Fréttablaðið - 13.05.2011, Side 48

Fréttablaðið - 13.05.2011, Side 48
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR Bækur ★★ Sláttur Hildur Knútsdóttir JPV-útgáfa Búa tilfinningarnar í hjartanu? Og ef svo er verða þær þá eftir þegar hjartað er flutt í aðra manneskju? Man hjartað hvern það elskaði í fyrri kroppi? Er líffæri bara líf- færi eða er það hluti af því hver við erum sem manneskjur? Þessum spurningum veltir Hildur Knútsdóttir upp í fyrstu skáldsögu sinni, Slætti. Önnur aðalsöguhetjan er Edda, 24 ára hjartaþegi sem upplifir breytingar á þrám og löngunum við hjartaskiptin. Hin aðal- persónan er Eysteinn, sjö ára skyggn drengur sem missti móður sína í bílslysi þegar hann var tveggja ára. Leið- ir þeirra liggja saman fyrir tilviljun með óafturkræfum áhrifum á líf beggja. Sláttur er prýðilega byggð saga og ágætlega skrifuð, samtöl eðli- leg og flestar persónurnar trú- verðugar. Samt sem áður geng- ur dæmið illa upp. Jafnvel þótt við gefum okkur það að ástin búi í hjartanu hvernig fer hjartað þá að því að þekkja þann elskaða? Og hvernig fer hinn elskaði að því að þekkja hjarta ástvinar í öðrum líkama? Hugsanlega mætti skýra slíkt með „vöðvaminni“ en hér er engin tilraun gerð til þess og raun- ar margítrekað að taugarnar frá hjartanu hafi allar verið klipptar í aðgerðinni og það sé því ekki Mitt hjarta eða þitt? raunverulegur hluti af nýja líkam- anum. Þemað um hina ódauðlegu ást sem í hjartanu býr er þekkt úr ýmsum misvel heppnuðum Holly- wood-myndum og Sláttur fylgir formúlu þeirra út í æsar. Hér er dansað á barmi væmninnar, hver klisjan rekur aðra og auk þess að vera fullkomlega fyrirsjáan- leg er sagan ansi langt frá því að vera trúverðug. Endirinn er einn sá snubbóttasti sem sögur fara af, munaði minnstu að maður hringdi í forlagið og spyrði hvort það væri ekki galli í upp- laginu, hvort ekki vantaði nokkrar síður? Ýmislegt er þó skemmtilega unnið í sögunni. Samskipti Eddu við ofurstjórn- sama móður sína og sálfræðinginn sem móðirin lætur hana ganga til eru bæði kómísk og ljúfsár og óttinn og reiðin sem ævilangur sjúkdóm- ur veldur komast vel til skila. Samskipti Eysteins við föður sinn og stjúpa eru einnig mjög vel unnin og ótti drengsins við skyggnina skilar sér vel. Það fer ekkert á milli mála að höfundurinn er fínasti penni og kann að segja sögu, en þessi saga er hvorki fullhugsuð né fullskrif- uð. Hér hefði forlagið átt að grípa inn í og benda á það sem miður fer. Það er mikill misskilningur að ungum höfundum sé greiði gerður með því að gefa út hálfköruð verk þeirra. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Ágætlega stíluð saga, en ófullburða og klisjukennd. Útskriftardansnemar við Listaháskóla Íslands frumsýna í kvöld tvö dansverk í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, The Genius of the Crowd eftir Tony Venich og How Did You Know Frankie? eftir Svein- björgu Þórhallsdóttur. Níu útskrifast af samtímadansbraut leiklistar- deildar Listaháskóla Íslands í vor. Þetta er í annað sinn sem deildin útskrifar dansara með BA-gráðu en fyrri hópurinn útskrifaðist fyrir tveimur árum. Undanfarnar vikur hafa útskriftarnemarnir unnið með danshöfundunum Tony Vezich og Svein- björgu Þórhallsdóttur að síðustu uppfærslum sínum við skólann og árangurinn má sjá í upp- færslunum The Genius of the Crowd og How Did You Know Frankie? The Genius of the Crowd er kraftmikið dansverk sem byggir á tækni sem dansararnir stunda öll námsár sín við skólann og kallast „Release the Beast“. How Did You Know Frankie? er leikhússkotið dansverk sem er unnið út frá dauðasyndunum sjö og tóku nemendurnir virkan þátt í sköpun sýningarinnar. Dansarar í báðum sýningunum eru Austeja Vil- kaityte, Ásrún Magnúsdóttir, Kara Hergils, Marie Bergby Handeland, María Þórdís Ólafsdóttir, Lea Vendelbo Petersen, Lotta Suomi og Þyri Huld Árna- dóttir. Sýningin í kvöld hefst klukkan 20 en verkin verða sýnd fimm sinnum. Nánari upplýsingar um sýningartíma má finna á lhi.is. Síðasti dansinn fyrir útskrift ÚR ÚTSKRIFTARSÝNINGUNNI Þetta er annar árgangurinn sem útskrifast af listdansbraut leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. Þriðja og síðasta sýningin á Óperudraugnum, í nýrri leik- gerð Guðrúnar Ásmundsdóttur, verður í Hofi á Akureyri á sunnu- dag. Óperudraugurinn er einn vinsælasti söngleikur samtím- ans og hefur þegar verið sýndur fyrir fullu húsi í Skagafirði og Reykjavík. Uppfærslan er samstarfsverk- efni Draumaradda norðursins og Óperu Skagafjarðar. Leik- stjórn er í höndum Guðrúnar Ásmundsdóttur og Alexöndru Chernyshovu, en sú síðarnefnda hefur verið ein aðaldriffjöðurin í tónlistarflórunni á Norðurlandi vestra. Alls koma 45 manns fram í sýningunni. Michael Jón Clarke fer með hlutverk sjálfs Óperu- draugsins í sýningunni en Alex- andra Chernyshova leikur hans heittelskuðu. Af öðrum einsöngv- urum má nefna Ívar Helgason, Dagrúnu Ísabellu Leifsdóttur og Snorra Snorrason. - kg Lokasýn- ing Óperu- draugsins á Akureyri ÓPERUDRAUGURINN Frá uppfærslu Radda norðursins og Óperu Skaga- fjarðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.