Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 26. maí 2011 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice Hún var ein af þessum listamönnum í tískunni og þekkt undir nafninu madame Grès sem var þó ekki hennar rétta nafn. Á kreppuárunum í kringum 1930 varð Germaine Krebs að mademoiselle Alix og þá þegar mátti sjá einkenni framtíðar- stíls hennar í anda grískra gyðja. Eftir að hafa komist í Vogue vildu allar velstæðar konur breytast í grískar gyðjur í kjólum hennar. Hún ætlaði sér að verða mynd- höggvari og var á sínum tíma einn virtasti franski tískuhönn- uðurinn. Hún byrjaði að sauma og sníða án þess að hafa nokkuð lært til verka og skapaði þess vegna sínar eigin aðferðir við hönnun sína. Madame Grès not- aði bæði plíseringar og fellingar með sérstökum hætti og hafði djúpstæð áhrif á tískuna og þessi áhrif má auðveldlega finna hjá ýmsum hönnuðum. Til dæmis má nefna hönnuði eins og Yves Saint Laurent, Azzedine Alaïa og Dominique Sirop, tveir hinir síðarnefndu safna meira að segja kjólum madame Grès. Hönnunin einkenndist í kringum 1950 af minímalisma og ströngum línum en var þó alltaf kynþokkafull langt á undan öðrum hönnuðum. Þetta átti jafnt við um dragtir sem og kjóla. Fullkomnunar- áráttan sem einkenndi þennan hönnuð minnir á listamann í leit að fullkomnun og varla þekkist í dag. Madame Grès sagði í einu af örfáum viðtölum sem hún veitti, en hún var afskaplega hlédræg og látlaus, að það væri nánast það sama að vinna með stein eins og myndhöggvari eða efni eins og hönnuður. Hún leit á hönnun ina sem skúlptúr úr mjúku efni. Grès er nafn eiginmanns hennar, Serge, afturábak en hann var málari og segir sagan að hann hafi ekki verið par hrifinn af þessu láni konu sinnar á nafni sínu og það hafi jafnvel verið ástæða þess að hann yfirgaf hana. Frá þeim degi var vinnan eina gleði hennar. Þegar erfið- lega fór að ganga seldi madame Grès Bernard Tapie fjármála- manni nokkrum tískuhúsið en þeim kom illa saman og á end- anum varð tískuhúsið gjaldþrota á áttunda áratugnum. Nú fimmtán árum eftir dauða madame Grès er hægt að njóta yfirlitssýningar á fimmtíu ára hönnun hennar á Bourdelle-safn- inu í fimmtánda hverfi Parísar sem sett er upp af tískusafninu Galleria (Musée Bourdelle, 16 rue Antoine Bourdelle, 15e, M° Falguière eða Montparnasse- Bienvenüe) og stendur til 24. júlí. Dauða þessarar merkilegu konu frétti nær enginn af fyrr en ári seinna þegar dagblaðið Le Monde greindi frá andláti hennar, að vanda hlédræg. bergb75@free.fr Myndhöggvari í tískunni, madame Grès Pippa Middleton er orðin vinsælli meðal tískuunnenda en enska poppstjarnan Cheryl Cole. Systir Katrínar hertogaynju af Cambridge, Pippa Middleton, er sú sem oftast er leitað að á ensku tískuvefsíðunni www.MyCelebrity- Fashion.co.uk. Kemur þetta fram í tölfræði síðustu þriggja mánaða á síðunni. Pippa situr í toppsæti listans, en neðar á listanum birtast nöfn eins og Cheryl Cole, Vanessa Hudgens og Alexa Chung. Í sjötta sæti situr svo systir Pippu, Katrín hertogaynja. Frægt er orðið þegar Pippa stal senunni í brúðkaupi systur sinnar í lok apríl í þröng- um kjól frá Söruh Burton hjá Alexander McQueen. - mmf Oftast leitað að Pippu Pippa Middleton er vinsæl meðal tískuunnenda. NORDICPHOTOS/AFP Fyrsta tískuhótel heims verður brátt opnað í Dubai. Unnið er að lokahugmyndum, en hótelið er samstarfsverkefni Fashion TV sem kemur að hugmyndavinnu og Al Habtoor Group sem fjármagnar verkefnið. Hótelinu er ætlað að vera hinn ákjósanlegasti áfangastaður tísku- meðvitaðra ríkisbubba en einnig á þar að vera hægt að halda hinar ýmsu uppákomur tengdar tísku og tískusýningum. Hótelið, sem mun verða fimm stjarna, verður á 30 hæðum með 200 herbergjum. Utan á því verður einn stærsti LED-skjár veraldar, um 100 metrar á breidd, þar sem dagskrá Fashion TV verður sýnd. Tískuhótel Fashion TV í Dubai 100 METRA SKJÁR VERÐUR UTAN Á FYRSTA TÍSKUHÓTELI HEIMS, SEM VERÐUR REIST Í SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMUNUM. Bæjarlind 6 S. 554 7030 Eddufelli 2 S. 557 1730 Sumarkjólar og skokkar Verð 8.900 kr. Fleiri snið, litir og munstur Kíkið á heimas íðuna okkar www.rita .is Sendum í póstkröfu Sumarkjólar Ótrúlegt úrval fyrir Útskriftina Brúðkaupið Sjómannadaginn Sumarveisluna • • • •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.