Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 70
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR50 SJÓNVARPSÞÁTTURINN Ein langlífasta rokkhljómsveit Íslands, Ham, er að fara að halda sína fyrstu tónleika í útlöndum í fimm ár. Hún leitar reyndar ekki langt yfir skammt heldur verður með tvenna tónleika í Danmörku, eina á Spot í Árósum og aðra í Kaupmannahöfn. „Ef tónleikarn- ir frá 2006 eru teknir frá höfum við ekki spilað erlendis síðan í New York, sællar minningar,“ segir Sig- urjón Kjartasson, Ham-liði, í sam- tali við Fréttablaðið. Umrædd New York ferð er sennilega ein fræg- asta rokkreisa íslenskrar hljóm- sveitar í háa herrans tíð. Sigurjón vill raunar ekki mikið gera úr meintri útrás til Danmerk- ur, segir það að fara til Kaup- mannahafnar vera svipað og að fara til Austfjarða, það búi álíka margir Íslendingar þar. „Þannig að þetta er miklu meira Íslend- ingaheimsókn.“ Ham fór nýverið í hljóðver og er búin að klára tíu laga plötu sem á að koma út um mánaðamótin ágúst/september. Henni hefur verið gefið hið lág- stemmda nafn Svik, harmur og dauði og segir Sigurjón að sveit- in hafi verið í alveg sérstaklega góðum fíling. „Það er kraftur í Ham. Þetta er nefnilega í fyrsta skipti síðan 1989 sem við förum í hljóðver gagngert til að taka upp plötu.“ Fáar rokksveitir geta státað af því að vera með handritshöf- und að helstu sjónvarpsseríum landsins, aðstoðarmann borgar- stjóra og borgarfulltrúa innan sinna vébanda. En það getur Ham; Sigurjón hefur skrifað handrit- ið að sjónvarpsþáttum á borð við Pressu og Rétt, Björn Blön- dal bassaleikari er aðstoðarmað- ur Jóns Gnarr og Óttar Proppé söngvari er borgarfulltrúi fyrir Besta flokkinn. Sigurjón segir sveitina hins vegar blessunar- lega lausa við alla pólitík, lýðræð- ið sé mjög einfalt í sniðum, menn vegi og meti hvar og hvenær eigi að spila. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, eiginlega alveg sér- staklega skemmtilegt. Kannski er lykillinn að þessu að starfa alltaf saman með löngum hléum inni á milli,“ segir hann en Ham verður 23 ára í ár. freyrgigja@frettabladid.is SIGURJÓN KJARTANSSON: ALDREI VERIÐ SKEMMTILEGRA Orðnir nógu miðaldra fyrir útrás til Danmerkur Í GÓÐUM FÍLING Ham-liðar eru í góðum fíling og ætla um helgina að spila í fyrsta skipti á erlendri grundu í fimm ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við ætlum að gefa út plötu og okkur langar að gefa hana út sem fyrst, helst eftir mánuð,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann og félagi hans, Ágúst Bent, hafa ákveðið að gefa út öll lögin sem hafa hljómað í tveim- ur þáttaröðum Steindans okkar á Stöð 2. Sjö lög voru í fyrstu þátta- röðinni í fyrra og átta til viðbót- ar hljóma í þeirri nýjustu, sem hefur verið sýnd að undanförnu. Flest lögin hafa notið mikilla vinsælda hjá aðdáendum þátt- arins en þau voru unnin í sam- starfi við upptökuteymin Stop Wait Go og Redd Lights, auk tón- listarmannsins Berndsen. „Ég fæ mjög oft símtöl og tölvupósta frá alls konar fólki sem er að biðja mig um að senda sér lög. Ég hef alltaf gert það en það er kannski þægilegt að hafa þetta allt á einum stað,“ segir Steindi, sem útilokar ekki að fleiri lög verði tekin upp fyrir plötuna. Lög sem hafa verið minna áberandi í þátt- unum og lítið heyrst í útvarpi fá sinn sess á plötunni, þar á meðal Í góðu skapi, Newcastle Utd. og Djöfull er mér heitt. Steindi er þessa dagana að ljúka við áttunda og síðasta þátt- inn í Steindanum okkar. Eftir það fer hópurinn í nokkurra vikna sumarfrí. Framhaldið er síðan óráðið. „Það á eftir að ákveða hvort það verður önnur sería en við sáum þetta alltaf fyrir okkur sem þrjár seríur,“ segir hann. - fb Steindi Jr. gefur út sumarplötu GEFUR ÚT PLÖTU Steindi Jr. og Ágúst Bent ætla að gefa út plötu með lög- unum úr Steindanum okkar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vinir Sjonna eru hvergi af baki dottnir þótt Eurovision sé búið, því þeir fengu nýlega meldingu um það að lagið Coming Home hefði verið valið best af aðdáend- um keppninnar utan Evrópu. Þar að auki hefðu þeir verið kosnir best klædda atrið- ið og Matthías Matthíasson besti söngv- arinn. Meðal landa sem eru með Euro- vision-aðdáendaklúbba utan Evrópu eru Suður-Afríka, Kasakstan og Ástralía. „Einn fróðasti maður um Eurovision er einmitt frá Kasakstan, hann heitir Andy,“ segir Hreimur Örn Heimisson í samtali við Fréttablaðið. Hreimur segir jafnframt að þeir félagar hafi fengið fjölmörg gylliboð að utan um að koma og spila en þeir hafi nú ekki látið slag standa, enn sem komið er. „Maður veit auðvitað aldrei hvað gerist,“ segir Hreimur. Shay Healy, höfundur lagsins What‘s Another Year sem vann keppnina 1980, hefur sett sig í samband við strák- ana en Vinir Sjonna tóku upp sína eigin útgáfu af laginu úti í Þýskalandi á meðan keppnin fór fram. „Hann vill endilega að við gerum fleiri útgáfur, hann er mjög hrif- inn og vill fá okkur til Írlands að spila,“ segir Hreimur. Vinir Sjonna hyggjast halda áfram sam- starfi sínu og ætla að leika fyrir norðan um helgina, verða á Græna hattinum á föstu- dagskvöld og Mælifelli á Sauðárkróki á laugardagskvöldinu. Hreimur segir jafn- vel plötu í burðarliðnum. „Bandið er náttúr- lega rosalegt en við vitum ekki hvort þetta verða frumsamin lög eða ábreiður.“ - fgg Vinir Sjonna bestir utan Evrópu VÖKTU ATHYGLI Vinir Sjonna fönguðu hug og hjörtu aðdáenda Eurovision utan Evrópu, en lagið Coming Home var valið best af Eurovision-klúbbum í löndum á borð við Suður-Afríku, Kasakstan og Ástralíu. „Það er breski sjónvarpsþáttur- inn Downton Abbey. Aðallega vegna þess að búningarnir eru dásamlegir en þeir eru líka mjög vandaðir og vel gerðir þættir.“ Elísabet Björgvinsdóttir, eigandi og hönn- uður fatamerkisins Babette. Sun 29.5. Kl. 20:00 Allir synir mínir (Stóra sviðið) Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 3.6. Kl. 20:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Fim 9.6. Kl. 20:00 Fös 10.6. Kl. 20:00 Ö Ö Brák (Kúlan) Fös 3.6. Kl. 20:00 Aukasýn. Fös 3.6. Kl. 19:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Verði þér að góðu (Kassinn) Ö Haze (Stóra sviðið) Fim 2.6. Kl. 20:00 Big Wheel Café (Stóra sviðið) Góði dátinn Svejk (Stóra sviðið) Fös 27.5. Kl. 20:00 Ö Sun 5.6. Kl. 20:00 Aukasýn. Lau 11.6. Kl. 20:00 Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.