Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 36
6 •
Af hverju er fólk alltaf
að hlæja að þér?
„Ég vona að það sé
vegna þess að ég sé
svo fyndin.“
Hvenær manstu eftir
að hafa sagt eitt-
hvað sem fólki fannst
fyndið?
„Ég man eftir því
þegar ég var lítil
með frekjuskarð. Þá
laug ég að fólki að
ég hefði verið með
eina mjóa og langa
tönn á milli framtann-
anna. Fólki fannst
þetta mjög fyndið.
Ég var mjög mikið í
því að ljúga einhverju
að fólki. Ég man að
ég sagði einu sinni
við kennarann minn
að ég hefði farið til
Japans í skipi og
það hefði tekið þrjár
vikur. Ég held ég hafi
verið frekar grillað
barn.“
Hvaða grínista heldur
þú mest upp á, fyrir
utan okkur?
„Ég hef alltaf haldið
mjög mikið upp á
Eddie Izzard og svo
að sjálfsögðu Ricky
Gervais. Þeir tveir eru
í miklu uppáhaldi hjá
mér.“
Er misskilningur að
það sé til sérstakur
stelpuhúmor? Er ekki
rangt að aðgreina
stelpu- og stráka-
húmor? Erum við ekki
öll í sama liði?
„Við erum vissulega í
sama liðinu, kannski
finnst stelpum sumt
fyndnara en strákum
og öfugt. En mér
finnst það samt meira
einstaklingsbundið.“
Ef þú ættir 100 millj-
ónir, hvað myndir þú
gera við þær?
„Ég myndi kaupa mér
ógeðslega mikið af
skóm og fötum. Svo
myndi ég fara á fullt
af geðveikum tón-
leikum erlendis. Ef ég
væri í stuði myndi ég
gefa í góðgerðamál.
Ég myndi líka fá mér
Lindt-súkkulaði og
ég myndi kaupa það í
10/11 af því bara.“
Á Ísland að ganga
í ESB eða er þér
drullusama um það?
„Ég er vandræðalega
lítið inni í þessari
umræðu. En samt
einhvern veginn
langar mig ekki að
fara í ESB. Ég vil
ekki að við glötum
forræði yfir fiskimið-
unum okkar.“
Hvað ætlarðu að gera
í haust, ætlarðu að
læra eitthvað?
„Ég ætla ekki að læra
neitt næsta haust.
Ég ætla að vinna og
safna mér peningum.
Mig langar sjúklega
að fara í Asíureisu í
byrjun næsta árs.“
Hvað ertu að spá að
fara að vinna á FM
957?
„Þetta er húmor,
maður. Það er mega-
fyndið að ég sé að
vinna á FM957. Það
er líka mjög gaman
að vinna á FM. Þetta
eru allt svo fyndnar
týpur. Ég fíla þetta
mjög vel.“
Ertu búin að fara í
heilablaðsnámið eða
áttu það eftir?
„Ég á það eftir, ég
bara finn aldrei hent-
ugan tíma fyrir það.
Þeir eru allir búnir
í því á FM svo það
styttist í að ég þurfi
að gera það. Ég held
ég fái mér tribal-tattú
á mjóbakið samhliða
aðgerðinni.“
Var allt uppbókað
sem flokksstjóri í
unglingavinnunni?
„Hey já, ég sótti um
og það hringdi ein-
hver gella um daginn
og spurði hvort ég
vildi vera á leikjanám-
skeiði en ég bara eitt-
hvað „hey, kerling, ég
er komin með vinnu á
FM“ og svo skellti ég
á hana.“
Þegar þú fékkst
útvarpsþátt með
Brynjari Má, hvort
hugsaðirðu „Jæja,
maður verður að
byrja á botninum“
eða „Vá, hvað leiðin á
toppinn er stutt“?
„Ég hugsaði eigin-
lega bæði. Einu sinni
hló ég að fólki sem
hlustaði á FM ... En
það var í gamla daga.
FM er flott stöð
með misgóða tónlist
og ég hef ótrúlega
gaman af þessu öllu
saman. Brynjar er
líka frábær og það
hjálpar rosalega að
vera að gera þetta
með honum.“
Heldurðu að það að
vera hávaxin og ljós-
hærð úr Verzlunar-
skólanum hjálpi til
eða skemmi fyrir?
„Ég hugsa að það
hjálpi alltaf til að vera
PÍKUPRUMP
ER FOKKINGS
FYNDIÐ DÆM
Margrét Björnsdóttir hefur látið finna fyrir sér síðan hún vann keppn-
ina fyndnasti Verzlingurinn fyrr á þessu ári. Í kjölfarið var henni
boðið að troða upp á uppistandskvöldi Mið-Íslands og nú heyrist
daglega í henni á útvarpsstöðinni FM957. Popp fékk grínhópinn Mið-
Ísland til að leggja fyrir hana nokkrar spurningar og upp úr krafsinu
kom að hún var lygasjúkt barn og þótti efnileg í sleggjukasti.
SVEINN ANDRI STARTAÐ
SNILLDARTRENDI, ANNA
GRJÓTHÖRÐ Á EFTIR HO
ÉG ÞURFA AÐ FYLGJA ÞE