Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 20
20 26. maí 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Það er staðreynd að svo til á hverju einasta heimili í borginni er ein- staklingur sem er skráður í einhverja íþróttaiðkun hér í borg. Á nýafstöðnu þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, kom fram að í Reykjavík eru tæplega 50 þúsund íbúar borgar- innar skráðir í eitthvert af þeim 68 félögum sem starfa undir merkjum Íþróttabandalagsins. Ef litið er til íbúa undir 18 ára aldri eru skráðir iðkendur í þessum aðildar- félögum ÍBR um 20 þúsund talsins, sem eru um 72% af íbúum borgarinnar á þessum aldri. Til viðbótar þessum fjölda eru síðan þau fjölmörgu sem leggja stund á ýmsa íþróttaiðkun, s.s. sund, hlaup, göngur og almenna líkamsrækt, sér til ánægju og heilsubótar og eru hvergi skráð. Íþróttir skipa því stóran sess í hugum borgarbúa og er um mikilvæga heilsuforvörn að ræða. En íþróttir gegna ekki einungis mikilvægu hlutverki hvað heilsu borgarbúa varðar heldur sömuleiðis mikilvægu félagslegu hlutverki og er það margsannað að íþróttaiðkun er ein besta forvörn sem völ er á. En hver er framtíðarstaða þessara mála í borginni og hverjar eru áherslur Besta flokks og Samfylkingar hvað íþróttir varðar? Í tæplega 3.000 orða samstarfsyfirlýsingu Samfylkingar og Besta flokks má einungis finna 22 orð um íþróttamál. Það er allt og sumt. Nýlega samþykktu Besti flokkur og Samfylking að slíta í sundur starfsemi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR) og flytja starfsemi tómstunda í nýtt sameinað ráð skóla- og frístunda- mála. Í samþykktinni er kveðið á um hver verkefni hins nýja ráðs eiga að vera en ekki eitt orð um hvað verði um íþróttahluta sviðsins. Á fundi borgar- stjórnar nýlega lagði ég fram fyrirspurn til borgarstjóra varðandi hvað yrði um þennan hluta ÍTR. Hvort til yrði fagráð sem héti Íþróttaráð Reykjavíkur eða hvort þessi málaflokkur væri á leið inn í t.d. menningar- og ferðamálaráð eða eitt- hvert annað. Hef ég enn ekki fengið svör við þessum spurningum mínum. Hvað nú verður um íþróttahluta ÍTR vita fáir ef nokkur og er ekki gert ráð fyrir að það skýrist fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Ég hef áhyggjur af því hvað þessi meirihluti er að hugsa hvað varðar framtíð hins mikilvæga íþróttastarfs í borginni. Óljós framtíð íþróttamála Íþróttastarf Geir Sveinsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks EPLAEDIK m/krómi Vatnslosandi Eykur brennslu Jafnar blóðsykur Dregur úr hungurtilfinningu Örvar losun úrgangsefna Öflug hjálp í baráttunni við aukakílóin Fæst í apótekum K ortlagning íslenzka sjávarklasans, sem kynnt var í fyrradag, er þarft verkefni og líklegt til að bæði breyta og skerpa sýn okkar á sjávartengda atvinnustarfsemi á Íslandi. Yfirlýst markmið verkefnisins, sem Háskóli Íslands og ýmis fyrirtæki standa að, er að „kortleggja alla starfsemi í sjávarklasanum, efla vitund, áhuga og samstarf og móta stefnu um sjávarklasann á Íslandi“. Þetta hafa ýmis nágrannaríki okkar gert. Slík kortlagning og stefnumótun hefur meðal annars farið fram í Kanada, Bretlandi, Noregi og á Írlandi. Bráðabirgðaniðurstöður kort- lagningar sjávarklasans bregða upp miklu víðari mynd en við erum vön að hafa fyrir augum þegar horft er á sjávarútveg á Íslandi. Við erum vön að skil- greina sjávarútveginn sem veiðar og vinnslu, en í sjávarklasanum eru til dæmis ferðaþjónustufyrirtæki, flutningafyrirtæki, sölu- og markaðsfyrirtæki, hátækni- og hugbúnaðarfyrirtæki, fiskeldis- fyrirtæki og ýmis fyrirtæki í heilsutækni, þar á meðal lyfja- og líftæknifyrirtæki. Tæknifyrirtækin eru samtals um sjötíu, með 26 milljarða króna veltu og umtalsverðan eigin útflutning. Ýmsar ályktanir má draga af þeirri kortlagningu sjávarklasans, sem þegar er komin á blað. Í fyrsta lagi sýnir hún rækilega fram á mikilvægi sjávarútvegs- ins fyrir margar aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Málmsmíða- og viðgerðafyrirtæki eiga til dæmis helming veltu sinnar undir sjávarútveginum og veitufyrirtæki tæplega fimmtung. Samt eru furðumargir nýbúnir að halda því fram að starfsskilyrði sjávar- útvegsins komi öðrum atvinnugreinum ekkert við. Í öðru lagi er ljóst að mestu vaxtarmöguleikarnir í sjávarklas- anum á næstu árum eru ekki í veiðum og vinnslu, heldur í tækni- og þekkingarhluta klasans. Þar á hins vegar það sama við og í jarð- varmaklasanum, sem nýlega hefur verið kortlagður, að ef innlendi grunnurinn, í þessu tilviki veiðarnar og vinnslan, er ekki sterkur og byggður upp af öflugum fyrirtækjum er dregið úr möguleikum tækni- og þekkingarfyrirtækjanna á að þróa vörur sínar og þjón- ustu og þau geta átt á hættu að missa færustu sérfræðinga sína til útlanda. Í því ljósi þarf meðal annars að skoða áform ríkisstjórnar- innar um miklar breytingar á rekstrarskilyrðum sjávarútvegsins. Í þriðja lagi blasir við að „hagsmunir sjávarútvegsins“ eru ekki eins einsleitir og menn vilja oft vera láta. Í sjávarklasanum er fjöldi fyrirtækja sem hefur til dæmis allt aðra afstöðu til erlendra fjárfestinga og hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu en flest hefðbundnu fyrirtækin í veiðum og vinnslu. Í kynningunni á sjávarklasanum kom fram að hann gæti skapað mörg ný störf og mikil verðmæti á næstu árum, jafnvel þótt starfs- fólki í fiskveiðum og -vinnslu fækkaði. En til þess þurfa bæði fyrir- tækin sjálf að auka samstarf sitt og marka sér stefnu og stjórnvöld að móta stefnu fyrir klasann og búa honum sem bezt og stöðugust rekstrarskilyrði. Sem stendur virðist sjávarklasinn fá sáralitla athygli og stuðning hjá stjórnvöldum. Breytt og skerpt sýn á sjávartengda starfsemi: Hvað er íslenzki sjávarklasinn? Góður Árni Johnsen hefur beint eitraðri fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Hann vill vita hvernig hún ætlar að tryggja að allir sem sækja um skólavist í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja næsta haust komist að. Það er gott að Árna sé umhugað um velferð unglinga og tækifæri þeirra til að öðlast menntun og því ber að fagna. Furðulegra er að Árni skuli einblína á einn skóla á landinu þar sem umframeftir- spurnin eftir plássi er undir meðallagi. Pot Gefum okkur að með fyrirspurninni sé Sunnlendingurinn Árni að stunda svokallað kjördæmapot. Það er ekki óhugsandi. Jafnvel það skýrir málið þó ekki til hlítar, því að í þremur skólum í kjördæminu hefur vandinn nefnilega verið meiri síðustu ár en á Suðurnesjum; nefnilega Menntaskól- anum á Laugarvatni, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Framhalds- skólanum í heimabæ Árna, Vestmannaeyjum. En Árni hefur reyndar ekki verið í jafn- miklum vandræðum með fylgið á þeim slóðum. Blitzkrieg Styrmir Gunnarsson skrifar leiðara á vef Evrópuvaktarinnar þar sem hann segir ESB-sinna treysta á að „skrið- drekar“ sambandsins í Brussel ryðjist yfir Ísland án mótspyrnu og leggi það undir sig í eins konar „Blitzkrieg“. Fyrir skemmstu skrifaði vopnabróðir Styrmis, Ögmundur Jónasson, grein um Evrópusambandið þar sem hann beitti fyrir sig hugtakinu lífsrými – öðru orði beint úr búri Þýskalands nasismans. Ögmundur sór það strax af sér að hafa líkt ESB við nasista. Og ætli Styrmir reyni það ekki líka. Þeir hljóta samt að fatta hvaðan mis- skilningurinn sprettur. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.