Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 18
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Tólf mánaða verðbólga stendur nú í 3,4 prósentum, samkvæmt mæl- ingu Hagstofunnar. Hækkun vísi- tölu neysluverðs frá fyrra mánuði nemur 0,94 prósentum. Verðbólgan er heldur meiri en spáð hafði verið. Greining Íslandsbanka spáði 0,6 prósent- um, greiningardeild Arion banka og IFS greining 0,7 prósentum og markaðsvísir MP banka spáði 0,8 prósentum. Í umfjöllun Greiningar Íslands- banka kemur fram að margt legg- ist á eitt í verðbólgu mánaðarins. Tíu prósenta hækkun á gjöldum fyrir heitt vatn og frárennsli og 15,5 prósenta hækkun á flugfar- gjöldum til útlanda vegi þungt, en hækkun flugfargjalda annan mán- uðinn í röð hafi komið á óvart. „Sá liður hefur nú hækkað um nærri 50 prósent frá febrúarbyrjun. Þá hækkaði matvara talsvert meira en við höfðum búist við.“ Í markaðsvísi MP banka í gær er sagt að búast megi við áframhald- andi hækkun á tólf mánaða verð- bólgu næstu mánuði. Sagt er lík- legt að hún fari yfir 4,5 prósent seinni part sumars. Þá segir Greining Íslandsbanka að mælingin viti tæpast á gott fyrir stjórnvöld. „Nýlokið er gerð kjarasamninga þar sem settir voru fyrirvarar um litla verðbólgu næstu misserin. Eru samningarnir uppsegjanlegir ef verðbólga verður ekki undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans yfir árið 2012.“ Í Markaðspunktum Arion banka segir svo að verðbólguþróunin feli í sér verulegan vanda fyrir Seðla- bankann. „Mun Seðlabankinn hækka vexti ofan í þann efnahags- slaka sem er til staðar? Að mati Greiningardeildar er Seðlabank- inn hins vegar að kljást við marg- falt stærra vandamál (en þann verðbólgukúf sem gengur nú yfir) en það snýr að trúverðugleika pen- ingastefnunnar.“ Seðlabankinn sé enn einu sinni „lentur í því“ að fara inn í verðbólguskeið án nægilegs trúverðugleika. „Í því ástandi hefur vaxtahækkun takmörkuð áhrif á væntingar almennings og mark- aðsaðila, þar með taldar verðbólgu- væntingar. Má því velta fyrir sér hversu mikil (ef einhver) áhrifin yrðu af vaxtahækkun á verðbólgu næstu misserin. Í raun er hægt að færa rök fyrir því að vaxtahækk- un yrði til þess fallin að hafa verð- bólguhvetjandi áhrif.“ Kjósi peningastefnunefnd Seðla- bankans ekki að bregðast fyrr við er næstu vaxtaákvörðunar að vænta hjá Seðlabankanum 15. júní. olikr@frettabladid.is Verðbólgan eykur á vanda Seðlabankans Ársverðbólga nemur nú 3,4 prósentum. Búist er við að verðbólga aukist enn næstu mánuði. Greiningardeild Arion banka segir Seðlabankann í vanda. VIÐ LEIFSSTÖÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Greining Íslandsbanka segir að hækkun flugfargjalda til útlanda, annan mánuðinn í röð, hafi komið á óvart. Nú hafi fargjöld í millilandaflugi hækkað um nærri 50 prósent frá febrúarbyrjun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rússneska netleitarfyrirtækið Yandex var skráð á Nasdaq-hluta- bréfamarkaðinn í Bandaríkjunum á þriðjudag. Fimm ár eru síðan rússneskt fyrirtæki var skráð á markað vestanhafs. Yandex seldi hlutabréf fyrir 1,3 milljarða dala, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna, og hefur annað eins ekki sést innan tæknigeirans frá því að Google var skráð á markað árið 2004. Gengi bréfa Yandex rauk upp um 55 prósent á þriðjudag en lækkaði um átta prósent í gær. Flestir Rússar sem aðgang hafa að netinu nota Yandex-netleitarvél- ina. Fyrirtækið er jafnframt eitt umsvifamesta netfyrirtæki Rúss- lands. Yandex-leitarvélin er með rúmlega sextíu prósenta mark- aðshlutdeild í Rússlandi, Úkraínu, Kasakstan og Hvíta-Rússlandi. Arkady Volozh, forstjóri Yan- dex, og Ilya Segalovich, yfirmaður tæknimála, voru viðstaddir skrán- inguna í fyrradag. Þeir eru æsku- vinir, stærðfræðingar að mennt og stofnuðu fyrirtækið árið 1997. Þeir héldu að mestu í eigin bréf. Volozh sagði í samtali við frétta- stofu Reuters ekki búið að ákveða hvað verði gert við söluandvirði hlutabréfa sem bætist við digra sjóði Yandex. Hugsanlega verði féð nýtt til fyrirtækjakaupa. - jab Rússneski netleitarrisinn Yandex skráður á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum: Fyrsta landnám Rússa í fimm ár FYRSTI DAGURINN Stofnendur Yandex, sem hér eru fremst á myndinni, voru að vonum glaðir þegar félag þeirra var skráð á hlutabréfamarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Framkvæmdastjórar AGS frá upphafi Tímabil Nafn Land 1946 -1951 Camille Gutt Belgía 1951-1956 Ivar Rooth Svíþjóð 1956-1963 Per Jacobsson Svíþjóð 1963-1973 Pierre-Paul Schweitzer Frakkland 1973-1978 Johannes Witteveen Holland 1978-1987 Jacques de Larosière Frakkland 1987-2000 Michel Camdessus Frakkland 2000-2004 Horst Köhler Þýskaland 2004-2004 Anne Osborn Krueger Bandaríkin 2004-2007 Rodrigo Rato Spánn 2007-2011 Dominique Strauss-Kahn Frakkland 2011- John Lipsky Bandaríkin Heimild: Wikipedia.org STIG ER GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR um miðjan dag í gær. Gengi krónunnar var síðast á svipuðum slóðum í maí í fyrra. Christine Lagarde, fjármála- ráðherra Frakklands, gaf í gær opinberlega kost á sér sem eftir- maður Dominique Strauss-Kahn, fráfarandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS. Stjórnmálamenn í Evrópu hafa lýst því yfir um nokkurt skeið að þeir hafi hug á að halda stólnum líkt og þeir hafa gert frá stofnun AGS árið 1946. Bandaríkjamaðurinn John Lipsky, aðstoðarframkvæmda- stjóri AGS, tók tímabundið við starfi Strauss-Kahn í síðustu viku. Undantekning er að landar hans setjjast í stól framkvæmda- stjóra AGS og hefur það aðeins gerst einu sinni áður. Anne Osborn Krüger tók við stöðunni um fjögurra mánaða skeið í kjöl- far afsagnar Horsts Köhler. Ekki var um hneykslismál að ræða því Köhler tók við embætti forseta Þýskalands. Til mótvægis hafa Bandaríkjamenn stýrt Alþjóða- bankanum frá stofnun hans sama ár og AGS var sett á laggirnar. Lagarde hefur stuðning ráða- manna helstu landa Evrópu, Breta, Frakka og Þjóðverja. Full- trúar AGS frá löndum utan Evr- ópu vilja hins vegar fá að hafa sitt að segja um það hver stýri AGS. Breska viðskiptablaðið Financial Times greindi frá því í gær að tveir hafi formlega gefið kost á sér gegn Lagarde. Það eru seðla- bankastjórarnir Agustín Carstens frá Mexíkó og Grígorí Marsjenko frá Kasakstan. - jab Fjármálaráðherra Frakklands vill taka við af AGS: Evrópubúar verið einráðir við stýrið LAGARDE ÆTLAR FRAM Fjármála- ráðherra Frakklands tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hún ætli að demba sér í baráttuna um stól framkvæmdastjóra AGS. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 218,09 Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni. Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is Áætlað er að nýr eignaskattur á líf- eyrissjóði sem ríkisstjórnin boðar í svokölluðum skattabandormi í tengslum við nýgerða kjarasamn- inga skili tæpum tveimur millj- örðum króna. Skatturinn nemur 0,0972 prósentum. Viðskiptaráð Íslands lýsir í umsögn sinni til Efnahags- og skattanefndar um skattaband- orminn almennt yfir ánægju með að með honum sé undið ofan af mis- tökum sem gerð voru við breyting- ar á skattkerfinu eftir bankahrunið. Í umsögn Viðskiptaráðs er hins vegar bent á að í 9. grein skatta- bandormsins sem fjallar um skatt- lagningu lífeyrisssjóða sé um grófa tvísköttun að ræða. Þetta sé nýr skattur sem ekki sé hægt að finna rökstuðning fyrir né sé hann í samræmi við yfirlýsingu stjórn- valda í tengslum við gerð kjara- samninga. Þar er meðal annars kveðið á um að greiða eigi götu líf- eyrissjóða til frekari fjárfestinga. Þá sé skatturinn í mótsögn við þau markmið að standa vörð um getu sjóðanna til útgreiðslu úr þeim. Viðskiptaráð leggur því til í umsögn sinni að skatturinn verði felldur út úr frumvarpinu. - jab Tveggja milljarða skattur gæti lagst á lífeyrissjóði: Gæti komið niður á fjárfestingum sjóða FORMENNIRNIR Viðskiptaráð vill ekki sjá nýjan skatt á lífeyrissjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA mældist tólf mánaða verðbólga samkvæmt mælingu Hagstofunnar. 3,4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.