálfir vilja
láta rokkstjörnudrauminn rætast á efri árum ættu einnig
að horfa á þessa mynd; hún er helber sönnun þess að
lengi lifir í gömlum glæðum og ef þú trúir einhverju, nógu
asskoti lengi, þá geta draumarnir stundum ræst. En bara
stundum.
VIÐ TÆKIÐ FREYR GÍGJA GUNNARSSON SÁ ROKKDRAUMINN
Guð blessi Anvil og kanadískan metal
ROKK Það hljóta að vera einhverjir gamlir karlar með rokk-
stjörnudrauminn í maganum sem hafa horft á þessa mynd
og fengið fiðringinn í tærnar.