Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 26. maí 2011 21 Varnir gegn gerræði Árin fram að hruni einkenndust af auknu gerræði af hálfu helztu handhafa framkvæmdar- valdsins. Gerræðið komst í hámæli, þegar þeir vinirnir leiddu Ísland út í stríð í Írak án þess að spyrja kóng eða prest; þeir voru kóngurinn og prestur- inn. Þeir höfðu áður afhent einka- vinum sínum Landsbankann og Búnaðar bankann með hörmuleg- um afleiðingum, sem enn sér ekki fyrir endann á. Gerræðið af hálfu framkvæmdarvaldsins afhjúpaði djúpar sprungur í stjórnskipan- inni, þar eð skilvirk þrígreining valds hefði átt að standa í vegi þvílíkrar valdstjórnar. Varnirnar brugðust. „Leggjum þá bara niður“ Þegar Þjóðhagsstofnun undir hæfri stjórn Þórðar Friðjóns- sonar gaf ekki nógu glansandi mynd af hagstjórninni, var stofn- unin lögð niður með þeim rökum meðal annars, að hagdeildir bank- anna dygðu til að vinna verkin. Þessi röksemd var fráleit, þar eð hagdeildir bankanna lögðu sig í framkróka við að fegra myndina af efnahagslífinu til að hífa upp verðið á hlutabréfum í bönkun- um og þóknast eigendum þeirra. Þegar Samkeppniseftirlitið heim- sótti skrifstofur olíufélaganna til að afla gagna um meint samráð þeirra, var stofnunin lögð niður og önnur sett á laggirnar í hennar stað undir meðfærilegri yfir- stjórn. Þegar misskipting jókst hröðum skrefum eftir 1993 fyrir tilstilli stjórnvalda, sem dældu fé úr vasa fólks með lágar tekjur og miðlungstekjur til hátekjufólks, lét Hagstofa Íslands undir höfuð leggjast að kortleggja vandann eins og henni bar. Nærtækasta skýringin á vanrækslu Hagstof- unnar er, að yfirmenn hennar sáu í hendi sér, að hún gæti hæglega farið sömu leið og Þjóðhagsstofn- un og Samkeppniseftirlitið, svo það var eins gott að hlýða. Hér birtist íslenzk valdhlýðni í hnot- skurn. Þessir nýliðnu atburðir hafa ekki enn vakið þá eftirtekt í útlöndum sem vert væri. Í því ljósi þarf að skoða þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa að engu ítrekaðar óskir frá útlönd- um um, að lögð sé fram löggilt ensk þýðing á skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis, þar sem ástandi stjórnsýslunnar er lýst í þaula. Þeim mun ánægjulegra er, að nú er til löggilt ensk þýðing á úrskurði Hæstaréttar Íslands um kosninguna til stjórnlagaþings í nóvember 2010, og verður þýð- ingin fljótlega birt opinberlega og send meðal annars erlendum dóm- stólum, fjölmiðlum og fræðimönn- um, svo að þeir geti glöggvað sig á málatilbúnaði Hæstaréttar. Varnargarðar í stjórnarskrá Í ljósi alls þessa, sem að framan greinir, er að minni hyggju nauð- synlegt að setja ákvæði í stjórnar- skrána til varnar fimm eða sex stofnunum ríkisins til að girða fyrir hættuna á, að Alþingi leggi þær niður. Við þurfum ákvæði um Hagstofu Íslands. Hefði það verið til staðar, hefði Hagstofan haft minni ástæðu en ella til að vanrækja kortlagningu aukinn- ar misskiptingar í landinu. Þetta skiptir máli ekki aðeins vegna þess, að rétt skal vera rétt, heldur einnig vegna hins, að sagan sýnir, að aukin misskipting er algeng- ur fyrirboði fjármálakreppu. Þögn Hagstofunnar um þróun tekjuskiptingarinnar slökkti á mikilvægu viðvörunarljósi. Ríkisendurskoðun hefur síðustu ár birt þarfar upplýsingar til dæmis um einkavæðingu bankanna og fjármál stjórnmálaflokkanna, upp- lýsingar, sem margir stjórnmála- menn vildu helzt halda leyndum líkt og áður, ef þeir gætu. Þess vegna þarf stjórnarskráin að halda verndarhendi yfir Ríkisendur- skoðun. Fjármálaeftirlitið hefur frá hruni sent 66 erindi til sérstaks saksóknara vegna meints misferl- is í bönkunum fyrir hrun. Fjöldi manna á af þeim sökum málsókn yfir höfði sér. Vegna náins sam- neytis bankanna við stjórnmála- menn og flokka myndu margir flokksmenn miklu heldur vilja halda Fjármálaeftirlitinu sofandi eins og fyrir hrun. Þess vegna þarf stjórnarskráin að halda vak- andi verndarhendi yfir Fjármála- eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið ógnar með líku lagi stjórnmála- hagsmunum, sé því vel stjórnað, þar eð of náin tengsl stjórnmála og viðskiptalífs hafa um langt skeið verið ein dýpsta meinsemd samfélagsins. Þess vegna þarf stjórnarskráin að halda verndar- hendi yfir Samkeppniseftirlitinu. Umboðsmaður Alþingis hjálpar fjölda fólks að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum og þarfn- ast því verndar í stjórnarskrá. Til álita kæmi einnig að setja nýtt ákvæði í stjórnarskrá um endur- reisn Þjóðhagsstofnunar, úr því að Alþingi hefur ekki enn gert það á eigin spýtur. Málið er brýnt vegna þess, að hagskýrslugerð hefur farið aftur frá hruni. Fjármála- ráðuneytið hefur til dæmis ekki gefið út Þjóðarbúskapinn frá 2009, en það rit var lengi lykilheimild um ástand og horfur efnahags- lífsins. Þess vegna auk annars er rík ástæða til að endurreisa Þjóðhagsstofnun. Nærtækasta skýringin á vanrækslu Hagstofunnar er, að yfirmenn hennar sáu í hendi sér, að hún gæti hæglega farið sömu leið og Þjóðhagsstofnun og Samkeppnis- eftirlitið, svo það var eins gott að hlýða. Hér birtist íslenzk valdhlýðni í hnotskurn. Í DAG Þorvaldur Gylfason prófessor ÚR ERLENDUM LEIÐURUM Það sem við lifum af Athafnalífið í Danmörku er grunnur velferðarinnar. Verðmætin, sem sköpuð eru í einkageiranum, eru forsendur þess að við getum fjár- magnað velferðina og þess vegna er það mikilvægt að frumvarp ríkis- stjórnarinnar um lækkun á skatti á fyrirtæki verði samþykkt. www.b.dk Úr leiðara Berlingske Kynþáttahatur Það sem gerst hefur í Finnlandi á undanförnum mánuðum bendir til þess að baráttan gegn kynþátta- hatri hafi ekki unnist nema að hálfu leyti í öllu samfélaginu. Dæmi um slíkt er að finna hjá borgarfulltrúum í Esbo þar sem fleiri en Sannir Finnar vilja fá nákvæmar tölur yfir hvað innflytjendur kosta sveitar- félagið. Orðfærið sem er notað er kannski pólítískt rétt en undir- tónninn er sá að allir af erlendum uppruna séu byrði. www.hbl.fi Úr leiðara Hufvudstadsbladet Heilbrigðisþjónusta Það á aldrei að leika vafi á þvi að sá sem þarf bráðalæknisþjónustu eða hátæknimeðferð fái hana. Tinghög sýndi í doktorsritgerð sinni tilhneig- ingu til þess að hátekjufólk þurfi ekki að bíða jafnlengi og aðrir hjá bæklunarlæknum og almennum skurðlæknum í Östergötland. Slíka mismunun er ekki hægt að sætta sig við. Það er aftur á móti eðlilegt að ræða um að sá sem vill skjótan aðgang að lækni vegna minni veikinda utan venjulegs stofutíma greiði fyrir það. www.dn.se Úr leiðara Dagens Nyheter E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 8 9 8 Sögur úr veruleikanum 2.599* TILBOÐ KRÓNUR Fullt verð 2.999 kr. *Gildir til 31. maí nk. KEM UR Í V ERS LAN IR Í DA G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.