Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 41

Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 41
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Critics choice“ Time Out, London „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is AUKA SÝNINGAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI m.visir.isFáðu Vísi í símann! Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Forritarar Rockstar Games eru meistarar í að segja góða sögu. Eftir að hafa skemmt tölvu- leikjaunnendum endalaust með sögum um siðblinda en elskulega glæpamenn í Grand Theft Auto seríunni hafa snillingarnir hjá Rockstar nú ákveðið að setjast hinum megin við borðið með L.A. Noire. Nú er umfjöllunarefnið ekki „fyrirmyndar“-lífsstíll bófa heldur saga lögregluþjóns í Los Angeles á fimmta áratug síðustu aldar. Hér er sögð saga sem býður upp á dulúð, spennu og heilu bílfarmana af ofbeldi. Og eins og sönnum Rockstar-leik sæmir eru allar persónur leiksins drullusokkar. Ólíkt leikjunum í Grand Theft Auto seríunni finnst manni eins og maður hafi ekki eins mikið frelsi í L.A. Noire. Jú, maður getur skoðað gríðarstórt landsvæði, jú, maður getur stoppað bíla úti á götu og tekið þá traustataki en núna gerir maður það á öðrum forsendum. Í GTA skeytti maður oft lítið um verkefnin og vildi oft bara sjá hversu miklum glundroða maður gæti valdið. Í L.A. Noire getur maður ekki einu sinni drepið gangandi vegfarendur, ekki það að undirritaður hafi sérstakan áhuga á því. L.A. Noire býður upp á svo miklu meira en hefðbundinn GTA-glund- roða. Hér þurfa menn í alvörunni að nota kollinn til að leysa þau fjölmörgu glæpamál sem verða á vegi aðalhetjunnar. Vísbendingar þarf að finna og sakborninga þarf að yfirheyra. Og jú, menn fá að skjóta helling af glæpamönnum með byssum og taka þátt í æsi- spennandi eltingarleikjum. Engar áhyggjur, Rockstar-menn eru ekki orðnir geldir. Það sem er magnaðast við L.A. Noire er grafíkin, það er að segja hversu raunverulegar persónur leiksins eru. Reyndar þurfa persónurnar að vera raunverulegar þar sem yfirheyrslur leiksins snúast um að sjá hvort fólk ljúgi eður ei út frá svipbrigðum þess og það væri frekar erfitt með grófa kassagrafík. Það er meira að segja svo gott að ef maður sér nýja persónu getur maður samstundis þekkt hana og sagt við sjálfan sig: „Hey, þetta er feita löggan úr Heroes!“ Sögu- þráður leiksins er einnig stórgóður og er það góð tilbreyting að fá einu sinni að sitja réttu megin við borðið. Einnig má ekki gleyma leikvellinum sjálfum, Los Angeles í allri sinni fimmta áratugar dýrð. Eins rangt og það er að segja það er L.A. Noire mjög „þrosk- aður“ reyfari sem getur haldið mönnum við efnið tímum saman. Þetta er kannski ekki sú geðsýki og siðblinda sem maður á að venjast frá Rockstar en þetta nægir full vel þangað til næsti GTA lætur sjá sig. - vij POPPLEIKUR: L.A. NOIRE FRÁBÆR REYFARI Í endalausu flóði fyrstu persónu skotleikja er ljóst að leikir þurfa að skarta einhverju afar sér- stöku til að skara fram úr. Brink er áhugaverð tilraun til að blanda saman net- og einstaklingsspilun í einn stílíseraðan hrærigraut þar sem mikil áhersla er lögð á mis- munandi hlutverk sem menn geta brugðið sér í. Sagan í Brink er á þann veg að The Ark er fljótandi fyrirmyndarborg framtíðarinnar en með tímanum, og hlýnun jarðar, hefur borgin breyst í hálf- gert fljótandi fangelsi þar sem helmingur íbúanna gerir sitt besta til að flýja borgina á meðan hinn helmingurinn reynir að halda lífi í borginni með því að halda öllum íbúunum innan hennar. Inn í þetta ástand detta leikmenn þar sem þeir velja að ganga til liðs við uppreisnarmennina eða yfirvaldið. Söguþráður leiksins er gríðarlega stuttur og ættu menn að geta klárað sögu beggja fylkinganna á einni góðri kvöldstund. Til allrar lukku er boðið upp á fleiri spilunarmöguleika heldur en bara máttlausan söguþráðinn. Free Play býður mönnum upp á að spila í gegnum borð leiksins eftir sínu eigin höfði og Challenge krefst þess að menn leysi hinar ýmsu þrautir í keppni við klukk- una. Takist mönnum vel til fá þeir að launum ný vopn og fleira POPPLEIKUR: BRINK DAUFUR PERSÓNULEIKI NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 3/5 4/5 3/5 3/5 NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 4/5 5/5 5/5 4/5 til að betrumbæta karakterinn sinn. Fyrir utan þetta geta menn að sjálfsögðu spilað í gegnum söguþráðinn saman eða þá á móti mennskum andstæðingum í gegnum alnetið. Brink er leikur sem lítur mjög vel út, með sérstakan stíl og fjölda vopna og möguleika til að auðga spilunina. Leikurinn klikkar þó á nokkrum sviðum. Gervigreind andstæðinganna jafnt sem sam- herjanna er afar vafasöm á köflum og handsprengjurnar minna meira á hurðarsprengjur en drápstól en það versta er að Brink nær ekki skara fram úr á neinu sviði. Leikurinn er alls engin hörmung en hann rétt slefar yfir það að vera í meðallagi. Og það er ekki það sem maður hafði vonast eftir. - vij FLOTTUR Á YFIRBORÐINU Brink hefur útlitið en pers- ónuleikinn er því miður ekki alveg til staðar. FRÁBÆR GRAFÍK L.A. Noire er kannski ekki næsti GTA en hann er svo margt sem GTA er ekki. • 11

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.