Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 2
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR2 Jón, er gos í Vatnajökli? „Já, 5,5 grömm í lítra.“ Bjórinn Vatnajökull er framleiddur í brugghúsi Ölvisholts í samstarfi við Ríki Vatnajökuls. Bjórinn er bruggaður úr bræddum jökulís úr Jökulsárslóni og kryddaður með blóðbergi. Jón Elías Gunnlaugsson er framkvæmdastjóri Ölvisholts. FÓLK „Ég hef ekki fengið betri afmælisgjöf um ævina,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar Grétarssonar, átta ára. Leif Magnús flytur til föðurfjölskyldu sinnar í Vestmannaeyj- um frá Noregi 19. júní næstkomandi, á afmælis- degi afa síns. Móðir Leifs Magnúsar, Heidi Thisland Jensen, var stungin til bana af kærasta sínum í bænum Mandal í Noregi í mars síðastliðnum. Faðir drengsins, Grétar Óskarsson, fékk í kjölfarið for- ræði yfir honum eftir að fjölskylda hans fór til Noregs eftir andlát móðurinnar og hitti norsk barnaverndaryfirvöld. Drengurinn hefur dvalið hjá aðstandendum í Noregi eftir að móðir hans lést. Óskar fékk símtal á sunnudagskvöld þar sem honum var tjáð að Leif Magnús kæmi til Íslands á afmælisdeginum hans. „Þau koma fimm með honum og ætla að stoppa með honum í viku,“ segir Óskar. Hann hyggst sýna ættingjum Leifs Magnúsar umhverfið við gosstöðvarnar hjá Vatnajökli, verði þar orðið óhætt að vera. „Þau voru reyndar að hugsa með sér hvort þau þyrftu að taka skip, vegna gossins,“ segir hann. „En við vonum að því verði lokið svo við getum sýnt þeim þetta magnaða umhverfi.“ Leif Magnús hefur dvalið nokkuð hjá föðurfjöl- skyldu sinni í Vestmannaeyjum á síðustu árum og mun hefja skólagöngu þar á ný í haust. - sv Leif Magnús Grétarsson flytur heim til Eyja á afmælisdegi afa síns: Besta gjöfin að fá hann heim LEIF MAGNÚS Leif Magnús hlakkar mikið til að flytja aftur til Íslands. Fjölskyldan er nú á fullu að undirbúa komu drengsins. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SPURNING DAGSINS VÍSINDI Hafin er vinna við stærstu neðansjávarrannsókn í fornleifa- fræði sem gerð hefur verið á Íslandi. Í byrjun maí hófu Rann- sóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og Fornleifavernd ríkisins rannsókn á póstskipinu Phønix, sem fórst við Löngufjörur á Snæfellsnesi árið 1881. Rannsóknin mun standa yfir í allt sumar og er meðal annars fjármögnuð af Fornleifasjóði, sem styrkti verkefnið um 500 þúsund krónur. Ragnar Edvardsson forn- leifafræðingur fer fyrir rannsókn- inni. Hann segir hana afar kostn- aðarsama og eins konar prófstein á styrkleika neðansjávarfornleifa- fræði hér á landi. „Það hefur ýmislegt verið próf- að á þessu sviði, ýmsar aðferðir og aðferðafræði. Við ætlum okkur að nota þetta skip sem eins konar prófstein á aðferðafræðina,“ segir Ragnar. Sjö manns munu taka þátt í rannsókninni á Phønix, bæði atvinnukafarar og fornleifafræð- ingar. Ragnar er sjálfur með köf- unarréttindi og mun sinna báðum hlutverkum. Að sögn Ragnars hefur skipið varðveist mjög vel, miðað við að það brotnaði upp í strandinu og hefur legið á hafsbotni í 130 ár. „Það eru stórir, heillegir hlut- ar, þá sérstaklega sá aftari. Þar er skrúfan og gufuketillinn og aðrir stórir hlutar. En framhlutinn er aðeins verr farinn,“ segir hann. Markmiðið er að ljúka fyrsta hluta rannsóknarinnar í lok ágúst eða byrjun september. Skipið verð- ur mælt upp og ljósmyndað til þess að fá heildarmynd af svæðinu með frekari rannsóknir á næstu árum í huga. Grafið verður á völdum stöð- um, en þó mest megnis skoðað og skrásett. „Þetta er fornleifarannsókn, ekki fjársjóðsleit,“ segir Ragnar. „Við ætlum fyrst og fremst að skrásetja upplýsingar um skipið.“ Eins og áður segir er þetta stærsta rannsókn sem gerð hefur verið á fornleifum neðansjávar hér á landi. Árið 1993 var fyrst gerð slík rannsókn, á skipi við Flat- ey, en sú var mun minni í snið- um, að sögn Ragnars. Skipið var hollenskt og hét Melckmeyt, eða Mjaltastúlkan, og sökk í höfninni á Flatey á 17. öld. sunna@frettabladid.is Stærsta fornleifarann- sókn sinnar tegundar Hafin er vinna við stærstu neðansjávarfornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi. Verið er að rannsaka póstskipið Phønix sem fórst við Snæfellsnes árið 1881. Verkefnið er mjög umfangsmikið og segir forstöðumaður það afar dýrt. KOPARVENTILL ÚR PHØNIX Myndin sýnir koparventil úr póstskipinu sem sennilega var notaður til þess að stjórna þrýstingi á gufukatli Phønix. Rústirnar hafa legið á hafsbotni í 130 ár. MYND/RAGNAR EDVARDSSON Danska póstskipið Phønix strandaði við Löngufjörur á Snæfellsnesi í janúar árið 1881 og sökk eftir að hafa lent í aftakaveðri á Faxaflóa, á leið frá Danmörku til Reykjavíkur. Engir farþegar voru um borð í skipinu og áhöfnin bjargaðist. Phønix var um 400 tonn og flutti farþega og vörur milli Danmerkur og Íslands. Þar var tvímastra málmskip, knúið seglum og gufuvél. Það liggur nú á um það bil 10 metra dýpi og er það talsvert brotið. Talsvert margir gripir, bæði úr farmi og persónulegir munir áhafnarinnar, liggja á víð og dreif um flakið. Heimild: Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum Hefur legið á 10 metra dýpi í 130 ár RANNSÓKNIR Ísland er friðsælasta ríki heims, en í næstu sætum á eftir koma Nýja-Sjáland, Japan, Danmörk og Tékkland, sam- kvæmt mælingum rannsóknar- stofnunarinnar IEP. Írak komst þetta árið upp úr neðsta sætinu í fyrsta skipti frá því að stofnunin hóf að gera lista sinn yfir ástand friðarmála í löndum heims. Súdan og Sómalía eru nú á botninum. Stofnunin, sem heitir Institute for Economics and Peace, reynir einnig að leggja mat á þann kostnað, sem fylgir ófriði, og kemst að því að ef friðsældin hefði verið fjórðungi meiri á síð- asta ári en hún var, þá hefði það jafngilt 235 milljarða króna inn- spýtingu í efnahagslíf jarðarbúa. - gb Ný friðsældarmæling birt: Friðsælast er hér á Íslandi ERFIÐ ÁTÖK Írak er nú í fyrsta sinn komið upp úr neðsta sætinu. NORDICPHOTOS/AFP BJÖRGUN Þjóðverjinn sem leitað hefur verið að norðan Vatnajökuls í tvo daga fannst heill á húfi í gær. Áhöfnin á TF- Gná, þyrlu Landhelgisgæslunn- ar, fann manninn en hann var þá staddur um 14 km suðvestur af Fjórðungsöldu á Vatnajökli. Fram kemur í tilkynningu frá Lands- björg að maðurinn hafi verið í ágætu ástandi miðað við aðstæð- ur, en kaldur og hrakinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var farið með manninn beint á sjúkrahús til aðhlynning- ar. Um 60 björgunarsveitarmenn voru við leit á svæðinu þegar hann fannst og fleiri á leiðinni. - sv Týndi Þjóðverjinn fundinn: Fluttur til að- hlynningar á sjúkrahús í gær EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Tveir þriðju fiskistofna Evrópusam- bandsríkjanna í Norður-Atlants- hafi eru taldir ofveiddir, sam- kvæmt nýrri úttekt ESB. Enn fremur eru 80 prósent fiskistofna í Miðjarðar- hafinu talin ofveidd. Maria Dam- anaki, sjávarútvegsstjóri ESB, segir þessar tölur sýna ein- hverjar framfarir frá því fyrir sjö árum, en þær framfarir séu alltof hægar. Hún segist vilja að veiði- takmarkanir verði settar sjálf- krafa á þau ríki, sem ekki veita fullnægjandi upplýsingar um fiskveiðar sínar. Ástæðan fyrir því hve hægt gengur að draga úr ofveiði stafi af því að ríkin sýni ekki næga samvinnu. - gb Ofveiði í Evrópusambandinu: Ríkjum refsað með veiðikvóta MARIA DAMANAKI STJÓRNMÁL Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins á fram- boðslistum í hverju kjördæmi verði Evrópusinnar. Í ályktun fundarins, sem haldinn var í gær, segir að kannanir sýni að á bilinu fjórðungur til þriðjungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins styðji aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Helmingur flokks- manna vilji ljúka viðræðum um aðild og leggja aðildarsamning í þjóðaratkvæði. Með því að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins í hverju kjördæmi sé fulltrúi þessara sjónar- miða getur forysta flokksins tryggt að flokkurinn gangi heill til kosn- inga, segir í ályktuninni. Félagið Sjálfstæðir Evrópumenn er félagskapur sjálfstæðismanna sem vilja stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu. Með aðild vilja félagsmenn standa vörð um sjálf- stæði Íslands, áframhaldandi sam- vinnu við vestrænar lýðræðisþjóð- ir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika. - bj Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins: Evrópusinnar í þriðja hvert sæti FORYSTA Bjarni Benediktsson formaður og Ólöf Nordal varaformaður ættu að beita sér fyrir hlut Evrópusinna á fram- boðslistum að mati Sjálfstæðra Evrópu- manna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FINNLAND Kínverski ríkisbankinn China Development Bank er reiðu- búinn að veita fyrirtækjum í vexti á höfuðborgarsvæðinu í Finnlandi lán upp á mörg hundruð milljónir evra. Samkomulagið við kínverska ríkisbankann veitir finnskum fyrirtækjum möguleika á að komast inn á kínverska markað- inn. Kínversk yfirvöld hafa hins vegar áhuga á nýjungum sem geta aukið afköst í iðnaði og á fyrir- tækjum innan heilsugeirans eða umhverfisverndar. - ibs Samvinna við Kína: Finnar fá lán frá Kínverjum Bruni í áburðarverksmiðju Fjölmennt lið slökkviliðs var sent að áburðarverksmiðjunni í Gufunesi í gærkvöld þegar tilkynnt var um bruna í rafmagnsskúr þar hjá. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Mikla reykjar- lykt lagði um nærliggjandi svæði. Ekki er vitað hversu miklar skemmdirnar urðu í brunanum. LÖGREGLUMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.