Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 62
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR46
FÖSTUDAGSLAGIÐ
Björn Bragi Arnarsson, ritstjóri
Monitor, og Þórunn Antonía
Magnúsdóttir úr Steindanum
okkar hafa verið ráðin til að
stjórna vikulegum sjónvarpsþætti
á Stöð 2. Þátturinn á að koma í
staðinn fyrir Audda og Sveppa,
sem hefur verið á dagskrá á föstu-
dagskvöldum síðan í janúar 2009.
„Við ætlum að gera þrusugóð-
an þátt og skemmtilegan,“ segir
Björn Bragi en þættirnir eiga að
hefjast í haust.
Um hálftíma langan skemmti-
þátt verður að ræða fyrir ungt
fólk á öllum aldri. „Þetta er algjör
draumur. Þetta er mjög skemmti-
legt og krefjandi verkefni.“ Björn
Bragi er ekki alveg ókunnur sjón-
varpsforminu, hann hefur verið
með Monitor-sjónvarpsþætti á
netinu sem notið hafa töluverðra
vinsælda. „Þetta hefur verið
fín reynsla og það hefur verið
ótrúlega skemmtilegur tími að
byggja þetta vikublað upp síðan
það kom í mars í fyrra. Monitor
TV hefur einnig gengið rosalega
vel en þetta verður klárlega skref
upp á við og meira krefjandi en
áður,“ segir hann um nýja þátt-
inn á Stöð 2. Einnig stendur til að
aukaefni verði á síðunni Visir.is.
Björn Bragi, sem er 26 ára, mun
starfa áfram hjá Monitor þangað
til eftirmaður hans verður fund-
inn. Vinna við sjónvarpsþáttinn
hefst síðan í sumar.
Þórunn Antonía hefur leikið í
grínþáttunum Steindinn okkar
og hefur því góða reynslu úr sjón-
varpi. Hún er að vonum spennt
fyrir nýja þættinum. „Ég hlakka
mikið til að taka þátt í þessu verk-
efni og mér líst rosalega vel á
það.“ Aðspurð segir hún að vissu-
lega sé það draumur að stjórna
eigin sjónvarpsþætti. „Þetta er
rosalega skemmtilegt starf. Það
er í þessum listageira sem mig
hefur langað að halda mig inni
í. Það verður gaman að sjá hvað
verður úr þessu.“
Þórunn er einnig frambærileg
söngkona sem hefur m.a. unnið
með bandaríska tónlistarmann-
inum Beck. Nýtt lag frá henni og
popparanum Berndsen kemur ein-
mitt út í dag og nefnist það Out of
Touch. „Þetta er sumarslagari. Ég
var búin að semja eitthvert kassa-
gítarvæl en ákvað að það væri ekki
stemningin og ákvað að breyta mér
í poppstjörnu í smá stund í anda
Kylie Minogue.“ freyr@frettabladid.is
BJÖRN BRAGI ARNARSSON: ÆTLUM AÐ GERA ÞRUSUGÓÐAN ÞÁTT
Nýr skemmtiþáttur tekur
við af Audda og Sveppa
MEÐ NÝJAN ÞÁTT Björn Bragi Arnarsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir stjórna
nýjum skemmtiþætti næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég er forfallinn Eurovision-sjúklingur. Hef
lifað tímana tvenna og man ekki eftir maí þar
sem ég fylgdist ekki með Eurovision,“ segir
þúsundþjalasmiðurinn Gunnar Sigurðarson.
Gunnar og Viðar Ingi Pétursson, félagi
hans úr útvarpsþættinum sáluga Grút-
varp, lýsa Eurovision-keppninni á morgun í
beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X977.
Gunnar segist vera að svara kalli þjóðar-
innar, en nokkur óánægja var með fjarveru
Sigmars Guðmundssonar í undankeppninni
á þriðjudaginn.
„Eins og þú veist kannski hefur verið
gríðarleg undiralda í þjóðfélaginu vegna
óánægju með að X-maðurinn Sigmar sé
ekki að lýsa keppninni,“ segir Gunnar
alvarlegur. „Ég held að útvarpsstöðin hafi
fundið fyrir þessum þrýstingi.“
Gunnar segist ekkert hafa út á lýsingu
Hrafnhildar Halldórsdóttur að setja, enda
fylgdist hann með undankeppninni í breska
ríkissjónvarpinu BBC. „Ég veit að það var
allt brjálað vegna þess að Sigmar var ekki,
en ég get ekki dæmt frammistöðu hennar,“
segir hann.
Gunnar segir Eurovision-keppnina gefa
ýmsar pólitískar vísbendingar og fullyrðir
að hún lýsi stjórnmálasamstarfi þjóða, þjóð-
erniskennd og jafnvel umræðu um Evrópu-
sambandið. „Eurovision er ekki bara ein-
hverjir meikaðir samkynhneigðir strákar
heldur er keppnin pólitísk saga og menning
þjóða,“ segir hann, „Við ætlum að upplýsa og
fræða hlustandann – ekki bara í stjórnmála-
sögu, heldur líka um árangur í Eurovison.“
- afb
Eurovision ekki bara hommar með meik
LÝSA EUROVISION Gunnar og Viðar hyggjast miðla
þekkingu sinni á Eurovision og málefnum Evrópu í
beinni útsendingu á X-inu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Bandaríkjamarkaður er talinn
einn sá erfiðasti að komast inn á.
Þrátt fyrir það viljum við reyna
við markaðinn, þar sem við telj-
um að vörurnar okkar eigi vel
heima þar,“ segir Sigrún Lilja
Guðjónsdóttir, framkvæmda-
stjóri og hönnuður tískumerkis-
ins Gyðja Collection.
Gyðja hefur opnað söluskrif-
stofu í Bandaríkjunum, nánar
tiltekið í borginni sólríku Miami.
Skrifstofan sér um sölu og dreif-
ingu á vörum Gyðju og Sigrún
segir opnun skrifstofunnar hafa
verið í undirbúningi í nokkurn
tíma.
„Ég er búin að vera þónokkuð
í Bandaríkjunum að skoða mark-
aðinn og kynna mér aðstæður,“
segir Sigrún. „Við höfum verið
á sýningum í Bandaríkjunum
og fengið góð viðbrögð og náð
að selja vörurnar okkar. Það er
helst viðskiptaumhverfið þarna
og að vera staðsett svona langt
frá markaðnum sem hefur gert
okkur erfitt fyrir.“
Að sögn Sigrúnar var því borð-
leggjandi að opna skrifstofu í
Bandaríkjunum. Höfuðstöðvar
Gyðju verða þó eftir sem áður á
Íslandi. „Og við ætlum ekki að
breyta því þar sem við erum jú
íslenskt merki og sækjum inn-
blásturinn úr einstakri náttúru
okkar,“ segir Sigrún. - afb
Gyðjan opnar skrifstofu í Miami
TIL MIAMI Gyðja Collection,
tískumerki Sigrúnar Lilju Guð-
jónsdóttur, hefur opnað skrif-
stofu í borginni sólríku Miami.
„Dauði með Skálmöld. Mér
finnst titill þessa lags eitthvað
svo lýsandi fyrir föstudags-
stemninguna eftir að ég hætti
að drekka.“
Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður.
Pantaðu
í síma
565 600
0
eða á w
ww.som
i.is
Frí heim
sending
*
FERSKT & ÞÆGILEGT
TORTILLA
VEISLUBAKKI
EÐALBAKKI
LÚXUSBAKKI
DESERTBAKKI
GAMLI GÓÐI
TORTILLA OSTABAKKI
30 bitar
30 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
50 bitar
Fyrir 10 manns
ÁVAXTABAKKI
Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm.
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.