Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 40
10 • Samanlagður aldur þremenninganna í Beastie Boys er 135 ár. Geri aðrir betur.!PLÖTUR ARCTIC MONKEYS - SUCK IT AND SEE Bresku strákarnir eru komnir aftur með fjórðu plötuna sína. BON IVER - BON IVER Just- in Vernon og félagar eru ljúfir sem lömb. LIL WAYNE - THA CARTER IV Vand- ræðaunglingur- inn og flagarinn Lil Wayne kemur alltaf aftur. BATTLES - GLOSS DROP Framsæknasta hljóm- sveitin á þessum lista. Gefðu henni séns. LIMP BIZKIT - GOLD COBRA Urðum að hafa Limp Bizkit með. Tón- listarstefnan er löngu dáin en alltaf heldur Limp Bizkit áfram. 5 SPENNANDI PLÖTUR Í JÚNÍ Í fyrndinni, í fjarlægu sólkerfi voru Beastie Boys svölustu menn í heimi. Ekki nóg með það, heldur bjuggu þremenningarnir frá New York yfir þvílíkum sameiningarmætti að annað eins hefur varla sést í tón- listarsögunni; Á löngu tímabili virtist sem allir, jafnt hipp- hopptrýni, rokkhundar, FM- hnakkar eða alhliða hipsterar, fíluðu Beastie Boys. Og ekki að ástæðulausu. Stór hluti aðdráttaraflsins var jákvætt kæruleysi. Þeim var skít- sama, þeir voru óhræddir við að hræra saman ólíkum stílum og gera það sem þá langaði til. Sem er töff. Fátt hefur breyst í þeim efnum á nýjustu plötunni, þeirra fyrstu í sjö ár. Eins og margoft hefur verið bent á hafa Beastie Boys alla tíð dílað í sinni eigin tegund af fortíðarfíkn (það gerðu þeir jafnvel áður en fyrirbærið hipphopp-nostalgía varð til, á Paul‘s Boutique árið 1989) og gera enn, enda frumkvöðlastarf fráleitt á dag- skránni hjá mönnum sem voru þegar orðnir ellilífeyrisþegar, í rapp-árum talið, fyrir fimmtán árum. Notaleg nostalgían sem boðið er upp á á Hot Sauce Committee Part 2 er fín en gefur ekki tilefni til fagnaðarláta á götum úti. Hér eru á ferð menn sem kunna til verka, en meistarataktar á borð við þá sem heyrðust á helsta meistaraverki sveitarinnar, Ill Comm- unication frá 1994, eru víðs fjarri. Því er kaldhæðnislegt að á nýju plötunni sé helst litið til fyrrnefndrar Ill Communication, sándlega séð. Bassinn er þungur, hljóðbrellur nýttar í hófi en raddir brenglaðar í óhófi, sem verður dálítið þreytandi til lengdar og virkar nánast eins og liðsmenn hafi eitthvað að fela. Platan rennur þó ágætlega og hápunktarnir eru fáir en góðir. Upphafslagið Make Some Noise er fyrirtaks gleðirapp af gamla skólanum og sér í lagi ná góðir gestir að lífga upp á herlegheitin; Nas í Too Many Rappers og Santigold í hinu frábæra og reggískotna Don‘t Play No Game That I Can‘t Win, sem ætti með réttu að verða sumarsmell- ur. Sem sagt, ekkert nýtt hér á ferð frá Beastie Boys. En bjóst nokkur við því? Kjartan Guðmundsson BEASTIE BOYS HOT SAUCE COM- MITTEE PART TWO Dánlódaðu: Don’t Play No Game That I Can’t Win, Make Some Noise og Too Many Rappers. NOSTALGÍA NETTIR Strákarnir í Arctic Monkeys senda frá sér nýja plötu í júní. EXP 6.1.2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.