Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 34
4 • Millinafn Emmsjé Gauta er Þeyr og er hann skírður eftir hljómsveit frá níunda áratugnum.!TÓNLIST „Ég er búinn að vera að vinna að sólóplötu frekar lengi. Ég hef eiginlega bara beðið eftir rétta tækifærinu til að gefa hana út og núna er hún loksins tilbúin,“ segir Emmsjé Gauti, en von er á fyrstu plötu kappans á allra næstu dögum. Á plötunni er að finna þrettán lög og koma fjölmargir tónlistar- menn að gerð hennar. Má þar helst nefna Blaz Roca, Friðrik Dór og Gnúsa Yones, en það er Geim- steinn sem gefur plötuna út. „Nafnið á „Bara ég“ er algjör kaldhæðni, því það koma mun fleiri að gerð plötunnar en bara ég,“ segir Gauti. Emmsjé Gauti byrjaði að grúska í tónlist árið 2002, þá þrettán ára gamall. „Á næsta ári verð ég búinn að brasa í þessu í tíu ár, sem er ansi langur tími. Ein plata á tíu árum er kannski frekar slappt en það hefði verið mjög vont ef ég hefði gefið út plötu þrettán ára. Það hefði verið léleg plata,“ segir Gauti í léttum dúr. Útgáfutónleikar Emmsjé Gauta verða í Þjóðleik- húskjallaranum 9. júní. Platan er hins vegar unnin í Austurríki og kemur því ekki til landsins fyrr en flug- banninu hefur verið aflétt. „Það er pínu nett að hugsa til þess að koma plötunnar frestist vegna eldgoss. Það eru örugglega ekkert margir sem geta sagt það, þó svo að það sé ömur- legt.“ kristjana@frettabladid.is HEFÐI GERT LÉLEGA PLÖTU ÁRIÐ 2002 Rapparinn Emmsjé Gauti gefur út fyrstu sólóplötu sína á næstu dögum en hún ber heitið „Bara ég“. Rapparinn hefur verið að semja tónlist í mörg ár og er loksins tilbúinn til að taka skrefið lengra og gefa út plötu. Breska hljómsveitin Bombay Bicycle Club hyggst gefa út nýja plötu í ágúst á þessu ári. Hljómsveitin vann plötuna með upptökustjóranum Ben Allen, sem er þekktur fyrir vinnu sína með hljómsveitinni Animal Collective. Þó að hljómsveitin stefni á að gefa út í ágúst hefur sú ákvörðun ekki verið meitluð í stein. Platan var tekin upp í Þýskalandi, Bretlandi og í Banda- ríkjunum. Bombay Bicycle Club er nokkuð vinsæl hljómsveit hér á landi, en hljómsveitin hefur gefið út tvær plötur á síðustu tveimur árum. Hún kom fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra og sló í gegn í troðfullu Hafnarhúsinu. PLATA FRÁ BOMBAY BICYCLE CLUB NÝ PLATA Bombay Bicycle Club sló í gegn á Iceland Airwaves í fyrra. Hljómsveitin Staind, sem var upp á sitt besta fyrir áratug eða svo, vinnur nú að nýrri plötu sem hefur fengið nafnið Seven. Hljómsveitin er komin með nýjan trommara og gítarleikarinn Mike Mushok talaði um nýju plötuna í útvarpsviðtali á dögunum. „Þetta er nútímaútgáfa af þungri Staind- plötu,“ útskýrði hann. „Hún er allt öðruvísi en síðasta plata. Hún hljómar eins og við vorum í upphafi. Mér finnst hún vera fersk.“ Mushok segir að erfitt hafi verið að gera plötuna, ekki vegna þess að tónlistin sé erfið viðfangs heldur vegna þess að ýmislegt hafi verið í gangi hjá meðlimum Staind. „En þegar við horfum til baka, nú þegar platan er tilbúin, þá erum við virki- lega ánægðir,“ sagði hann. „FERSKT“ EFNI FRÁ STAIND STAIND SNÝR AFTUR Lagið Outside með Staind og Fred Durst sló í gegn fyrir ára- tug. Hljómsveitin hefur látið lítið fyrir sér fara, en Aaron Lewis, söngvari Staind, er nú byrjaður að væla á ný. Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2 // LYFJABORG APÓTEK, Borgartúni 28 // GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK, Grafarholti // RIMA APÓTEK, Grafarvogi APÓTEK HAFNARFJARÐAR, Tjarnarvöllum 11 ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 // LYFJAVER Suðurlandsbr. 22 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.