Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 32
2 • POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. FARÐU Á FÓTBOLTALEIK Í Danmörku. Strákarnir í landsliði Íslands með leikmönnum 21 árs og yngri taka þátt í lokamóti Evrópukeppninnar í júní. Mótið fer fram í Danmörku þannig að það er lítið mál að kíkja út og skella sér á leikina. Það er hressandi að fylgjast með U21-landsliðinu – miklu meira hressandi en nokk- urna tíma karlalandsliðinu. GRILLAÐU Finndu almennilegt kjöt og grillaðu það. Þá erum við ekki að tala um kryddmaukaðar pakkningar með þunnum sneiðum af lambi, heldur alvörusteikur sem fást í kjötborðum verslana. Bestu kjötborðin eru samt í sérstökum kjötverslunum. Popp mælir með eldrauðu, fersku nauta-ribeye. HJÁLPAÐU TIL Hringdu nú í gömlu frænkuna, vininn eða hvern sem þú þekkir fyrir austan fjall og hjálpaðu til við að hreinsa eftir eldgosvesenið. Fólkið á Kirkjubæjar- klaustri myndi örugglega þiggja smá hjálp við að moka stéttir og skrúbba glugga. LIFÐU AF Í JÚNÍ Hver þekkir ekki „feelgood- hittarana“ „Ást á pöbbnum“ og „Enginn þríkantur hér“? Þeir gætu fengið að hljóma aftur á íslenskum skemmtistöðum á næstunni því ískryddið sjálft, Leoncie, hyggst nú samkvæmt nýjustu fréttum flytja aftur til Íslands eftir nokk- urra ára dvöl erlendis. Hún bjó sem kunnugt er í Sandgerði með manni sínum Viktori en flutti þaðan árið 2004 til Bretlands. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, lofar því að vel verði tekið á móti ískryddinu í Kópa- vogi og segir það jafnvel eiga möguleika á því að verða heiðurs- listamaður í bænum. „Margir góðir listamenn hafa alist hér upp og við höfum styrkt þá og heiðrað með ýmsum hætti.“ Í Bretlandi fór hún í prufur fyrir X-Factor árið 2006 en komst ekki áfram úr prufunum. Hún var eitt- hvað feimin við að segjast vera frá Íslandi en Simon Cowell vildi endilega vita hvaðan hún kæmi. Hún svaraði að hún væri frá Leigh- on-Sea áður en hún hóf upp raust sína. Nú vill hún kaupa hús tengda- foreldra sinna í Kópavogi. „Kópavogur á hana,“ segir Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca. Hann er einn þekktasti Kópavogsbúi á Íslandi og mögulega harðasti stuðnings- maður Breiðabliks. Hann tekur því fréttunum fagnandi. „Ég meina, þetta er bara stór- kostlegt! Það hefur ekki verið nein ást á pöbbnum síðan Leoncie fór,“ segir hann. „Catalina er búin að vera skugginn af einhverju rassgati síðan hún fór.“ „Þetta er búið að vera frábært fyrir Kópavog síðasta árið: Breiða- blik Íslandsmeistari, Kópacabana plata ársins, Gerpla Evrópumeist- ari og Gunnar I. Birgisson dottinn úr pólitík. Nú kemur Leoncie og fullkomnar dæmið.“ Erpur tekur heldur ekki fyrir það að halda sérstaka tónleika fyrir Leoncie þegar hún mætir. „Skóla- hljómsveit Kópavogs marserar og syngur öll lögin hennar fyrir hana.“ „Við eigum náttúrlega okkar eigin Hörpu! Í Salnum verður svona Leoncie og Sinfó dæmi nema Skólahljómsveitin fyllir í skarðið fyrir Sinfó. Strákarnir í Breiða- bliki halda bolta á lofti fyrir utan, ég verð kynnir og Glysmaðurinn massar sig extra upp og slær á tunnur á meðan Gerplustelpurnar taka kollhnís.“ Hann bætir við að hann ætli sér að taka dúett með Leoncie á tón- leikunum. Eins og kunnugt er fór Leoncie frá Sandgerði eftir deilur við ná- granna sína. Henni fannst hún vera beitt óréttlæti og talaði um að bæjarbúar hefðu niðurlægt hana og verið með fordóma í hennar garð. Erpur kann skýringar á því: „Þeir eru búnir að sjá helling af blökkumönnum en hafa bara aldrei séð gulan mann.“ Vakin er athygli á því að XXX Rottweilerhundar spilar á Sódómu á föstudagskvöldið. „Við erum með hellaðan DJ sem gerir örugglega Leoncie-mix fyrir okkur,“ bætir Erpur við að lokum. ENGIN ÁST Á PÖBBNUM SÍÐAN LEONCIE FÓR AF KLAKANUM: LEONCIE VELKOMIN Í KÓPAVOGINN Í HÚS TENGDAFORELDRA Leoncie ætlar að flytja til Íslands á næstunni og nú í hús for- eldra Viktors í Kópavogi. Viktor er ekki óþekktur meðal aðdáenda Ís kryddsins því glöggir hafa tekið eftir honum í myndböndum hennar. ERPUR & LEONCIE Í SALNUM Erpur Ey- vindarson lofar rosalegum endurkomu- tónleikum í Salnum í Kópavogi. LÍF OG STARF LEONCIE Leoncie er fædd í Góahéraði á Indlandi. Hún hefur búið í Kanada fyrir utan Ísland og Bretland. Hún hefur kallað sig „indversku prinsessuna“ og „Icy Spicy Leoncie“. Leoncie er kaþólsk og segist fá innblástur við bænir. Kynnist Viktori og giftist honum á níunda áratugnum Gaf út „My Icelandic Man“ árið 1985 Gaf út „Sexy Loverboy“ árið 2002 Gaf út „Radio Rapist/Wrestler“ árið 2003 Flytur frá Íslandi árið 2004 Tekur þátt í X-Factor árið 2006 Snýr aftur til Íslands 2011 4 6 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • MAÍ 2011 MIÐ ÍSLANDy rheyrir MARGRÉTI BJÖRNSFYNDNASTA VERZLINGINNOG NÝJU STELPUNA Á FM957 ari eldjárn, bergur ebbi, jóhann alfreð og dóri dna 572 3400 Sumarsprengja 30 - 70% afsláttur Firði, Hafnarfirði • Sími 572 3400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.