Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 12
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR
KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050
MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 9 TIL 16
AÐEINS
54.900,-
TILBOÐ AÐEINS
49.900,-
TILBOÐ AÐEINS
45.900,-
TILBOÐ AÐEINS
89.900,-
TILBOÐ AÐEINS
104.900,-
TILBOÐ AÐEINS
52.720,-
TILBOÐ AÐEINS
59.900,-
TILBOÐ AÐEINS
74.900,-
TILBOÐ AÐEINS
74.900,-
ÓDÝRA
VEIÐIBÚÐIN
FRAKKLAND, AP Uppreisn almenn-
ings í arabaheiminum verður eitt
helsta viðfangsefni leiðtogafundar
G8-ríkjanna, sem haldinn verður í
hafnarborginni Deauville í Frakk-
landi í dag og á morgun.
Glíman við fjárlagahalla og
aðhaldsaðgerðir vegna heimskrepp-
unnar fá sinn sess á ráðstefnunni,
en ástandið í arabaheiminum kallar
á sérstaka athygli, sem meðal ann-
ars birtist í því að leiðtogarnir ætla
að lýsa yfir stuðningi við uppreisn-
arhreyfingarnar.
Sérlegir gestir á G8-fundinum
verða leiðtogi Arababandalagsins
og forsætisráðherrar hinna nýju
stjórna í Túnis og Egyptalandi,
löndunum tveimur þar sem „arab-
íska vorið“ svonefnda hófst í vetur
og þar sem uppreisnarbylgjan hefur
jafnframt náð mestum árangri.
Leiðtogar Túnis og Egyptalands
gera sér meðal annars vonir um
ríkulega efnahagsaðstoð frá heims-
veldunum átta, auðugustu ríkjum
heims.
Vegna átakanna í Líbíu, sem ligg-
ur á milli Túnis og Egyptalands,
hafa ferðamenn forðast að leggja
leið sína til þessara tveggja landa
með þeim afleiðingum að nýju
stjórnvöldin óttast um sinn hag.
„Það sem við þurfum eru pening-
ar,“ sagði Jaloul Ayed, fjármálaráð-
herra Túnis. „Besta leiðin til þess að
festa lýðræði í sessi er að tryggja
velferð almennings.“
Á fundinum stendur sem sagt til
að stofna nýjan samstarfsvettvang
G8-ríkjanna og „þeirra nágranna
okkar við sunnanvert Miðjarðar-
haf sem hafa valið sér braut frelsis
og lýðræðis,“ eins og Manuel Bar-
roso, forseti framkvæmdastjórnar
Evrópu sambandsins, orðaði það í
gær. Barroso verður fulltrúi Evr-
ópusambandsins á fundinum ásamt
Herman van Rompuy, forseta leið-
togaráðs ESB.
Meðal annars er hugmyndin
sú, að koma á fót nýrri „Marshall-
aðstoð“ til handa arabaríkjum, sem
hafa steypt einræðisherrum af stóli,
eitthvað í líkingu við þá aðstoð sem
Bandaríkin veittu Evrópuríkjum til
að hjálpa þeim að rísa upp úr rúst-
um seinni heimsstyrjaldarinnar.
Átökin í Líbíu gætu þó sett strik
í reikninginn, enda gera þau bæði
Túnisum og Egyptum lífið erfitt,
auk þess sem Evrópuríkin og Atl-
antshafsbandalagið virðast ekki
hafa nein ráð til að binda fljótt enda
á þau átök. gudsteinn@frettabladid.is
G8-ríkin lýsa stuðn-
ingi við uppreisnina
Egyptaland og Túnis vænta mikils af tveggja daga leiðtogafundi G8-ríkjanna,
sem hefst í Frakklandi í dag. Leiðtogar G8-ríkjanna ætla að þessu sinni að
beina athygli sinni sérstaklega að uppreisnarhreyfingum í arabaheiminum.
MÓTMÆLENDUR Í PARÍS Að venju fylgja G8-fundinum skrautlegir mótmælendur,
sem að þessu sinni hafa sett upp grímur leiðtoganna og klætt sig upp að hætti
franskra aðalsmanna frá fyrri tíð. NORDICPHOTOS/AFP
Bandaríkin Barack Obama forseti
Bretland David Cameron
forsætisráðherra
Frakkland Nicolas Sarkozy forseti
Ítalía Silvio Berlusconi
forsætisráðherra
Japan Naoto Kan
forsætisráðherra
Kanada Stephen Harper
forsætisráðherra
Rússland Dmitrí Medvedev forseti
Þýskaland Angela Merkel kanslari
Hagveldin átta
FÓLK Björgunarsveitin Þorbjörn í
Grindavík sótti í vikunni skrúfuna
af franska togaranum Cap Fagnet,
sem strandaði og sökk í Hrauns-
fjöru skammt austan við bæinn
fyrir réttum 80 árum.
Á vef sveitarinnar segir að ákveð-
ið hafi verið að minnast þessara
merku tímamóta með því að sækja
skrúfuna. Kafarar losuðu skrúfuna
upp af botni með vörubílatjökkum,
en skrúfan og öxullinn sem á henni
er eru hins vegar gríðarþung, um
fjögur tonn. Því var afráðið að koma
henni upp af botninum með því að
notast við sex þúsund lítra tank sem
björgunarskipið Oddur V. Gíslason
dró út í Hraunsvík.
Skrúfan var svo dregin að höfn í
Grindavík þar sem krani hífði her-
legheitin upp á bryggju. Skrúfan
var nokkuð löskuð, en hún verður í
framhaldinu þrifin og höfð til sýnis
fyrir utan höfuðstöðvar björgunar-
sveitarinnar.
Við þessa björgun var í fyrsta
sinn á Íslandi beitt fluglínu til
björgunar. Línunni var skotið úr
fjörunni yfir í skipið og varð það
skipbrotsmönnunum 38 til lífs því
að skömmu eftir að síðasti maður
komst í land urðu aðstæður erf-
iðari. Sjór braut á skrokknum og
brátt rann skipið út af strandstað
og sökk. - þj
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sækir sögulegan grip:
Náðu í skrúfu 80 árum eftir björgun
SKRÚFAN Á LAND Björgunarsveitarmenn í Grindavík sóttu skrúfu franska togarans
Cap Fagnet á hafsbotn í vikunni. MYND/BJÖRGUNARSVEITIN ÞORBJÖRN
SAMFÉLAGSMÁL Rauðum blöðrum í tugatali var
sleppt á Austurvelli í gærdag til að minnast þeirra
barna sem aldrei ná fimm ára aldri.
Viðburðurinn var liður í dagskrá sem nú stend-
ur yfir í tilefni þess að hinn árlegi „Dagur barns-
ins“ er á sunnudaginn næstkomandi.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa
að mestum hluta fyrir dagskránni. Í samstarfi
við samtökin eru Samband íslenskra framhalds-
skólanema og Sérsveit Hins hússins. Gert var hlé
á þinghaldi í dag til þess að fylgjast með athöfn-
inni. Þingmenn voru hvattir til að leggja sitt af
mörkum til að partur af þúsaldarmarkmiði Sam-
einuðu þjóðanna, að draga úr ungbarnadauða um
tvo þriðju, nái fram að ganga fyrir árið 2015.
- sv
Rauðum blöðrum var sleppt til himins á Austurvelli í tilefni af Degi barnsins:
Heiðra minningu látinna barna
BLÖÐRUNUM SLEPPT Alls var sleppt 69 blöðrum fyrir framan
Alþingishúsið í gær og tók fjöldi fólks þátt í hátíðahöldunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM