Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 48
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Árans kviksyndi Svona verður þetta bara? Bara vinir. Lítur út fyrir það. Það er best. Þannig að það verður aldrei neitt úr þessu aftur. Ég kem allavega ekki ríðandi eins og prins á hvítum hesti aftur. Það mun tíminn leiða í ljós enda er nóg af fiskum í sjónum. Það er líka nóg af þeim á landi! Húrra! Hvað er að, sonur sæll? Viltu virkilega vita það? Ég hef samviskubit yfir þessum hugsunum um námsráðgjafann minn. Er það allt og sumt? Palli minn, allir strákar á þínum aldri eiga sér fantasíur um náms- ráðgjafann sinn. Jafnvel pabbi þinn. Líður þér betur? Nja, núna líður mér bæði illa og er með sam- viskubit. Þú ættir að segja mömmu að þú sért búinn að taka til. Mamma, ég er búinn! Og láttu hana vita að þér tókst vel upp. Mér tókst vel upp! Fyrir utan dótið sem þú tróðst undir rúmið þitt. Fyrir utan dótið sem ég tró... Ég mun ná mér niður á þér! Nema hvað? LÁRÉTT 2. loga, 6. bardagi, 8. verkur, 9. eiga heima, 11. skst., 12. heimagert vín, 14. húrra, 16. ætíð, 17. löng, 18. umhyggja, 20. tvíhljóði, 21. trjóna. LÓÐRÉTT 1. skraf, 3. borðaði, 4. fugl, 5. sjáðu, 7. hverfill, 10. drulla, 13. eldsneyti, 15. vitskertur, 16. ákæra, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. báls, 6. at, 8. tak, 9. búa, 11. no, 12. brugg, 14. bravó, 16. sí, 17. síð, 18. önn, 20. au, 21. kani. LÓÐRÉTT: 1. rabb, 3. át, 4. langvía, 5. sko, 7. túrbína, 10. aur, 13. gas, 15. óður, 16. sök, 19. nn. Ákveðinn hóp fólks mætti kalla forfallna dyttara. Þá sem dunda við að dytta að ein- hverju öllum stundum og fellur aldrei verk úr hendi. Það sem einkennir þá er ekki endilega rífandi kraftur eða hamagangur við fram- kvæmdirnar og stundum verður maður varla var við að verið sé að dytta að. En þeir skilja eftir sig óaðfinnanlegt handbragð. Fínpússað yfirborð og rennislétta fleti, mála aldrei út fyrir og muna alltaf eftir að þrífa penslana. RAULANDI eitthvað fyrir munni sér eiga þessir forföllnu dyttarar það til að strjúka lófa yfir bekki og borð í leit að misfellum sem þarf að laga. Komi þeir í heimsókn renna þeir á lausar lamir og hallandi hillur og bjóðast til að „dytta að þessu“ fyrir þig. Draga skrúfjárn upp úr vasa, eins og það sé eðlilegasti hlutur að taka það með sér hvert sem er, og bauka þetta meðan þú hellir upp á kaffið. ÞESSI hópur á undantekn- ingarlaust sumarbústað þar sem hægt er að dytta að grindverki, leggja pall, gróðursetja, fúaverja og mála endalaust. Takmarkið er ekki að klára, þetta er eilífðarverk- efni sem líf dyttarans snýst um – án þess væri líf hans innan- tómt. ÉG TILHEYRI ekki þessum hóp en öfunda hann auðvitað. Ég tilheyri öðrum hóp sem kalla mætti forfallna klastrara. Það sem einkennir þá er einmitt hamagangur við framkvæmdir en ekki endilega óaðfinnan- legt handbragð. Þeir mála út fyrir og láta málninguna harðna í penslunum. Klastr- arinn hendir sér í verkin, riggar upp milliveggjum, skrúfar upp hillur, málar og lakkar eins fjandinn sé á hælunum á honum. TAKMARK klastrarans er að klára. Hann sér í hillingum að allt sé tilbúið, klárt og komið í stand svo hann geti hallað sér aftur og notið þess. Hann gerir jafnvel grín að hægagangi dyttarans og skilur ekki þetta dútl. VERKEFNI klastrarans eru þó verkefni sem aldrei sér fyrir endann á. Þegar eitt verk klárast tekur annað við og þegar því er lokið þarf að endurtaka það sem kláraðist þar á undan, einmitt vegna þess að kastað var til höndum til að byrja með. Fullklárað og tilbúið er ástand sem alltaf er utan seilingar og sá dagur kemur aldrei þar sem hægt er að halla sér aftur. OG Á MEÐAN klastrarinn reytir hár sitt yfir lausum gólflistum og sprungnu lakki, andvarpar dyttarinn af ánægju yfir því að hafa eitthvað til að dytta að. Verk í vinnslu Lesendur okkar eru á öllum aldri með ólíka sýn á lífið – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.