Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 66
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR46 golfogveidi@frettabladid.is G O LF O G H EI LS A Magni M. Bernhar- dsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum og öðrum íþrótta- meiðslum. Golf er talnaleikur Íslendingar hreykja sér af því að hvergi eru hlutfallslega fleiri sem spila golf. Hér eru fimm þúsund manns um hvern golfvöll. Tölfræði um íslenskt golf leiðir vöxt íþróttarinnar í ljós. Golfklúbbur Akureyrar hefur til- kynnt GSÍ að ekki sé mögulegt að halda þriðja stigamót ung- linga á Arion banka mótaröðinni sem fram átti að fara dagana 18.- 19. júní. Ástæðan er óhagstætt veðurfar í vor. Stefnt er að því að færa mótið á annan völl og verður það kynnt um leið og mótanefnd GSÍ hefur fengið staðfestingu á nýjum keppnisstað. - shá Golfklúbbur Akureyrar: Móti frestað vegna vorhrets 18. BRAUT Ekki er nóg með að vorhretið hafi tafið fyrir heldur er völlurinn kalinn eftir veturinn. MYND/GA/STEINDÓR Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, ráðleggur kylfingum að temja sér tillitssemi: 1. Golf er einbeitingarleikur og því ætti að hafa hljótt þegar aðrir leikmenn eru að leika, standa þannig að það trufli ekki leikmenn en muna að vera tilbúin þegar kemur að okkur. 2. Takið tillit til annarra leikmanna í nágrenni við ykkur og í hópum á undan, til dæmis með því að tala ekki hátt, hlæja eða hrópa. Þegar þið ætlið að slá og teljið þá sem eru á undan vera rétt komna úr færi, bíðið þó ef þeir eru að slá eða pútta. 3. Hljóð frá bolta sem kemur niður nálægt leikmanni getur truflað einbeitni hans. Ef þið sláið of snemma og hafið hugsanlega valdið truflun er það almenn kurteisi að biðjast afsökunar eins fljótt og hægt er. Afsökunin er þá að sjálfsögðu tekin til greina. 4. Verið vingjarnleg við þá sem eru á vellinum og munið að það er ekki heimsendir að bíða augnablik eftir að göngufólk eða aðrir komist úr færi. Hollráð Hinna: Hegðun á golfvelli 22 konur voru með forgjöf 4,4 eða lægri árið 2009 en 314 karlar. Staður Golfvellir Afríka 670 Asía og eyjaálfan 5.913 Kanada 2.200 Karíbahaf 107 Mið-Ameríka 33 Bretlandseyjar 2.950 Evrópa 3.313 Mið-Austurlönd 30 Suður-Ameríka 484 Bandaríkin 16.170 ÁRIÐ 2008 SÖGÐUST 58.490 ÍSLENDINGAR HAFA SPILAÐ GOLF EINU SINNI EÐA OFTAR23 karlar voru með forgjöf undir 0 árið 2009. FJÓRAR KONUR VORU MEÐ FORGJÖF UNDIR 1.0 ÁRIÐ 2009 11.784 HRINGIR VORU SPILAÐIR TIL FORGJAFAR Á GRAFARHOLTSVELLI ÁRIÐ 2009 ÞAÐ ERU 49 9-14 HOLU GOLFVELLIR Á ÍSLANDI KYLFINGAR 55+ VORU 5.150 Missir þú jafnvægi vegna halla á mjaðmagrind? spyr Magni Bernhardsson, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands. Magni segir að nú þegar flestir kylfingar séu farnir af stað aftur eftir langa setu í vetur geti komið í ljós breytt staða á mjöðmum. Þær eiga það til að breytast í framhallandi stöðu við langvarandi setu, en við þannig aðstæður veikjast ákveðnir vöðvar og aðrir styttast á sama tíma. Þessi breyting hefur mikil áhrif á jafnvægi og eykur hættu á bakmeiðslum þegar spilað er reglulega og álag eykst. „Algengt er að fólk með þessa golfstöðu setji þyngdina of mikið í hælana til að vega á móti þessari framhallandi stöðu á mjaðmagrindinni, sem leiðir til þess að sveiflan verður of flöt og hætta eykst á stöðumissi. Athugið í standandi stöðu fyrir framan spegil hvort beltissylgjan vísar beint fram og er samsíða gólfinu eða hvort hún vísar niður. Ef sylgjan vísar niður eru mjaðmirnar of framhallandi. Góðu fréttirnar eru að þetta er hægt að laga með réttum æfingum.“ Jafnvægi Það er hægt að spila 756 holur á íslenskum golfvöllum ÞAÐ ERU 65 GOLFKLÚBBAR Á ÍSLANDI ÞAÐ VORU 15.785 KYLFINGAR SKRÁÐIR Í KLÚBBA Á ÍSLANDI 2010 ÞAÐ ERU 17 18 HOLU VELLIR Á ÍSLANDI Í tilefni af tíu ára afmæli upplýs- ingavefsins golf.is, sem er tölvu- kerfi GSÍ, verður opnaður far- símavefurinn m.golf.is. Til að byrja með verður kylf- ingum boðið upp á „mínar síður“ í farsímalausninni þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um forgjöf, hægt er að skrá skor og fá mótaskrá hjá heimaklúbbi kylfingsins. Síminn er samstarfsaðili GSÍ við verkefnið. - shá m.golf.is opnar: Farsímavefur GSÍ opnaður NÝJASTA TÆKNI Nú geta kylfingar nýtt símann sinn til að leita upplýsinga. 25 kylfingar, sex ára og yngri. voru skráðir í klúbb árið 2010.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.