Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 32

Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 32
2 • POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. FARÐU Á FÓTBOLTALEIK Í Danmörku. Strákarnir í landsliði Íslands með leikmönnum 21 árs og yngri taka þátt í lokamóti Evrópukeppninnar í júní. Mótið fer fram í Danmörku þannig að það er lítið mál að kíkja út og skella sér á leikina. Það er hressandi að fylgjast með U21-landsliðinu – miklu meira hressandi en nokk- urna tíma karlalandsliðinu. GRILLAÐU Finndu almennilegt kjöt og grillaðu það. Þá erum við ekki að tala um kryddmaukaðar pakkningar með þunnum sneiðum af lambi, heldur alvörusteikur sem fást í kjötborðum verslana. Bestu kjötborðin eru samt í sérstökum kjötverslunum. Popp mælir með eldrauðu, fersku nauta-ribeye. HJÁLPAÐU TIL Hringdu nú í gömlu frænkuna, vininn eða hvern sem þú þekkir fyrir austan fjall og hjálpaðu til við að hreinsa eftir eldgosvesenið. Fólkið á Kirkjubæjar- klaustri myndi örugglega þiggja smá hjálp við að moka stéttir og skrúbba glugga. LIFÐU AF Í JÚNÍ Hver þekkir ekki „feelgood- hittarana“ „Ást á pöbbnum“ og „Enginn þríkantur hér“? Þeir gætu fengið að hljóma aftur á íslenskum skemmtistöðum á næstunni því ískryddið sjálft, Leoncie, hyggst nú samkvæmt nýjustu fréttum flytja aftur til Íslands eftir nokk- urra ára dvöl erlendis. Hún bjó sem kunnugt er í Sandgerði með manni sínum Viktori en flutti þaðan árið 2004 til Bretlands. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, lofar því að vel verði tekið á móti ískryddinu í Kópa- vogi og segir það jafnvel eiga möguleika á því að verða heiðurs- listamaður í bænum. „Margir góðir listamenn hafa alist hér upp og við höfum styrkt þá og heiðrað með ýmsum hætti.“ Í Bretlandi fór hún í prufur fyrir X-Factor árið 2006 en komst ekki áfram úr prufunum. Hún var eitt- hvað feimin við að segjast vera frá Íslandi en Simon Cowell vildi endilega vita hvaðan hún kæmi. Hún svaraði að hún væri frá Leigh- on-Sea áður en hún hóf upp raust sína. Nú vill hún kaupa hús tengda- foreldra sinna í Kópavogi. „Kópavogur á hana,“ segir Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca. Hann er einn þekktasti Kópavogsbúi á Íslandi og mögulega harðasti stuðnings- maður Breiðabliks. Hann tekur því fréttunum fagnandi. „Ég meina, þetta er bara stór- kostlegt! Það hefur ekki verið nein ást á pöbbnum síðan Leoncie fór,“ segir hann. „Catalina er búin að vera skugginn af einhverju rassgati síðan hún fór.“ „Þetta er búið að vera frábært fyrir Kópavog síðasta árið: Breiða- blik Íslandsmeistari, Kópacabana plata ársins, Gerpla Evrópumeist- ari og Gunnar I. Birgisson dottinn úr pólitík. Nú kemur Leoncie og fullkomnar dæmið.“ Erpur tekur heldur ekki fyrir það að halda sérstaka tónleika fyrir Leoncie þegar hún mætir. „Skóla- hljómsveit Kópavogs marserar og syngur öll lögin hennar fyrir hana.“ „Við eigum náttúrlega okkar eigin Hörpu! Í Salnum verður svona Leoncie og Sinfó dæmi nema Skólahljómsveitin fyllir í skarðið fyrir Sinfó. Strákarnir í Breiða- bliki halda bolta á lofti fyrir utan, ég verð kynnir og Glysmaðurinn massar sig extra upp og slær á tunnur á meðan Gerplustelpurnar taka kollhnís.“ Hann bætir við að hann ætli sér að taka dúett með Leoncie á tón- leikunum. Eins og kunnugt er fór Leoncie frá Sandgerði eftir deilur við ná- granna sína. Henni fannst hún vera beitt óréttlæti og talaði um að bæjarbúar hefðu niðurlægt hana og verið með fordóma í hennar garð. Erpur kann skýringar á því: „Þeir eru búnir að sjá helling af blökkumönnum en hafa bara aldrei séð gulan mann.“ Vakin er athygli á því að XXX Rottweilerhundar spilar á Sódómu á föstudagskvöldið. „Við erum með hellaðan DJ sem gerir örugglega Leoncie-mix fyrir okkur,“ bætir Erpur við að lokum. ENGIN ÁST Á PÖBBNUM SÍÐAN LEONCIE FÓR AF KLAKANUM: LEONCIE VELKOMIN Í KÓPAVOGINN Í HÚS TENGDAFORELDRA Leoncie ætlar að flytja til Íslands á næstunni og nú í hús for- eldra Viktors í Kópavogi. Viktor er ekki óþekktur meðal aðdáenda Ís kryddsins því glöggir hafa tekið eftir honum í myndböndum hennar. ERPUR & LEONCIE Í SALNUM Erpur Ey- vindarson lofar rosalegum endurkomu- tónleikum í Salnum í Kópavogi. LÍF OG STARF LEONCIE Leoncie er fædd í Góahéraði á Indlandi. Hún hefur búið í Kanada fyrir utan Ísland og Bretland. Hún hefur kallað sig „indversku prinsessuna“ og „Icy Spicy Leoncie“. Leoncie er kaþólsk og segist fá innblástur við bænir. Kynnist Viktori og giftist honum á níunda áratugnum Gaf út „My Icelandic Man“ árið 1985 Gaf út „Sexy Loverboy“ árið 2002 Gaf út „Radio Rapist/Wrestler“ árið 2003 Flytur frá Íslandi árið 2004 Tekur þátt í X-Factor árið 2006 Snýr aftur til Íslands 2011 4 6 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • MAÍ 2011 MIÐ ÍSLANDy rheyrir MARGRÉTI BJÖRNSFYNDNASTA VERZLINGINNOG NÝJU STELPUNA Á FM957 ari eldjárn, bergur ebbi, jóhann alfreð og dóri dna 572 3400 Sumarsprengja 30 - 70% afsláttur Firði, Hafnarfirði • Sími 572 3400

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.