Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 6
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR6 ORCHY 500 Tilboð 65.995 69.995 34.995 Apollo500 Spirit 200+ BAUGSMÁL Gagnrýni rannsóknar- nefndar Alþingis á eftirlits- aðila og stjórnsýsluna missir marks vegna þagnar skýrsluhöf- unda um Baugsmálið, að mati Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í bók Björns, Rosabaugur yfir Íslandi, sem kom út í gær. Þar fjallar Björn um ýmsar hliðar Baugsmálsins. „Höfundar þeirra kafla skýrsl- unnar sem ræða hinn siðferði- lega þátt málsins gefa sér rang- ar forsendur um eftirlitsleysi af opinberri hálfu. Þeir þegja ein- fa ldlega um stærsta átaka- málið vegna efnahagsbrota. Málið sem hafði mótandi áhrif á fjármálamenn og eft irl its - aðila á árunum í aðdraganda bankahruns- ins,“ skrifar Björn. Hann segir skýrsluhöfunda þurfa að skýra hvers vegna þeir hafi ekki getið í neinu þeirra „miklu átaka lögmanna Baugs“ við réttarvörslukerfið og dóms- málaráðuneytið sem einkennt hafi Baugsmálið. „Harka og ófyrirleitni Baugs- manna hafði áhrif á alla sem sinntu eftirliti á sviði fjármála, samkeppni og skatta. Baugsmálið skilur einnig eftir spurningar um getu dómstóla til að taka á flóknum efnahagsbrotum,“ skrifar Björn. „Stuðlaði sjálf meðferð dómara á Baugsmálinu að því að draga úr varkárni í fjármálalífinu? Eðli- legt hefði verið að rannsakendur bankahrunsins […] hefðu svarað þessari spurningu.“ - bj Fyrrum ráðherra gagnrýnir rannsóknarnefnd fyrir að fjalla ekki um Baugsmálið: Gagnrýni á eftirlitsaðila missir marks BJÖRN BJARNASON SAMFÉLAGSMÁL „Ástandið á Gasa- svæðinu er ekki eins slæmt og ég hélt. Það kom mest á óvart hvað það er í raun svipað og í meðalstórri borg í Bandaríkj- unum,“ segir Bandaríkjamaður- inn Mauris Jacobsen, sem bjó á Gasasvæðinu í þrettán mánuði og gerði heimildarmynd um lífið á svæðinu. Kvikmyndin ber heitið Ins- hallah, Ef Guð lofar, og verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld klukk- an 20.00. Allur ágóði sýningar- innar rennur til hjálparstarfs í Palestínu. Jacobsen heldur vestur um haf eftir sýninguna hér á landi og ætlar að koma Inshallah í sýningar í sjónvarpi þar í landi. Hann óttast þó að það geti reynst flókið, sökum pólítískrar ádeilu. - sv Heimildarmynd um Gasa: Bjóst við mun verra ástandi FJÖLMIÐLAR Nái frumvarp innan- ríkisráðherra um hert bann við áfengisauglýsingum fram að ganga verður það rothögg fyrir íslenska bjórframleiðendur og skekkir samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum tegundum. Þetta er fullyrt í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda, Samtökum iðnaðarins og Sambandi íslenskra auglýsingastofa. Verði frumvarpið að lögum má sekta einstaklinga eða fyrirtæki um allt að 10 milljónir króna fyrir hvað sem flokka má sem auglýs- ingu. Í yfirlýsingunni er bent á að um 150 manns hafi starfa við fram- leiðslu, dreifingu og markaðssetn- ingu á íslenskum bjór. Framleiðsl- an velti um 2,6 milljörðum á ári. Fyrirhugað bann á eingöngu við um auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum, áfengi verður áfram auglýst í erlendum blöðum erlend- um sjónvarpsstöðvum. Því geta erlendir bjórframleiðendur kynnt vöru sína en ekki íslenskir, segir í yfirlýsingunni. „Það hlýtur að vera einsdæmi að stjórnvöld setji lög sem hygla erlendri starfsemi á kostnað inn- lendrar,“ segir þar enn fremur. - bj Hert bann við áfengisauglýsingum sagt rothögg fyrir íslenska bjórframleiðendur: Skekkir samkeppnisstöðuna ÁFENGI Bannað er að auglýsa áfengi, en frumvarpi innanríkisráðherra er ætlað að stoppa í göt á núverandi lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Ótímabær dauðs- föll hjá fíklum sem eru yngri en 55 ára eru rúmlega 700 á síð- astliðnum fimmtán árum, sam- kvæmt gagnagrunni sjúkrahúss- ins á Vogi. Síðustu tíu ár hafa 47 einstaklingar fallið frá árlega. Yfirlæknir á Vogi segir að meðferðarstarf sé á leiðinni áratugi aftur í tímann vegna niðurskurðar stjórnvalda. Því hafnar velferð- arráðherra. Í n ý j a s t a tölublaði SÁÁ blaðsins sem kom út á dög- u nu m seg i r Þórarinn Tyrf- ingsson, yfir- læknir á Vogi, að stjórnvöld gefi „hryllilegri stöðu í meðferð- armálum ekki gaum“. Þórarinn segir að í ljósi niðurskurðar stjórnvalda megi lítið út af bera á stofnunum SÁÁ. Meðferðarstarf á Íslandi sé að færast aftur um áratugi. Á síðum blaðsins kemur fram að á áttunda hundrað manns hafa látið lífið vegna fíknar sinnar fyrir 55 ára aldur. Árin 2000, 2005 og 2007 voru ótímabær dauðsföll yfir fimmtíu. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra segir að starf SÁÁ sé ómissandi og þjóðhagsleg nauðsyn en um leið hafi aldrei komið önnur skilaboð frá SÁÁ síðan hann hóf að starfa í stjórnmálum en að stofnun- in væri fjársvelt. Hann segir það ekki standast skoðun að meðferð- arstarfi verði skotið áratug eða áratugi aftur í tímann með þeim niðurskurði sem nauðsynlegt var að ráðast í. Guðbjartur vill sam- starf stjórnvalda og SÁÁ um að gera eins mikið úr því fé sem til málaflokksins rennur. Guðbjartur segir að þrátt fyrir jákvæðar breytingar á mörgum mælikvörðum eftir hrun þá geti það snúist við þegar frá líður. „Við verðum að vera á varðbergi, ekki síst hvað varðar líðan barna og ungs fólks“, segir Guðbjartur. Í SÁÁ blaðinu bendir Þórarinn Tyrfingsson á að fólki yfir fimm- tán ára hafi fjölgað um 40 þús- und síðastliðinn áratug og álag- ið á stofnanir og starfsfólk SÁÁ því aukist. Á sama tíma séu fjár- framlög til SÁÁ komin niður í það sem þau voru árið 2000. Tölfræð- in sem nær til ótímabærra dauðs- falla sýnir að hlutfall þeirra sem eru 20-30 ára er hátt. Guðbjartur segir ungt fólk vera áhættuhóp í kreppu en það sé heimsvandi. „Við erum ekki að upplifa það öðruvísi en aðrir. Við verðum að standa vaktina, bæði stjórnvöld og SÁÁ. En það snýst ekki um umræðu um upp- hæðir heldur skipulag og hvern- ig við nýtum þá peninga sem við höfum.“ svavar@frettabladid.is Ótímabær dauðsföll yfir 700 síðustu 15 ár Ótímabær dauðsföll fíkla voru 47 að meðaltali á ári á síðasta áratug, sam- kvæmt gagnagrunni sjúkrahússins á Vogi. Meirihlutinn er kornungt fólk. Yfirlæknir segir stjórnvöld svelta meðferðarstarfið en ráðherra hafnar því. ÓTÍMABÆR DAUÐSFÖLL 47 Á ÁRI Forsvarsmenn SÁÁ fullyrða að í óefni stefni vegna niðurskurðar á fjárveitingum. NORDICPHOTOS/GETTY ÞÓRARINN TYRFINGSSON GUÐBJARTUR HANNESSON Við verðum að vera á varðbergi, ekki síst hvað varðar líðan barna og ungs fólks. GUÐBJARTUR HANNESSON VELFERÐARRÁÐHERRA MANNRÉTTINDI Laugavegur fær nýtt nafn í nokkra daga frá og með morgundeginum. Þetta er gert í tilefni af 50 ára afmæli Amnesty International. Laugavegur mun heita Mann- réttindavegur í þrjá daga, til heiðurs baráttu Amnesty fyrir mannréttindamálum. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, mun afhjúpa skilti með hinu nýja nafni á morgun klukkan ellefu. Skiltið verður sett upp á horni Frakka- stígs og Laugavegs. - þeb Laugavegur fær nýtt nafn: Verður Mann- réttindavegur Hefur eldgosið í Grímsvötnum haft áhrif á þig persónulega? JÁ 26,2% NEI 73,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið í leiksýningu á árinu? Segðu þína skoðun á visir.is Skuldajöfnun á Grundarfirði Bæjaryfirvöld á Grundarfirði vilja semja við fyrirtæki sem unnið hafa fyrir bæinn um að hluti af reikningi þeirra gangi til greiðslu á skuldum fyrirtækjanna sjálfra við bæjarsjóð. SVEITARFÉLÖG Sameining í Hrútafirði Sigurður Kjartansson, oddviti Bæjar- hrepps við vestanverðan Hrútafjörð í Strandasýslu, lýsti á síðasta fundi hreppsnefndar ánægju með þá ákvörðun sveitarstjórnar Húnaþings vestra í Vestur-Húnavatnssýslu að taka upp viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Hrepps- nefndin fól Sigurði að vinna áfram að málinu. Árborg hættir við að hætta Sveitarfélagið Árborg hefur hætt við að hætta aðild að skólaskrifstofu Suðurlands og tilkynnt það öðrum sveitarfélögum sem aðild eiga að skólaskristofunni. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.