Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 38
8 • Árni Vilhjálmsson í FM Belfast var einn af stofnmeðlimum grín- hópsins Mið-Ísland.!GRÆJUR Hljómsveitin FM Belfast gefur út sína aðra plötu eftir rúma viku, hinn 3. júní. Gripurinn nefnist Don’t Want to Sleep og lítur dagsins ljós tæpum þremur árum eftir að hin vel heppn- aða How to Make Friends kom út. FM Belfast er skipuð þeim Árna Plúseinum, Lóu Hjálmtýsdóttur, Árna Vilhjálmssyni, Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni og Birni Kristinssyni og hafa þau verið dugleg við tón- leikahald í gegnum árin. Græjurnar sem þau nota á tónleikum eru að hluta til heimatilbúnar og sniðnar að taktvænni tónlistinni. „Ég hef mikinn áhuga á rafmagnshljóðfærum, stjórntækjum og Midi-drasli,“ segir forsprakkinn Árni Plúseinn. „Ég hef verið að smíða drasl sem við notum til að spila og við erum líka með ljósadót sem passar við það sem er að gerast í tónlistinni.“ Þegar FM Belfast ferðast til út- landa hefur Árni stóra tösku með- ferðis sem hefur að geyma öll nauð- synlegustu tæki og tól. Mikilvægt er að innihaldið fari ekki yfir tuttugu kíló því bannað er að ferðast með þyngri farangur. „Taskan mín er 19,6 kíló. Hún er orðin mjög tálguð,“ segir hann hress. Hann mætir alltaf með tvær tölvur á tónleika og er önnur til vara. „Það er ágætt fyrir sálina því það getur verið stressandi ef eitthvað bilar. Á föstudaginn á Nasa biluðu báðar tölvurnar og það varð mikil „panikk“. Við vorum með dóms- dagsdansleik og það var kannski eðlilegt að allt hryndi og færi í smá rugl. En það lagaðist á endanum.“ Árni er að vonum spenntur fyrir nýju plötunni, sem kemur út hjá Morr Music erlendis en hjá Kimi Records hér heima. „Við förum út aðfaranótt föstudags ef gosið hleypir okkur út,“ segir hann og getur ekki beðið eftir því að spila nýju lögin fyrir erlenda aðdáendur. Ferðalagið stendur yfir frá 27. maí til 10. júní og verður spilað í Berlín, London, París, Brussel og Prag. freyr@frettabladid.is POPPGRÆJUR: LITIÐ OFAN Í GRÆJUTÖSKUNA HJÁ FM BELFAST 19,6 KÍLÓ AF STUÐI Stuðboltarnir í FM Belfast nota heimatilbúnar græjur á tónleikum sem komast fyrir í einni stórri tösku. Önnur plata sveitarinnar kemur út eftir eina viku. GRÆJUKISTA FM BELFAST MIDI to DMX „Þetta er græja sem ég smíðaði sjálfur með Arduino-örgjörva. Hún breytir MIDI-skilaboðum frá tölvunni í DMX-skilaboð sem ljósaboxið skilur.“ DMX Dimmer Box „Þetta box sér um að blikka ljósunum eftir skilaboðum sem koma frá tölvunni í MIDI to DMX og þaðan fer það hingað.“ MOTU UltraLite „Þetta er hljóðkortið sem dælir músíkinni út úr tölvunni.“ Behringer Mixer „Þetta er endastöðin í töskunni, þar sem músíkin blandast áður en hún fer í hljóðkerfi tónleikastaðarins.“ Korg NanoKontrol x 2 „Þessar græjur stýra hljóðrásum í tölvunni.“ Novation X-Station „Þetta er hljóðgervill sem fær nótnaskila- boð frá tölvunni.“ Novation LaunchPad „Þessi græja stýrir kaflaskiptingum í lögum. Áður notaði ég lyklaborðið á tölvunni til þess að stjórna kaflaskiptingum en á endanum vantaði mig fleiri takka.“ FM BELFAST Frá vinstri: Árni Vilhjálmsson, Lóa Hjálmtýs- dóttir, Árni Plúseinn og Örvar Þóreyjarson Smárason. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.